Fékk rautt spjald fyrir að skamma eigin leikmann Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2021 16:00 Manuel Mosquera segist ekki sjá eftir því hvernig hann lét við einn af leikmönnum sínum, þó að dómarinn hafi sýnt honum rauða spjaldið. Getty Knattspyrnuþjálfari á Spáni missti stjórn á skapi sínu og húðskammaði einn af leikmönnum sínum svo illa að þjálfarinn fékk að líta rauða spjaldið. Þetta kemur fram í skýrslu dómara leiks Extremadura og Internacional de Madrid í spænsku C-deildinni. Leikurinn endaði með 2-1 tapi Extremadura en í uppbótartíma var þjálfari liðsins, Manuel Mosquera, orðinn foxillur og lét framherjann Musa Drammeh, sem hann hafði áður skipt af velli, heyra það. Mosquera, sem sjálfur á markametið í sögu Extremadura, greip í treyju framherjans og öskraði, í lauslegri og svolítið mildri þýðingu: „Finndu þér annað félag til að spila fyrir, fjandinn hafi það.“ Samkvæmt spænska blaðinu Marca þurfti samherji Drammeh að sjá til þess að þjálfarinn losaði takið á treyjunni. Dómarinn kom svo og gaf Mosquera rauða spjaldið og vitnaði til orða þjálfarans í skýrslu um atvikið. „Sé ekki eftir því sem gerðist“ Mosquera hafði hins vegar róast mjög þegar hann mætti á blaðamannafund eftir leik og útskýrði sitt mál: „Ég var harður við Musa en ég móðgaði hann ekki. Ég vil meina að við þurfum að nálgast leikinn með öðrum hætti þegar við komum út á völlinn og ég vil að menn sýni lágmarksvilja til að leggja sig alla fram. Mér fannst eins og Musa vildi ekki spila. Hann verður að læra. Svona haga ég mér ekki venjulega en eitthvað varð að gerast. Ég sé ekki eftir því sem gerðist. Ég hefði getað gert hlutina öðruvísi en ég sé ekki eftir því,“ sagði Mosquera. Extremadura hefur aðeins fengið 12 stig eftir ellefu fyrstu leiki sína og er í fallbaráttu. Spænski boltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu dómara leiks Extremadura og Internacional de Madrid í spænsku C-deildinni. Leikurinn endaði með 2-1 tapi Extremadura en í uppbótartíma var þjálfari liðsins, Manuel Mosquera, orðinn foxillur og lét framherjann Musa Drammeh, sem hann hafði áður skipt af velli, heyra það. Mosquera, sem sjálfur á markametið í sögu Extremadura, greip í treyju framherjans og öskraði, í lauslegri og svolítið mildri þýðingu: „Finndu þér annað félag til að spila fyrir, fjandinn hafi það.“ Samkvæmt spænska blaðinu Marca þurfti samherji Drammeh að sjá til þess að þjálfarinn losaði takið á treyjunni. Dómarinn kom svo og gaf Mosquera rauða spjaldið og vitnaði til orða þjálfarans í skýrslu um atvikið. „Sé ekki eftir því sem gerðist“ Mosquera hafði hins vegar róast mjög þegar hann mætti á blaðamannafund eftir leik og útskýrði sitt mál: „Ég var harður við Musa en ég móðgaði hann ekki. Ég vil meina að við þurfum að nálgast leikinn með öðrum hætti þegar við komum út á völlinn og ég vil að menn sýni lágmarksvilja til að leggja sig alla fram. Mér fannst eins og Musa vildi ekki spila. Hann verður að læra. Svona haga ég mér ekki venjulega en eitthvað varð að gerast. Ég sé ekki eftir því sem gerðist. Ég hefði getað gert hlutina öðruvísi en ég sé ekki eftir því,“ sagði Mosquera. Extremadura hefur aðeins fengið 12 stig eftir ellefu fyrstu leiki sína og er í fallbaráttu.
Spænski boltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Sjá meira