Félagsmiðstöðvar, perlur allra samfélaga Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 09:31 Haustið 1998 fékk ég starf í félagsmiðstöðinni Vitanum í Hafnarfirð og ég fann minn vettvang. Sem starfsmaður Vitans fékk ég pláss til að vera ég sjálf og mínir ókostir urðu að kostum. Allar mínar klikkuðu hugmyndir urðu góðar. Öll mín réttlætiskennd fékk útrás, ég fékk listrænt frelsi til að móta allskonar verkefni til að sparka í félagslegt taumhaldið og breyta umræðunni. Ég gat verið eins hávær og ég þurfti, svo hávær að ég endaði í pontu í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og á Alþingi Íslendinga. Í fyrsta sinn á ævi minni var ég ekki of mikið, ekki of hröð, með of sterkar skoðanir, ekki of mikill gaur, talaði ekki of mikið, tók ekki of mikið pláss, var of frek, of hitt og of þetta. Bara allt sem hægt var að vera ,,of“ sem unglingsstelpa á níunda áratugnum var ég - og er eflaust enn í augum margra - en þarna, var ég bara ég. Ég er með ADHD, en fékk ekki greiningu fyrr en sem fullorðin kona, en hún útskýrir margt. Ég virka ekki í boxum, og hið formlega skólakerfi er ein risastór kassalaga babúska. Fyrsta boxið er aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla, svo er smíðað risa box í formi skólabyggingar og inn í skólanum eru minni box sem eru kennslustofurnar og þar fá nemendur og starfsfólk útprentað A4 blað sem er ekkert nema box í formi stundartöflu. Box í boxi í boxi, í boxi. Mörgum líður vel í slíku umhverfi, mörgum ekki. Félagsmiðstöðvar eru litlir demantar í samfélagi okkar þar sem börn og unglingar koma á eigin forsendum með alla sína kosti, leggja þá á borðið og viðbrögðin sem þau fá frá öllu því fagfólki sem þar starfar eru: ,,Þú ert frábær! Hvað viltu gera við alla þessa hæfileika?“ Við manneskjur þráum nefnilega öll að tilheyra og börn og unglingar þurfa stöðugt að fá viðurkenningu og samþykki frá okkur sem eldri erum. Það er ekkert skrýtið eða krefjandi við það. Þannig erum við öll, mismikið, en þetta er grunnþörf hverrar einnar og einustu þeirra 8.000 milljón manneskja sem anda hér á plánetunni Jörð. Í félagsmiðstöð er pláss, í hjörtum starfsfólks og í húsnæðinu sem henni er úthlutað, fyrir alla og ef það kemur í ljós að það er ekki, er unnið að krafti í að búa það til, í samráði og samstarfi við börnin og unglingana sjálfa. Félagsmiðstöðin er þeirra ,,safe space“ þar sem það er alltaf einhver til staðar til að ræða málin, spegla skoðanir, spegla ákvarðanir, fá aðstoð við að keyra hugmyndir sínar í gegn, fá aðstoð við að fá útrás fyrir allri þeirri sköpunarþörf sem í okkur öllum býr. Í félagsmiðstöðinni eru engin box, nema kannski rýmið sem hún er skilgreind innan en hún er ekki með veggi og allur heimurinn er undir. Í félagsmiðstöðinni eru byltingar plottaðar, tillögur mótaðar, réttlætiskenndinni fullnægt með að vera hreyfiafl breytinga í samfélaginu. Í félagsmiðstöðinni eru engar aðrar reglur nema þær að vera almennileg manneskja og virða pláss annarra og bera virðingu fyrir umhverfinu og fólkinu í því. Vönduð félagsmiðstöð telur aldrei hausana sem í hana mæta, heldur horfir í, hverjir það eru sem eru að mæta. Góð félagsmiðstöð gerir góðan skóla enn betri og Ungmennahús sýna í verki að samfélag þess hefur óbilandi trú á ungu fólki og mikilvægi þeirra. Samfélög sem leggja metnað í félagsmiðstöðvarnar sínar, eru góð samfélög þar sem allir fá að blómstra á eigin forsendum. Í vor eru sveitarstjórnarkosningar, hvet alla til að kynna sér stefnu stjórnmálaflokkanna í þeirra sveitarfélagi og einblína sérstaklega á börn og ungt fólk og þann sess sem félagsmiðstöðvar og ungmennahús fá í kosningarloforðum þeirra. Höfundur er deildarstjóri Ungmennahúsa í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Haustið 1998 fékk ég starf í félagsmiðstöðinni Vitanum í Hafnarfirð og ég fann minn vettvang. Sem starfsmaður Vitans fékk ég pláss til að vera ég sjálf og mínir ókostir urðu að kostum. Allar mínar klikkuðu hugmyndir urðu góðar. Öll mín réttlætiskennd fékk útrás, ég fékk listrænt frelsi til að móta allskonar verkefni til að sparka í félagslegt taumhaldið og breyta umræðunni. Ég gat verið eins hávær og ég þurfti, svo hávær að ég endaði í pontu í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og á Alþingi Íslendinga. Í fyrsta sinn á ævi minni var ég ekki of mikið, ekki of hröð, með of sterkar skoðanir, ekki of mikill gaur, talaði ekki of mikið, tók ekki of mikið pláss, var of frek, of hitt og of þetta. Bara allt sem hægt var að vera ,,of“ sem unglingsstelpa á níunda áratugnum var ég - og er eflaust enn í augum margra - en þarna, var ég bara ég. Ég er með ADHD, en fékk ekki greiningu fyrr en sem fullorðin kona, en hún útskýrir margt. Ég virka ekki í boxum, og hið formlega skólakerfi er ein risastór kassalaga babúska. Fyrsta boxið er aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla, svo er smíðað risa box í formi skólabyggingar og inn í skólanum eru minni box sem eru kennslustofurnar og þar fá nemendur og starfsfólk útprentað A4 blað sem er ekkert nema box í formi stundartöflu. Box í boxi í boxi, í boxi. Mörgum líður vel í slíku umhverfi, mörgum ekki. Félagsmiðstöðvar eru litlir demantar í samfélagi okkar þar sem börn og unglingar koma á eigin forsendum með alla sína kosti, leggja þá á borðið og viðbrögðin sem þau fá frá öllu því fagfólki sem þar starfar eru: ,,Þú ert frábær! Hvað viltu gera við alla þessa hæfileika?“ Við manneskjur þráum nefnilega öll að tilheyra og börn og unglingar þurfa stöðugt að fá viðurkenningu og samþykki frá okkur sem eldri erum. Það er ekkert skrýtið eða krefjandi við það. Þannig erum við öll, mismikið, en þetta er grunnþörf hverrar einnar og einustu þeirra 8.000 milljón manneskja sem anda hér á plánetunni Jörð. Í félagsmiðstöð er pláss, í hjörtum starfsfólks og í húsnæðinu sem henni er úthlutað, fyrir alla og ef það kemur í ljós að það er ekki, er unnið að krafti í að búa það til, í samráði og samstarfi við börnin og unglingana sjálfa. Félagsmiðstöðin er þeirra ,,safe space“ þar sem það er alltaf einhver til staðar til að ræða málin, spegla skoðanir, spegla ákvarðanir, fá aðstoð við að keyra hugmyndir sínar í gegn, fá aðstoð við að fá útrás fyrir allri þeirri sköpunarþörf sem í okkur öllum býr. Í félagsmiðstöðinni eru engin box, nema kannski rýmið sem hún er skilgreind innan en hún er ekki með veggi og allur heimurinn er undir. Í félagsmiðstöðinni eru byltingar plottaðar, tillögur mótaðar, réttlætiskenndinni fullnægt með að vera hreyfiafl breytinga í samfélaginu. Í félagsmiðstöðinni eru engar aðrar reglur nema þær að vera almennileg manneskja og virða pláss annarra og bera virðingu fyrir umhverfinu og fólkinu í því. Vönduð félagsmiðstöð telur aldrei hausana sem í hana mæta, heldur horfir í, hverjir það eru sem eru að mæta. Góð félagsmiðstöð gerir góðan skóla enn betri og Ungmennahús sýna í verki að samfélag þess hefur óbilandi trú á ungu fólki og mikilvægi þeirra. Samfélög sem leggja metnað í félagsmiðstöðvarnar sínar, eru góð samfélög þar sem allir fá að blómstra á eigin forsendum. Í vor eru sveitarstjórnarkosningar, hvet alla til að kynna sér stefnu stjórnmálaflokkanna í þeirra sveitarfélagi og einblína sérstaklega á börn og ungt fólk og þann sess sem félagsmiðstöðvar og ungmennahús fá í kosningarloforðum þeirra. Höfundur er deildarstjóri Ungmennahúsa í Hafnarfirði.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar