Félagsmiðstöðvar, perlur allra samfélaga Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 09:31 Haustið 1998 fékk ég starf í félagsmiðstöðinni Vitanum í Hafnarfirð og ég fann minn vettvang. Sem starfsmaður Vitans fékk ég pláss til að vera ég sjálf og mínir ókostir urðu að kostum. Allar mínar klikkuðu hugmyndir urðu góðar. Öll mín réttlætiskennd fékk útrás, ég fékk listrænt frelsi til að móta allskonar verkefni til að sparka í félagslegt taumhaldið og breyta umræðunni. Ég gat verið eins hávær og ég þurfti, svo hávær að ég endaði í pontu í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og á Alþingi Íslendinga. Í fyrsta sinn á ævi minni var ég ekki of mikið, ekki of hröð, með of sterkar skoðanir, ekki of mikill gaur, talaði ekki of mikið, tók ekki of mikið pláss, var of frek, of hitt og of þetta. Bara allt sem hægt var að vera ,,of“ sem unglingsstelpa á níunda áratugnum var ég - og er eflaust enn í augum margra - en þarna, var ég bara ég. Ég er með ADHD, en fékk ekki greiningu fyrr en sem fullorðin kona, en hún útskýrir margt. Ég virka ekki í boxum, og hið formlega skólakerfi er ein risastór kassalaga babúska. Fyrsta boxið er aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla, svo er smíðað risa box í formi skólabyggingar og inn í skólanum eru minni box sem eru kennslustofurnar og þar fá nemendur og starfsfólk útprentað A4 blað sem er ekkert nema box í formi stundartöflu. Box í boxi í boxi, í boxi. Mörgum líður vel í slíku umhverfi, mörgum ekki. Félagsmiðstöðvar eru litlir demantar í samfélagi okkar þar sem börn og unglingar koma á eigin forsendum með alla sína kosti, leggja þá á borðið og viðbrögðin sem þau fá frá öllu því fagfólki sem þar starfar eru: ,,Þú ert frábær! Hvað viltu gera við alla þessa hæfileika?“ Við manneskjur þráum nefnilega öll að tilheyra og börn og unglingar þurfa stöðugt að fá viðurkenningu og samþykki frá okkur sem eldri erum. Það er ekkert skrýtið eða krefjandi við það. Þannig erum við öll, mismikið, en þetta er grunnþörf hverrar einnar og einustu þeirra 8.000 milljón manneskja sem anda hér á plánetunni Jörð. Í félagsmiðstöð er pláss, í hjörtum starfsfólks og í húsnæðinu sem henni er úthlutað, fyrir alla og ef það kemur í ljós að það er ekki, er unnið að krafti í að búa það til, í samráði og samstarfi við börnin og unglingana sjálfa. Félagsmiðstöðin er þeirra ,,safe space“ þar sem það er alltaf einhver til staðar til að ræða málin, spegla skoðanir, spegla ákvarðanir, fá aðstoð við að keyra hugmyndir sínar í gegn, fá aðstoð við að fá útrás fyrir allri þeirri sköpunarþörf sem í okkur öllum býr. Í félagsmiðstöðinni eru engin box, nema kannski rýmið sem hún er skilgreind innan en hún er ekki með veggi og allur heimurinn er undir. Í félagsmiðstöðinni eru byltingar plottaðar, tillögur mótaðar, réttlætiskenndinni fullnægt með að vera hreyfiafl breytinga í samfélaginu. Í félagsmiðstöðinni eru engar aðrar reglur nema þær að vera almennileg manneskja og virða pláss annarra og bera virðingu fyrir umhverfinu og fólkinu í því. Vönduð félagsmiðstöð telur aldrei hausana sem í hana mæta, heldur horfir í, hverjir það eru sem eru að mæta. Góð félagsmiðstöð gerir góðan skóla enn betri og Ungmennahús sýna í verki að samfélag þess hefur óbilandi trú á ungu fólki og mikilvægi þeirra. Samfélög sem leggja metnað í félagsmiðstöðvarnar sínar, eru góð samfélög þar sem allir fá að blómstra á eigin forsendum. Í vor eru sveitarstjórnarkosningar, hvet alla til að kynna sér stefnu stjórnmálaflokkanna í þeirra sveitarfélagi og einblína sérstaklega á börn og ungt fólk og þann sess sem félagsmiðstöðvar og ungmennahús fá í kosningarloforðum þeirra. Höfundur er deildarstjóri Ungmennahúsa í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Haustið 1998 fékk ég starf í félagsmiðstöðinni Vitanum í Hafnarfirð og ég fann minn vettvang. Sem starfsmaður Vitans fékk ég pláss til að vera ég sjálf og mínir ókostir urðu að kostum. Allar mínar klikkuðu hugmyndir urðu góðar. Öll mín réttlætiskennd fékk útrás, ég fékk listrænt frelsi til að móta allskonar verkefni til að sparka í félagslegt taumhaldið og breyta umræðunni. Ég gat verið eins hávær og ég þurfti, svo hávær að ég endaði í pontu í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og á Alþingi Íslendinga. Í fyrsta sinn á ævi minni var ég ekki of mikið, ekki of hröð, með of sterkar skoðanir, ekki of mikill gaur, talaði ekki of mikið, tók ekki of mikið pláss, var of frek, of hitt og of þetta. Bara allt sem hægt var að vera ,,of“ sem unglingsstelpa á níunda áratugnum var ég - og er eflaust enn í augum margra - en þarna, var ég bara ég. Ég er með ADHD, en fékk ekki greiningu fyrr en sem fullorðin kona, en hún útskýrir margt. Ég virka ekki í boxum, og hið formlega skólakerfi er ein risastór kassalaga babúska. Fyrsta boxið er aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla, svo er smíðað risa box í formi skólabyggingar og inn í skólanum eru minni box sem eru kennslustofurnar og þar fá nemendur og starfsfólk útprentað A4 blað sem er ekkert nema box í formi stundartöflu. Box í boxi í boxi, í boxi. Mörgum líður vel í slíku umhverfi, mörgum ekki. Félagsmiðstöðvar eru litlir demantar í samfélagi okkar þar sem börn og unglingar koma á eigin forsendum með alla sína kosti, leggja þá á borðið og viðbrögðin sem þau fá frá öllu því fagfólki sem þar starfar eru: ,,Þú ert frábær! Hvað viltu gera við alla þessa hæfileika?“ Við manneskjur þráum nefnilega öll að tilheyra og börn og unglingar þurfa stöðugt að fá viðurkenningu og samþykki frá okkur sem eldri erum. Það er ekkert skrýtið eða krefjandi við það. Þannig erum við öll, mismikið, en þetta er grunnþörf hverrar einnar og einustu þeirra 8.000 milljón manneskja sem anda hér á plánetunni Jörð. Í félagsmiðstöð er pláss, í hjörtum starfsfólks og í húsnæðinu sem henni er úthlutað, fyrir alla og ef það kemur í ljós að það er ekki, er unnið að krafti í að búa það til, í samráði og samstarfi við börnin og unglingana sjálfa. Félagsmiðstöðin er þeirra ,,safe space“ þar sem það er alltaf einhver til staðar til að ræða málin, spegla skoðanir, spegla ákvarðanir, fá aðstoð við að keyra hugmyndir sínar í gegn, fá aðstoð við að fá útrás fyrir allri þeirri sköpunarþörf sem í okkur öllum býr. Í félagsmiðstöðinni eru engin box, nema kannski rýmið sem hún er skilgreind innan en hún er ekki með veggi og allur heimurinn er undir. Í félagsmiðstöðinni eru byltingar plottaðar, tillögur mótaðar, réttlætiskenndinni fullnægt með að vera hreyfiafl breytinga í samfélaginu. Í félagsmiðstöðinni eru engar aðrar reglur nema þær að vera almennileg manneskja og virða pláss annarra og bera virðingu fyrir umhverfinu og fólkinu í því. Vönduð félagsmiðstöð telur aldrei hausana sem í hana mæta, heldur horfir í, hverjir það eru sem eru að mæta. Góð félagsmiðstöð gerir góðan skóla enn betri og Ungmennahús sýna í verki að samfélag þess hefur óbilandi trú á ungu fólki og mikilvægi þeirra. Samfélög sem leggja metnað í félagsmiðstöðvarnar sínar, eru góð samfélög þar sem allir fá að blómstra á eigin forsendum. Í vor eru sveitarstjórnarkosningar, hvet alla til að kynna sér stefnu stjórnmálaflokkanna í þeirra sveitarfélagi og einblína sérstaklega á börn og ungt fólk og þann sess sem félagsmiðstöðvar og ungmennahús fá í kosningarloforðum þeirra. Höfundur er deildarstjóri Ungmennahúsa í Hafnarfirði.
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar