Áætlunarflug nauðsynlegt Vestmannaeyjum Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar 10. nóvember 2021 09:00 Vestmannaeyjar er eina sveitarfélagið á Íslandi sem alfarið er staðsett á eyju og hefur þ.a.l. enga vegtengingu við meginlandið. Góðar samgöngur eru undirstaða búsetugæða samfélaga og hafa batnandi sjósamgöngur með tilkomu Landeyjahafnar og nýrrar ferju valdið því að aðsókn í flugið hefur farið minnkandi en áætlunarflug til Eyja frá Reykjavík hófst fyrst með Loftleiðum 12. október 1946 og fagnar því 75 ára afmæli á árinu. Áætlunarflug legið niðri í á þriðja mánuð annað árið í röð Í lok sumars 2020 hætti flugfélagið Ernir að fljúga til Eyja þar sem markaðslegar forsendur brugðust ásamt því að heimsfaraldur gerði rekstraraðilanum erfitt fyrir. Icelandair hóf flug í lok desember sama ár með ríkisstuðningi fyrstu mánuðina, ætlaði að halda áfram á markaðslegum forsendum frá sumri en hætti í lok ágúst síðastliðinn þar sem forsendur voru brostnar samkvæmt félaginu. Það voru vonbrigði sérstaklega í ljósi þess að heimamenn nýta flugið einna mest yfir vetrartímann. Áætlunarflug samfélaginu og sérstaklega viðkvæmum hópum nauðsynlegt allt árið Íbúar reiða sig á flugið til að komast snögglega til höfuðborgarsvæðisins, hvort sem er til að sækja nauðsynlega grunnþjónustu, menntun, menningu, vegna vinnu osfrv. Eldra fólk, hreyfihamlaðir, sjúklingar, börn sem eiga foreldri á meginlandinu, barnshafandi konur eða nýbakaðar mæður sem í auknum mæli hafa þurft að fæða á höfuðborgarsvæðinu sökum lokunar skurðstofu, eru allt hópar fólks sem nýttu flugið í miklum mæli en þurfa nú að leggja á sig langt ferðalag með ferju og löngum akstri. Þörfin fyrir flugið verður svo enn ríkari á veturnar þegar slæm færð er á vegum og vályndari veður valda erfiðari siglingum til Þorlákshafnar og hafa komið upp aðstæður þar sem sjósamgöngur liggja hreinlega niðri en fært væri fyrir flug. Mikill kostnaðarauki og óhagræði fyrir heilbrigðisþjónustuna Mikilvægi flugsins fyrir heilbrigðisþjónustuna í Vestmannaeyjum er ótvírætt en reglulega þarf að flytja sjúklinga af sjúkradeild til rannsókna eða meðferðar í Reykjavík og þarf nú að senda alla sjúklinga með sjúkraflugi í stað áætlunarflugs sem er mikill kostnaðarauki. Sýni voru reglulega send með flugi frá Eyjum og ef þurfti í skyndi á blóði, sjúkravörum eða öðrum birgðum að halda var hægt að senda slíkt hratt og örugglega til Eyja með áætlunarflugi. Notkun sjúkraflugs í meira mæli skapar einnig óhagræði vegna óvissu um útskriftir og innlagnir sjúklinga en ekki síst eykur það álag og teppir þjónustu sjúkravélar sem er mikilvæg gagnvart allri bráðaþjónustu á landinu. Mikilvægt gagnvart atvinnulífi Atvinnulífið hefur í gegnum tíðina verið einn stærsti notandi flugsamgangna við Vestmannaeyjar, enda fyrir tilkomu Loftbrúar var kostnaður ein helsta fyrirstaðan að hinn almenni íbúi nýtti sér flugið. Flugið getur skipt sköpum þegar fá þarf með hraði aðföng, varahluti eða sérfræðiþjónustu þegar mikið liggur við t.d. á vertíðum sem skila þjóðarbúinu mikilvægum gjaldeyristekjum. Auk þess auðveldar það fagfólki í Vestmannaeyjum að sækja fundi, endurmenntun, ráðstefnur og að starfa á höfuðborgarsvæðinu. Hér skiptir þó tímasetning flugáætlunar öllu máli, þ.e. að hægt sé að fljúga að morgni og til baka síðla dags. Tafarlaus aðkoma ríkisins nauðsynleg Sagan virðist sýna að fullreynt er að halda úti flugi til Vestmannaeyja á markaðslegum forsendum amk. yfir veturinn og því eina leiðin til að halda uppi ásættanlegum flugsamgöngum allt árið er stuðningur ríkisins við samgönguleiðina. Slíkt þarf að gerast hratt og örugglega. Í aðdraganda Alþingiskosninga virtist þverpólitískur skilningur á mikilvægi flugsins fyrir Vestmannaeyjar og flest framboð töluðu fyrir nauðsyn þess. Nú, um 7 vikum frá kjördegi, hefur staðan lítið breyst og málið virðist lítið þokast áfram. Því reynir á nýkjörna þingmenn og ekki síst samgönguráðherra að standa við fyrirheitin og tryggja að nýju áætlunarflug til Vestmannaeyja hið fyrsta, fyrir atvinnulífið, fyrir lífsgæði íbúa í Vestmannaeyjum en ekki síst til að tryggja jafnara aðgengi allra hópa að þeirri grunnþjónustu Íslendinga sem sífellt er þjappað á sömu torfuna á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Samgöngur Byggðamál Fréttir af flugi Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Vestmannaeyjar er eina sveitarfélagið á Íslandi sem alfarið er staðsett á eyju og hefur þ.a.l. enga vegtengingu við meginlandið. Góðar samgöngur eru undirstaða búsetugæða samfélaga og hafa batnandi sjósamgöngur með tilkomu Landeyjahafnar og nýrrar ferju valdið því að aðsókn í flugið hefur farið minnkandi en áætlunarflug til Eyja frá Reykjavík hófst fyrst með Loftleiðum 12. október 1946 og fagnar því 75 ára afmæli á árinu. Áætlunarflug legið niðri í á þriðja mánuð annað árið í röð Í lok sumars 2020 hætti flugfélagið Ernir að fljúga til Eyja þar sem markaðslegar forsendur brugðust ásamt því að heimsfaraldur gerði rekstraraðilanum erfitt fyrir. Icelandair hóf flug í lok desember sama ár með ríkisstuðningi fyrstu mánuðina, ætlaði að halda áfram á markaðslegum forsendum frá sumri en hætti í lok ágúst síðastliðinn þar sem forsendur voru brostnar samkvæmt félaginu. Það voru vonbrigði sérstaklega í ljósi þess að heimamenn nýta flugið einna mest yfir vetrartímann. Áætlunarflug samfélaginu og sérstaklega viðkvæmum hópum nauðsynlegt allt árið Íbúar reiða sig á flugið til að komast snögglega til höfuðborgarsvæðisins, hvort sem er til að sækja nauðsynlega grunnþjónustu, menntun, menningu, vegna vinnu osfrv. Eldra fólk, hreyfihamlaðir, sjúklingar, börn sem eiga foreldri á meginlandinu, barnshafandi konur eða nýbakaðar mæður sem í auknum mæli hafa þurft að fæða á höfuðborgarsvæðinu sökum lokunar skurðstofu, eru allt hópar fólks sem nýttu flugið í miklum mæli en þurfa nú að leggja á sig langt ferðalag með ferju og löngum akstri. Þörfin fyrir flugið verður svo enn ríkari á veturnar þegar slæm færð er á vegum og vályndari veður valda erfiðari siglingum til Þorlákshafnar og hafa komið upp aðstæður þar sem sjósamgöngur liggja hreinlega niðri en fært væri fyrir flug. Mikill kostnaðarauki og óhagræði fyrir heilbrigðisþjónustuna Mikilvægi flugsins fyrir heilbrigðisþjónustuna í Vestmannaeyjum er ótvírætt en reglulega þarf að flytja sjúklinga af sjúkradeild til rannsókna eða meðferðar í Reykjavík og þarf nú að senda alla sjúklinga með sjúkraflugi í stað áætlunarflugs sem er mikill kostnaðarauki. Sýni voru reglulega send með flugi frá Eyjum og ef þurfti í skyndi á blóði, sjúkravörum eða öðrum birgðum að halda var hægt að senda slíkt hratt og örugglega til Eyja með áætlunarflugi. Notkun sjúkraflugs í meira mæli skapar einnig óhagræði vegna óvissu um útskriftir og innlagnir sjúklinga en ekki síst eykur það álag og teppir þjónustu sjúkravélar sem er mikilvæg gagnvart allri bráðaþjónustu á landinu. Mikilvægt gagnvart atvinnulífi Atvinnulífið hefur í gegnum tíðina verið einn stærsti notandi flugsamgangna við Vestmannaeyjar, enda fyrir tilkomu Loftbrúar var kostnaður ein helsta fyrirstaðan að hinn almenni íbúi nýtti sér flugið. Flugið getur skipt sköpum þegar fá þarf með hraði aðföng, varahluti eða sérfræðiþjónustu þegar mikið liggur við t.d. á vertíðum sem skila þjóðarbúinu mikilvægum gjaldeyristekjum. Auk þess auðveldar það fagfólki í Vestmannaeyjum að sækja fundi, endurmenntun, ráðstefnur og að starfa á höfuðborgarsvæðinu. Hér skiptir þó tímasetning flugáætlunar öllu máli, þ.e. að hægt sé að fljúga að morgni og til baka síðla dags. Tafarlaus aðkoma ríkisins nauðsynleg Sagan virðist sýna að fullreynt er að halda úti flugi til Vestmannaeyja á markaðslegum forsendum amk. yfir veturinn og því eina leiðin til að halda uppi ásættanlegum flugsamgöngum allt árið er stuðningur ríkisins við samgönguleiðina. Slíkt þarf að gerast hratt og örugglega. Í aðdraganda Alþingiskosninga virtist þverpólitískur skilningur á mikilvægi flugsins fyrir Vestmannaeyjar og flest framboð töluðu fyrir nauðsyn þess. Nú, um 7 vikum frá kjördegi, hefur staðan lítið breyst og málið virðist lítið þokast áfram. Því reynir á nýkjörna þingmenn og ekki síst samgönguráðherra að standa við fyrirheitin og tryggja að nýju áætlunarflug til Vestmannaeyja hið fyrsta, fyrir atvinnulífið, fyrir lífsgæði íbúa í Vestmannaeyjum en ekki síst til að tryggja jafnara aðgengi allra hópa að þeirri grunnþjónustu Íslendinga sem sífellt er þjappað á sömu torfuna á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun