Hundrað smitaðir eftir villibráðarkvöld í Garðabæ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. nóvember 2021 11:43 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að skila heilbrigðisráðherra tillögum að hertum aðgerðum í dag eða á morgun. Vísir/Vilhelm Aldrei áður hafa jafn margir verið í einangrun með kórónuveiruna hér á landi og nú eða fimmtán hundruð manns. Sóttvarnalæknir segir hópsýkingar hafa verið margar í þessari bylgju faraldursins. Um eitt hundrað manns hafa greinst með veiruna út frá villibráðarhlaðborði sem haldið var í Garðabæ um síðustu helgi. Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna í gær innanlands en aldrei hafa jafn margir greinst með veiruna á einum degi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðuna erfiða. „Við erum bara áfram í þessum mikla vexti og við erum bara að slá á hverjum degi nýtt met í fjölda smita. Við erum að sjá líka svona hópsmit koma kannski sérstaklega upp í svona samkvæmum og hlaðborðum hérna á höfuðborgarsvæðinu til dæmis.“ Þannig hafi margar hópsýkingar komið upp í þessari bylgju faraldursins. Ein hópsýking sem ekki enn sér fyrir endann á kom upp í síðustu viku út frá villibráðahlaðborði sem Íþróttafélagið Stjarnan hélt í Garðabæ. „Tæplega eitt hundrað manns sem hafa smitast bæði beint og óbeint út frá þeim viðburði.“ Staðan versnar frá degi til dags Aðeins 38,5% þeirra sem greindust með veiruna í gær voru í sóttkví. Þórólfur segir stöðuna hafa hríðversnað undanfarið. „Hún versnar bara frá degi til dags og hérna útbreiðslan er að verða meiri og meiri. Það er bara erfiðara að hafa yfirsýn yfir þetta og hérna við vitum svo sem ekki hvað gerist á spítalanum. Enn þá er staðan svona þokkaleg hvað varðar inniliggjandi sjúklinga. Það eru sextán inniliggjandi á Landspítalanum og þar af þrír á gjörgæslu.“ Þórólfur segir að ákall sitt um að fólk passi sig betur hafi ekki skilað árangri. „Mér finnst staðan vera orðin það slæm að mér ber skylda, bara lagaleg skylda, til þess að koma með tillögur til ráðherra um aðgerðir og það er bara í símunum,“ segir Þórólfur. Reiknar með beinhörðum tillögum Hann ætlar að skila Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaðinu fyrir helgina. Síðast voru þrjár leiðir ræddar í minnisblaðinu. Þórólfur sér ekki fyrir sér að fara þá leið aftur. „Ég mun sennilega vera með beinharðar tillögur eins og ég hef gert áður frekar en að vera með mismunandi möguleika,“ segir Þórólfur. Hann vill lítið gefa upp um innihald minnisblaðsins líkt og áður en segir aðgerðir sem áður hafi verið gripið til sýna hvað virki. „Ég minni enn á aftur á það að fyrir ári síðan þá vorum við með tiltölulega fá smit, tuttugu þrjátíu smit, okkur þótti það bara mjög mikið. Þá vorum við með mjög harðar aðgerðir í gangi. Við vorum með þarna fyrst tíu manna fjöldamörk og svo fórum við upp í tuttugu og svona. Þannig hefur þetta verið. Ég er ekki að segja að við þurfum endilega að fara í slíkar harðar aðgerðir núna en með því sjáum við hvaða árangri við náum. Ef við beitum vægum aðgerðum þá tekur þetta bara lengri tíma og verður svona sársaukameira og erfiðara. Ef við grípum til harðari aðgerða þá væntanlega mundi það standa styttra yfir og náum tökum á þessu fyrr og getum þá aflétt fyrr. Á sama tíma og við erum að reyna að ná meira ónæmi í samfélaginu með örvunarbólusetningu. En á endanum er þetta alltaf ákvörðun stjórnvalda hvaða leið verður farin.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Garðabær Veitingastaðir Tengdar fréttir Tvö hundruð greindust innanlands Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þriðja sólarhringinn í röð er met slegið þegar kemur að fjölda smitaðra hér á landi, en 167 greindust á mánudag og 178 í gær. 11. nóvember 2021 10:06 Lektor í líftölfræði varar við Garðabæ sem pestarbæli Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknasérfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, er ómyrk í máli á Twitter og segir Garðabæ sannkallað pestarbæli. 11. nóvember 2021 10:30 Telur ljóst að grípa þurfi til enn harðari aðgerða Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, gerir ráð fyrir að sóttvarnalæknir muni skila henni minnisblaði með tillögum um hertar innanlandsaðgerðir í dag eða á morgun. Býst hún við að hertar aðgerðir verði boðaðar á næstu dögum. 11. nóvember 2021 11:54 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna í gær innanlands en aldrei hafa jafn margir greinst með veiruna á einum degi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðuna erfiða. „Við erum bara áfram í þessum mikla vexti og við erum bara að slá á hverjum degi nýtt met í fjölda smita. Við erum að sjá líka svona hópsmit koma kannski sérstaklega upp í svona samkvæmum og hlaðborðum hérna á höfuðborgarsvæðinu til dæmis.“ Þannig hafi margar hópsýkingar komið upp í þessari bylgju faraldursins. Ein hópsýking sem ekki enn sér fyrir endann á kom upp í síðustu viku út frá villibráðahlaðborði sem Íþróttafélagið Stjarnan hélt í Garðabæ. „Tæplega eitt hundrað manns sem hafa smitast bæði beint og óbeint út frá þeim viðburði.“ Staðan versnar frá degi til dags Aðeins 38,5% þeirra sem greindust með veiruna í gær voru í sóttkví. Þórólfur segir stöðuna hafa hríðversnað undanfarið. „Hún versnar bara frá degi til dags og hérna útbreiðslan er að verða meiri og meiri. Það er bara erfiðara að hafa yfirsýn yfir þetta og hérna við vitum svo sem ekki hvað gerist á spítalanum. Enn þá er staðan svona þokkaleg hvað varðar inniliggjandi sjúklinga. Það eru sextán inniliggjandi á Landspítalanum og þar af þrír á gjörgæslu.“ Þórólfur segir að ákall sitt um að fólk passi sig betur hafi ekki skilað árangri. „Mér finnst staðan vera orðin það slæm að mér ber skylda, bara lagaleg skylda, til þess að koma með tillögur til ráðherra um aðgerðir og það er bara í símunum,“ segir Þórólfur. Reiknar með beinhörðum tillögum Hann ætlar að skila Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaðinu fyrir helgina. Síðast voru þrjár leiðir ræddar í minnisblaðinu. Þórólfur sér ekki fyrir sér að fara þá leið aftur. „Ég mun sennilega vera með beinharðar tillögur eins og ég hef gert áður frekar en að vera með mismunandi möguleika,“ segir Þórólfur. Hann vill lítið gefa upp um innihald minnisblaðsins líkt og áður en segir aðgerðir sem áður hafi verið gripið til sýna hvað virki. „Ég minni enn á aftur á það að fyrir ári síðan þá vorum við með tiltölulega fá smit, tuttugu þrjátíu smit, okkur þótti það bara mjög mikið. Þá vorum við með mjög harðar aðgerðir í gangi. Við vorum með þarna fyrst tíu manna fjöldamörk og svo fórum við upp í tuttugu og svona. Þannig hefur þetta verið. Ég er ekki að segja að við þurfum endilega að fara í slíkar harðar aðgerðir núna en með því sjáum við hvaða árangri við náum. Ef við beitum vægum aðgerðum þá tekur þetta bara lengri tíma og verður svona sársaukameira og erfiðara. Ef við grípum til harðari aðgerða þá væntanlega mundi það standa styttra yfir og náum tökum á þessu fyrr og getum þá aflétt fyrr. Á sama tíma og við erum að reyna að ná meira ónæmi í samfélaginu með örvunarbólusetningu. En á endanum er þetta alltaf ákvörðun stjórnvalda hvaða leið verður farin.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Garðabær Veitingastaðir Tengdar fréttir Tvö hundruð greindust innanlands Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þriðja sólarhringinn í röð er met slegið þegar kemur að fjölda smitaðra hér á landi, en 167 greindust á mánudag og 178 í gær. 11. nóvember 2021 10:06 Lektor í líftölfræði varar við Garðabæ sem pestarbæli Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknasérfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, er ómyrk í máli á Twitter og segir Garðabæ sannkallað pestarbæli. 11. nóvember 2021 10:30 Telur ljóst að grípa þurfi til enn harðari aðgerða Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, gerir ráð fyrir að sóttvarnalæknir muni skila henni minnisblaði með tillögum um hertar innanlandsaðgerðir í dag eða á morgun. Býst hún við að hertar aðgerðir verði boðaðar á næstu dögum. 11. nóvember 2021 11:54 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Tvö hundruð greindust innanlands Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þriðja sólarhringinn í röð er met slegið þegar kemur að fjölda smitaðra hér á landi, en 167 greindust á mánudag og 178 í gær. 11. nóvember 2021 10:06
Lektor í líftölfræði varar við Garðabæ sem pestarbæli Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknasérfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, er ómyrk í máli á Twitter og segir Garðabæ sannkallað pestarbæli. 11. nóvember 2021 10:30
Telur ljóst að grípa þurfi til enn harðari aðgerða Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, gerir ráð fyrir að sóttvarnalæknir muni skila henni minnisblaði með tillögum um hertar innanlandsaðgerðir í dag eða á morgun. Býst hún við að hertar aðgerðir verði boðaðar á næstu dögum. 11. nóvember 2021 11:54