Er samstaða á „þriðju vaktinni“ lykillinn að jafnrétti á vinnumarkaði? Fríða Thoroddsen skrifar 10. nóvember 2021 07:31 Mikil umræða hefur skapast um herferð VR sem ber heitið þriðja vaktin og var hleypt af stokkunum í síðustu viku. Það er frábært því orð eru til alls fyrst. En hvað er þriðja vaktin, af hverju skiptir hún máli og hvers vegna kemur þriðja vaktin stéttarfélagi við? Hér á landi ríkir formlegt kynjajafnrétti sem þýðir að konur og karlar búa við lagalegt jafnrétti en á undanförnum árum hafa verið stigin stór skref til að jafna stöðu kynjanna á Íslandi. Ísland stendur framarlega í jafnréttisbaráttunni í alþjóðlegum samanburði, hvergi á Vesturlöndum er hlutfall kvenna á vinnumarkaði hærra en á Íslandi. Menntunarstig íslenskra kvenna og atvinnuþátttaka er meðal þess sem mest gerist á meðal OECD-landa og Ísland hefur verið á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins sem mælir jafnrétti kynjanna hvað varðar efnahag, pólitíska stöðu, menntun og heilbrigði (World Economic Forum, 2020). Þá hefur konum fjölgað verulega á Alþingi og í sveitastjórnum landsins. Þrátt fyrir þessa ,,jafnréttisparadís“ er óútskýrður launamunur kynjanna enn til staðar hér á landi og konur eru líklegri en karlmenn til að sinna hlutastörfum. Þá sýna rannsóknir að konur fremur en karlmenn lækka starfshlutfall í launaðri vinnu í kjölfar barneigna. Í ljósi þessa þarf kannski ekki að koma á óvart að konur hafa 13% lægri eftirlaun en karlmenn skv. nýrri skýrslu fjármálafyrirtækjanna Mercer, CFA Institute og Monash háskóla í Ástralíu. Íslenskur vinnumarkaður er talsvert kynskiptur, námsval er kynbundið sem og starfsval. Að auki eru konur enn í minnihluta þeirra sem gegna valdastöðum í samfélaginu. Konur eru framkvæmdastjórar í 18% virkra fyrirtækja en bara 13% ef litið er til eitt þúsund tekjuhæstu fyrirtækjanna samkvæmt úttekt Creditinfo. Aðeins ein kona stýrir fyrirtæki á markaði hér á landi. VR stefnir að jafnrétti á vinnumarkaði og horfir til þriðju vaktarinnar VR stefnir markvisst að jafnrétti á vinnumarkaði óháði aldri, kyni, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni, litarafti, trú eða stjórnmálaskoðunum. Hjá VR starfar jafnréttisnefnd sem hefur það hlutverk að fylgja eftir þessari stefnu VR í jafnréttismálum. Félagið hefur í gegnum árin m.a. lagt áherslu á að berjast gegn launamun kynjanna, að fjölga konum í ábyrgðar- og stjórnunarstörfum, að stuðla að jafnrétti og vellíðan á vinnustöðum, að efla menntun kvenna og jafna ábyrgð kynjanna á heimili og börnum. Þetta hefur skilað vissum árangri en eins og sjá má að ofan eigum við enn langt í land. Í ár ákvað jafnréttisnefnd VR að einblína á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði með því að kafa dýpra og horfa dálítið út fyrir boxið. Rannsóknir sýna að jafnrétti á öllum vígstöðvum byrjar heima. Til þess að við, sem samfélag, eigum þess kost að sjá jafnrétti á vinnumarkaði þarf að vera jafnrétti á heimilunum. Í dag eru konur löngu komnar út á vinnumarkaðinn og karlmenn taka í auknum mæli þátt í heimilisstörfum og umönnun barna. Þetta er fyrsta og önnur vaktin. Það sem situr hins vegar eftir er hin svokallaða þriðja vakt eða hugræn byrði (e. mental load) sem snýr að öllu utanumhaldi og verkstjórn heimilisins. Þriðja vaktin er ólaunuð og oft ósýnileg ábyrgð, yfirumsjón og verkstýring á þeim störfum sem tilheyra annarri vaktinni. Þriðja vaktin felur í sér hugrænt skipulag, áætlanir, að leggja á minnið hverju þarf að sinna, hvenær og hvernig, muna eftir að muna. Verkefni sem eru að megninu til huglæg og ósýnileg öðrum en krefjast orku og tíma þess sem þeim sinnir. Erlendar rannsóknir sýna að þessi þriðja vakt er að mestu í höndum kvenna og hefur áhrif á atvinnuþátttöku þeirra og framgang í starfi, veldur streitu og álagi og stuðlar að kulnun. Er þetta verulegt áhyggjuefni, ekki síst fyrir vinnumarkaðinn og ber að taka alvarlega. Ekki hafa verið gerðar margar íslenskar rannsóknir á þriðju vaktinni hér á landi og er áhugavert að velta fyrir sér hvort íslenskt samfélag sé ólíkt öðrum hvað þetta varðar. Skora ég hér með á stjórnvöld að taka af skarið og gera úttekt á áhrifum þriðju vaktarinnar á jafnrétti á Íslandi. Með auglýsingaherferð VR ,,Stöndum þriðju vaktina saman“ er verið að vekja athygli á þessum mikilvæga þætti í baráttunni fyrir jafnrétti á vinnumarkaði. Ef einhver er að velta fyrir sér hver sinni þriðju vaktinni á sínu heimili er hægt að lesa sér nánar til inn á vef VR, vr.is. Þar er einnig að finna sjálfspróf (á ensku) frá Thirdshift.co.uk. Höfundur er formaður jafnréttisnefndar VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um herferð VR sem ber heitið þriðja vaktin og var hleypt af stokkunum í síðustu viku. Það er frábært því orð eru til alls fyrst. En hvað er þriðja vaktin, af hverju skiptir hún máli og hvers vegna kemur þriðja vaktin stéttarfélagi við? Hér á landi ríkir formlegt kynjajafnrétti sem þýðir að konur og karlar búa við lagalegt jafnrétti en á undanförnum árum hafa verið stigin stór skref til að jafna stöðu kynjanna á Íslandi. Ísland stendur framarlega í jafnréttisbaráttunni í alþjóðlegum samanburði, hvergi á Vesturlöndum er hlutfall kvenna á vinnumarkaði hærra en á Íslandi. Menntunarstig íslenskra kvenna og atvinnuþátttaka er meðal þess sem mest gerist á meðal OECD-landa og Ísland hefur verið á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins sem mælir jafnrétti kynjanna hvað varðar efnahag, pólitíska stöðu, menntun og heilbrigði (World Economic Forum, 2020). Þá hefur konum fjölgað verulega á Alþingi og í sveitastjórnum landsins. Þrátt fyrir þessa ,,jafnréttisparadís“ er óútskýrður launamunur kynjanna enn til staðar hér á landi og konur eru líklegri en karlmenn til að sinna hlutastörfum. Þá sýna rannsóknir að konur fremur en karlmenn lækka starfshlutfall í launaðri vinnu í kjölfar barneigna. Í ljósi þessa þarf kannski ekki að koma á óvart að konur hafa 13% lægri eftirlaun en karlmenn skv. nýrri skýrslu fjármálafyrirtækjanna Mercer, CFA Institute og Monash háskóla í Ástralíu. Íslenskur vinnumarkaður er talsvert kynskiptur, námsval er kynbundið sem og starfsval. Að auki eru konur enn í minnihluta þeirra sem gegna valdastöðum í samfélaginu. Konur eru framkvæmdastjórar í 18% virkra fyrirtækja en bara 13% ef litið er til eitt þúsund tekjuhæstu fyrirtækjanna samkvæmt úttekt Creditinfo. Aðeins ein kona stýrir fyrirtæki á markaði hér á landi. VR stefnir að jafnrétti á vinnumarkaði og horfir til þriðju vaktarinnar VR stefnir markvisst að jafnrétti á vinnumarkaði óháði aldri, kyni, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni, litarafti, trú eða stjórnmálaskoðunum. Hjá VR starfar jafnréttisnefnd sem hefur það hlutverk að fylgja eftir þessari stefnu VR í jafnréttismálum. Félagið hefur í gegnum árin m.a. lagt áherslu á að berjast gegn launamun kynjanna, að fjölga konum í ábyrgðar- og stjórnunarstörfum, að stuðla að jafnrétti og vellíðan á vinnustöðum, að efla menntun kvenna og jafna ábyrgð kynjanna á heimili og börnum. Þetta hefur skilað vissum árangri en eins og sjá má að ofan eigum við enn langt í land. Í ár ákvað jafnréttisnefnd VR að einblína á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði með því að kafa dýpra og horfa dálítið út fyrir boxið. Rannsóknir sýna að jafnrétti á öllum vígstöðvum byrjar heima. Til þess að við, sem samfélag, eigum þess kost að sjá jafnrétti á vinnumarkaði þarf að vera jafnrétti á heimilunum. Í dag eru konur löngu komnar út á vinnumarkaðinn og karlmenn taka í auknum mæli þátt í heimilisstörfum og umönnun barna. Þetta er fyrsta og önnur vaktin. Það sem situr hins vegar eftir er hin svokallaða þriðja vakt eða hugræn byrði (e. mental load) sem snýr að öllu utanumhaldi og verkstjórn heimilisins. Þriðja vaktin er ólaunuð og oft ósýnileg ábyrgð, yfirumsjón og verkstýring á þeim störfum sem tilheyra annarri vaktinni. Þriðja vaktin felur í sér hugrænt skipulag, áætlanir, að leggja á minnið hverju þarf að sinna, hvenær og hvernig, muna eftir að muna. Verkefni sem eru að megninu til huglæg og ósýnileg öðrum en krefjast orku og tíma þess sem þeim sinnir. Erlendar rannsóknir sýna að þessi þriðja vakt er að mestu í höndum kvenna og hefur áhrif á atvinnuþátttöku þeirra og framgang í starfi, veldur streitu og álagi og stuðlar að kulnun. Er þetta verulegt áhyggjuefni, ekki síst fyrir vinnumarkaðinn og ber að taka alvarlega. Ekki hafa verið gerðar margar íslenskar rannsóknir á þriðju vaktinni hér á landi og er áhugavert að velta fyrir sér hvort íslenskt samfélag sé ólíkt öðrum hvað þetta varðar. Skora ég hér með á stjórnvöld að taka af skarið og gera úttekt á áhrifum þriðju vaktarinnar á jafnrétti á Íslandi. Með auglýsingaherferð VR ,,Stöndum þriðju vaktina saman“ er verið að vekja athygli á þessum mikilvæga þætti í baráttunni fyrir jafnrétti á vinnumarkaði. Ef einhver er að velta fyrir sér hver sinni þriðju vaktinni á sínu heimili er hægt að lesa sér nánar til inn á vef VR, vr.is. Þar er einnig að finna sjálfspróf (á ensku) frá Thirdshift.co.uk. Höfundur er formaður jafnréttisnefndar VR.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun