Bein útsending: Hver er ávinningur af samstarfi vísinda og iðnaðar í heilbrigðisvísindum? Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2021 13:31 Fundurinn stendur milli klukkan 14 og 16 í dag í Hátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla Íslands, en hægt verður að fylgjast með beinu streymi í spilara að neðan. Getty Fjallað verður um fyrirtæki sem sprottið hafa úr rannsóknum og hugmyndum innan Háskóla Íslands og hvernig samþætta má vísindastarf og nýsköpun innan háskóla í samstarfi við atvinnulíf á öðrum fundinum í fyrirlestraröð Alvotech og Háskóla Íslands. Fundurinn stendur milli klukkan 14 og 16 í dag í Hátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla Íslands og verður honum streymt, en hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilaranum að neðan. Í tilkynningu segir að fyrirlestraröðin, sem hófst fyrr í haust og sé samstarfsverkefni Alvotech, Háskóla Íslands og Vísindagarða Háskóla Íslands, beri yfirskriftina „Framtíð nýsköpunar“. Þar sé fjallað um tækifæri fyrir íslenskt samfélag sem felist í nýsköpun sem byggist á vísinda- og rannsóknastarfi á breiðum grundvelli. Ætlunin nú sé að líta yfir sviðið innanlands og skoða hvaða ávinningur sé af samstarfi vísinda og iðnaðar í heilbrigðisvísindum. „Sjónum verður beint að fyrirtækjum tengdum líftækni og lyfjaiðnaði sem sprottið hafa upp úr rannsóknum og hugmyndum innan Háskóla Íslands og hvernig samþætta má vísindastarf og nýsköpun innan háskóla í samstarfi við atvinnulíf. Einnig verður fjallað um nýsköpun og framlag til sjálfbærni innan fyrirtækja í líftæknilyfjaiðnaði.“ Hægt verður að fylgjast með útsendingu í spilaranum að neðan. Fundurinn stendur milli klukkan 14 og 16. Opnunarávörp flytja þau Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Í framhaldinu taka við erindi og reynslusögur úr Háskóla Íslands og atvinnulífinu og m.a. fjallað um hvernig tengja má betur saman háskólastarf og atvinnulíf í þágu nýsköpunar. Erindi flytja: Þorsteinn Loftsson, prófessor emeritus við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands og annar stofnandi Oculis – „Er hægt að vera bæði í vísindum og iðnaði? Reynslusaga úr Háskóla Íslands“ Aðalheiður Pálmadóttir, VP of Business Development hjá Controlant, og Erlingur Brynjúlfsson, CTO og einn stofnenda Controlant – „Frá HÍ út um allan heim” Einar Mäntylä, framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs – „Hugvitið í askana – er leiðin greið?“ Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech – „Sjálfbær framtíð í líftækni á Íslandi“ Fundarstjóri er Sigurður Magnús Garðarsson, stjórnarformaður Vísindagarða Háskóla Íslands og forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs. Vísindi Heilbrigðismál Háskólar Nýsköpun Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Fundurinn stendur milli klukkan 14 og 16 í dag í Hátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla Íslands og verður honum streymt, en hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilaranum að neðan. Í tilkynningu segir að fyrirlestraröðin, sem hófst fyrr í haust og sé samstarfsverkefni Alvotech, Háskóla Íslands og Vísindagarða Háskóla Íslands, beri yfirskriftina „Framtíð nýsköpunar“. Þar sé fjallað um tækifæri fyrir íslenskt samfélag sem felist í nýsköpun sem byggist á vísinda- og rannsóknastarfi á breiðum grundvelli. Ætlunin nú sé að líta yfir sviðið innanlands og skoða hvaða ávinningur sé af samstarfi vísinda og iðnaðar í heilbrigðisvísindum. „Sjónum verður beint að fyrirtækjum tengdum líftækni og lyfjaiðnaði sem sprottið hafa upp úr rannsóknum og hugmyndum innan Háskóla Íslands og hvernig samþætta má vísindastarf og nýsköpun innan háskóla í samstarfi við atvinnulíf. Einnig verður fjallað um nýsköpun og framlag til sjálfbærni innan fyrirtækja í líftæknilyfjaiðnaði.“ Hægt verður að fylgjast með útsendingu í spilaranum að neðan. Fundurinn stendur milli klukkan 14 og 16. Opnunarávörp flytja þau Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Í framhaldinu taka við erindi og reynslusögur úr Háskóla Íslands og atvinnulífinu og m.a. fjallað um hvernig tengja má betur saman háskólastarf og atvinnulíf í þágu nýsköpunar. Erindi flytja: Þorsteinn Loftsson, prófessor emeritus við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands og annar stofnandi Oculis – „Er hægt að vera bæði í vísindum og iðnaði? Reynslusaga úr Háskóla Íslands“ Aðalheiður Pálmadóttir, VP of Business Development hjá Controlant, og Erlingur Brynjúlfsson, CTO og einn stofnenda Controlant – „Frá HÍ út um allan heim” Einar Mäntylä, framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs – „Hugvitið í askana – er leiðin greið?“ Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech – „Sjálfbær framtíð í líftækni á Íslandi“ Fundarstjóri er Sigurður Magnús Garðarsson, stjórnarformaður Vísindagarða Háskóla Íslands og forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs.
Vísindi Heilbrigðismál Háskólar Nýsköpun Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira