Leikskólakennarar fjórðungur starfsmanna leikskóla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2021 09:26 Vísir/Rakel Í desember 2020 voru 1.628 leikskólakennarar starfandi í leikskólum á Íslandi en það jafngildir 25,7 prósentum starfsfólks sem starfa við uppeldi og menntun leikskólabarna. Um 1.227 starfsmenn sem starfa við uppeldi og menntun leikskólabarna hafa lokið annarri uppeldismenntun, til dæmis grunnskólakennaranámi, þroskaþjálfun, diplómanámi í leikskólafræðum eða leikskólaliðanámi. Töluverð fjölgun hefur orðið í þessum hóp síðustu ár, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Um 55 prósent starfsmanna leikskóla var ófaglærður. Starfsmenn leikskóla í desember árið 2020 voru 6.777 talsins og hafði fjölgað um 5,7 prósent frá fyrr ári. Leikskólabörnum fjölgaði um 0,7 prósent. Stöðugildi voru 5.898 og hafði fjölgað um 5 prósent. Eftirfarandi kemur einnig fram á vef Hagstofunnar: Minni starfsmannavelta Starfsmannavelta í leikskólum á milli áranna 2019 og 2020 var 20% og hefur ekki verið minni frá því að Hagstofan hóf að birta gögn um starfsfólk í leikskólum árið 1999. Eru þá bornir saman þeir starfsmenn sem störfuðu í leikskólum þann 1. desember 2019 og voru enn við störf á sama tíma árið 2020. Undanfarin ár hefur starfsmannaveltan verið 23-27% á milli ára. Fleiri eldri leikskólakennarar Tæplega fimmtungur leikskólakennara (18,5%) var 60 ára og eldri og hafði leikskólakennurum á þessum aldri fjölgað meira en leikskólakennurum í yngri aldurshópunum. Tæpur fimmtungur leikskólakennara var undir fertugu (19,2%) en rúm 62% leikskólakennara voru á aldrinum 40-59 ára. Sé horft til allra starfsmanna leikskóla voru leikskólakennarar meira en helmingur allra starfsmanna leikskóla sem voru 60 ára og eldri en þeir voru innan við fimmtungur starfsfólks á aldrinum 30-39 ára og enn lægra hlutfall yngra starfsfólks. Aldrei hafa fleiri karlar starfað á leikskólum Karlkyns starfsmenn í leikskólum voru 546 í desember 2020, eða 8,1% starfsfólks, og hafa aldrei verið fleiri. Karlkyns starfsmönnum fjölgaði um 18,2% frá desember 2019. 261 leikskóli starfandi Í desember 2020 var 261 leikskóli starfandi sem er fjölgun um þrjá frá fyrra ári. Sveitarfélögin ráku 217 leikskóla en 44 leikskólar voru reknir af öðrum aðilum. Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Um 1.227 starfsmenn sem starfa við uppeldi og menntun leikskólabarna hafa lokið annarri uppeldismenntun, til dæmis grunnskólakennaranámi, þroskaþjálfun, diplómanámi í leikskólafræðum eða leikskólaliðanámi. Töluverð fjölgun hefur orðið í þessum hóp síðustu ár, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Um 55 prósent starfsmanna leikskóla var ófaglærður. Starfsmenn leikskóla í desember árið 2020 voru 6.777 talsins og hafði fjölgað um 5,7 prósent frá fyrr ári. Leikskólabörnum fjölgaði um 0,7 prósent. Stöðugildi voru 5.898 og hafði fjölgað um 5 prósent. Eftirfarandi kemur einnig fram á vef Hagstofunnar: Minni starfsmannavelta Starfsmannavelta í leikskólum á milli áranna 2019 og 2020 var 20% og hefur ekki verið minni frá því að Hagstofan hóf að birta gögn um starfsfólk í leikskólum árið 1999. Eru þá bornir saman þeir starfsmenn sem störfuðu í leikskólum þann 1. desember 2019 og voru enn við störf á sama tíma árið 2020. Undanfarin ár hefur starfsmannaveltan verið 23-27% á milli ára. Fleiri eldri leikskólakennarar Tæplega fimmtungur leikskólakennara (18,5%) var 60 ára og eldri og hafði leikskólakennurum á þessum aldri fjölgað meira en leikskólakennurum í yngri aldurshópunum. Tæpur fimmtungur leikskólakennara var undir fertugu (19,2%) en rúm 62% leikskólakennara voru á aldrinum 40-59 ára. Sé horft til allra starfsmanna leikskóla voru leikskólakennarar meira en helmingur allra starfsmanna leikskóla sem voru 60 ára og eldri en þeir voru innan við fimmtungur starfsfólks á aldrinum 30-39 ára og enn lægra hlutfall yngra starfsfólks. Aldrei hafa fleiri karlar starfað á leikskólum Karlkyns starfsmenn í leikskólum voru 546 í desember 2020, eða 8,1% starfsfólks, og hafa aldrei verið fleiri. Karlkyns starfsmönnum fjölgaði um 18,2% frá desember 2019. 261 leikskóli starfandi Í desember 2020 var 261 leikskóli starfandi sem er fjölgun um þrjá frá fyrra ári. Sveitarfélögin ráku 217 leikskóla en 44 leikskólar voru reknir af öðrum aðilum.
Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira