Dregur úr lestri karla og fjölgar í hópi þeirra sem lesa ekkert Atli Ísleifsson skrifar 16. nóvember 2021 08:08 Samkvæmt könnuninni hafa um 48 prósent landsmanna nýtt sér þjónustu bókasafna á síðastliðnum 12 mánuðum. Vísir/Vilhelm Ný lestrarkönnun leiðir í ljós að Íslendingar lesi að meðaltali 2,3 bækur á mánuði og hafa tveir þriðju hlutar þjóðarinnar gefið einhverjum bók á árinu. Tölurnar sýna að landsmenn hafa mikinn áhuga á bóklestri og lestur er almennt mikill. Hins vegar sé umhugsunarefni að sá hópur, sem les lítið sem ekkert, fari stækkandi. Þetta kemur fram í nýrri lestrarkönnun Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birt er í tilefni af degi íslenkrar tungu. Er þetta fimmta árið í röð sem slík könnun er gerð. Þar kemur fram að 68 prósent svarenda höfðu lesið eða hlustað á bók eða bækur á síðastliðnum 30 dögum. Konur lesi fleiri bækur en karlar, eða að jafnaði 3,1 bók og karlar 1,5 bók á mánuði. Dregið hefur úr lestri karla á milli ára á meðan lestur kvenna hefur staðið í stað. Konur lesi og hlusti meira en karlar á allar tegundir bóka, hvort sem um er að ræða hefðbundnar bækur, rafbækur eða hljóðbækur. „Meðalfjöldi lesinna bóka er því orðinn jafn mikill eða 2,3 bækur á mánuði og fyrir COVID-19 faraldurinn, en þá fór hann upp í 2,5. Marktækur munur var milli aldurshópa. 18-24 ára lásu mun færri bækur en þau sem eldri eru og hefur lestur dregist nokkuð mikið saman hjá þessum hópi samanborið við könnunina í fyrra en þá var ekki marktækur munur milli aldurshópa. 68 prósent þjóðarinnar hafa gefið einhverjum bók eða bækur á síðustu 12 mánuðum,“ segir í tilkynningu. Niðurstöður fyrir spurninguna „Hversu margar bækur hefur þú lesið eða hlustað á síðastliðna 30 daga?” Myndin sýnir hlutfall þeirra sem tóku afstöðu.Islit Ennfremur segir að hlustun á hljóðbækur sé jafn mikil í ár og á því síðasta en þá hafði hún aukist mikið milli ára. Þá lesi um 58 prósent landsmanna les einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli. „Aldurshópurinn 18 til 35 ára les marktækt oftar á öðru tungumáli en íslensku, en aðrir aldurshópar, meðan lesendur yfir 65 ára lesa marktækt oftar á íslensku en þau sem yngri eru. „Hversu oft eða sjaldan hefur hlustað á hljóðbækur á síðastliðnum 12 mánuðum? -.” Myndin sýnir hlutfall þeirra sem tóku afstöðu.Islit Yfir helmingur svarenda fær hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum, um 41% í umfjöllun í fjölmiðlum og um 31% í umfjöllun á samfélagsmiðlum. Um 48% landsmanna hafa nýtt sér þjónustu bókasafna á síðastliðnum 12 mánuðum. Um 25% höfðu nýtt sér þjónustu þeirra 6 sinnum eða oftar. Konur nýta sér þjónustu bókasafna oftar en karlar og þau sem eru með 2 eða fleiri börn á heimili oftar en aðrir.“ Íslenska á tækniöld Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri lestrarkönnun Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birt er í tilefni af degi íslenkrar tungu. Er þetta fimmta árið í röð sem slík könnun er gerð. Þar kemur fram að 68 prósent svarenda höfðu lesið eða hlustað á bók eða bækur á síðastliðnum 30 dögum. Konur lesi fleiri bækur en karlar, eða að jafnaði 3,1 bók og karlar 1,5 bók á mánuði. Dregið hefur úr lestri karla á milli ára á meðan lestur kvenna hefur staðið í stað. Konur lesi og hlusti meira en karlar á allar tegundir bóka, hvort sem um er að ræða hefðbundnar bækur, rafbækur eða hljóðbækur. „Meðalfjöldi lesinna bóka er því orðinn jafn mikill eða 2,3 bækur á mánuði og fyrir COVID-19 faraldurinn, en þá fór hann upp í 2,5. Marktækur munur var milli aldurshópa. 18-24 ára lásu mun færri bækur en þau sem eldri eru og hefur lestur dregist nokkuð mikið saman hjá þessum hópi samanborið við könnunina í fyrra en þá var ekki marktækur munur milli aldurshópa. 68 prósent þjóðarinnar hafa gefið einhverjum bók eða bækur á síðustu 12 mánuðum,“ segir í tilkynningu. Niðurstöður fyrir spurninguna „Hversu margar bækur hefur þú lesið eða hlustað á síðastliðna 30 daga?” Myndin sýnir hlutfall þeirra sem tóku afstöðu.Islit Ennfremur segir að hlustun á hljóðbækur sé jafn mikil í ár og á því síðasta en þá hafði hún aukist mikið milli ára. Þá lesi um 58 prósent landsmanna les einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli. „Aldurshópurinn 18 til 35 ára les marktækt oftar á öðru tungumáli en íslensku, en aðrir aldurshópar, meðan lesendur yfir 65 ára lesa marktækt oftar á íslensku en þau sem yngri eru. „Hversu oft eða sjaldan hefur hlustað á hljóðbækur á síðastliðnum 12 mánuðum? -.” Myndin sýnir hlutfall þeirra sem tóku afstöðu.Islit Yfir helmingur svarenda fær hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum, um 41% í umfjöllun í fjölmiðlum og um 31% í umfjöllun á samfélagsmiðlum. Um 48% landsmanna hafa nýtt sér þjónustu bókasafna á síðastliðnum 12 mánuðum. Um 25% höfðu nýtt sér þjónustu þeirra 6 sinnum eða oftar. Konur nýta sér þjónustu bókasafna oftar en karlar og þau sem eru með 2 eða fleiri börn á heimili oftar en aðrir.“
Íslenska á tækniöld Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira