Íslenskan er hafsjór Gréta María Grétarsdóttir skrifar 16. nóvember 2021 11:00 Tungumálið er eitt helsta persónueinkenni hverrar manneskju. Tengsl tungumálsins og hugsunar mannsins eru mikil og geta jafnvel talist órjúfanleg heild. Íslenskan er auðvitað ein helsta prýði íslenskrar menningar og höfuðatriði í þeim þáttum sem skilgreina okkur sem þjóð. Hún er einangrað mál sem hlutfallslega fáir tala og orðaforðinn ber þess ýmis merki að vegferðin hefur stundum verið önnur en nágranna í suðri. Hann telur vissulega færri orð en mörg útbreiddari tungumál en er fær um að teikna upp stórbrotnar myndir í hugum fólks á augabragði. Orð og orðtök segja söguna af því hvaðan við komum og því sem við höfum fengist við í gegn um aldirnar. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart að mörg orðtök í íslenskunni eiga rætur sínar að rekja til sjósóknar og hafsins, sem hefur verið uppspretta lífsviðurværis, ógnað öryggi okkar, einangrað okkur, en gert okkur kleift að sigla á fjarlægar slóðir að leita ævintýra. Ef tungumálið glatar dýpt sinni gerir það okkur erfiðara að tjá okkur. Hér búa sömuleiðis í dag tugþúsundir nýrra Íslendinga. Fyrir þeim er íslenskan framandi fyrirbæri, áskorun sem hver og einn tekst á við eftir bestu getu. En við eigum auðvitað að aðstoða fólk, gera tungumálið aðgengilegra og hjálpa fólki að kynnast því og sérkennum þess. Eftir því sem skilningur okkar á tungumálinu er betri, þess betur gengur okkur að tala saman. Orðtök þjóna þess vegna mikilvægu hlutverki, að útskýra eða setja í samhengi tilfinningar eða atburði í fáum orðum, þannig að margir skilji. Vegna þess hve samfélagið breytist hratt hættir okkur samt til að gleyma inntaki eða uppruna orðanna sem við notum og þannig týnast þau stundum eða fá óljósari merkingu. Ef við höfum sæmilega tilfinningu fyrir málinu þá rennum við ekki blint í sjóinn þegar við eigum í samskiptum. Ef við til dæmis viljum fara á fjörurnar við einhvern þurfum við að kunna að leggja út netin og vona að viðkomandi bíti á agnið, þeir fiska nefnilega sem róa. Ef svo eitthvað óvænt kemur upp úr kafinu er fátt annað að gera en að reyna að haga seglum eftir vindi, eða í versta falli láta viðkomandi sigla sinn sjó. Það rekur nefnilega margt á fjörur okkar í lífsins ólgusjó, sumt gott en annað slæmt og ein báran er sjaldnast stök. Þá þýðir ekki að leggja árar í bát, við sem höfum marga fjöruna sopið vitum að öldurnar lægir alltaf um síðir. Brim stendur þessa dagana fyrir átaki sem miðar að því að minna á haftengd orðtök í íslensku og merkinguna að baki þeim. Það er við hæfi að hrinda átakinu af stað á degi íslenskrar tungu. Vonandi hefur fólk gaman af en líka gagn. Íslenskan er nefnilega hafsjór. Góð þekking á henni eykur gagnkvæman skilning okkar og hjálpar okkur að eiga í samskiptum. Við þurfum að gæta vel að henni, svo við höfnum ekki á endanum sem fiskar á þurru landi. Höfundur er framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Tungumálið er eitt helsta persónueinkenni hverrar manneskju. Tengsl tungumálsins og hugsunar mannsins eru mikil og geta jafnvel talist órjúfanleg heild. Íslenskan er auðvitað ein helsta prýði íslenskrar menningar og höfuðatriði í þeim þáttum sem skilgreina okkur sem þjóð. Hún er einangrað mál sem hlutfallslega fáir tala og orðaforðinn ber þess ýmis merki að vegferðin hefur stundum verið önnur en nágranna í suðri. Hann telur vissulega færri orð en mörg útbreiddari tungumál en er fær um að teikna upp stórbrotnar myndir í hugum fólks á augabragði. Orð og orðtök segja söguna af því hvaðan við komum og því sem við höfum fengist við í gegn um aldirnar. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart að mörg orðtök í íslenskunni eiga rætur sínar að rekja til sjósóknar og hafsins, sem hefur verið uppspretta lífsviðurværis, ógnað öryggi okkar, einangrað okkur, en gert okkur kleift að sigla á fjarlægar slóðir að leita ævintýra. Ef tungumálið glatar dýpt sinni gerir það okkur erfiðara að tjá okkur. Hér búa sömuleiðis í dag tugþúsundir nýrra Íslendinga. Fyrir þeim er íslenskan framandi fyrirbæri, áskorun sem hver og einn tekst á við eftir bestu getu. En við eigum auðvitað að aðstoða fólk, gera tungumálið aðgengilegra og hjálpa fólki að kynnast því og sérkennum þess. Eftir því sem skilningur okkar á tungumálinu er betri, þess betur gengur okkur að tala saman. Orðtök þjóna þess vegna mikilvægu hlutverki, að útskýra eða setja í samhengi tilfinningar eða atburði í fáum orðum, þannig að margir skilji. Vegna þess hve samfélagið breytist hratt hættir okkur samt til að gleyma inntaki eða uppruna orðanna sem við notum og þannig týnast þau stundum eða fá óljósari merkingu. Ef við höfum sæmilega tilfinningu fyrir málinu þá rennum við ekki blint í sjóinn þegar við eigum í samskiptum. Ef við til dæmis viljum fara á fjörurnar við einhvern þurfum við að kunna að leggja út netin og vona að viðkomandi bíti á agnið, þeir fiska nefnilega sem róa. Ef svo eitthvað óvænt kemur upp úr kafinu er fátt annað að gera en að reyna að haga seglum eftir vindi, eða í versta falli láta viðkomandi sigla sinn sjó. Það rekur nefnilega margt á fjörur okkar í lífsins ólgusjó, sumt gott en annað slæmt og ein báran er sjaldnast stök. Þá þýðir ekki að leggja árar í bát, við sem höfum marga fjöruna sopið vitum að öldurnar lægir alltaf um síðir. Brim stendur þessa dagana fyrir átaki sem miðar að því að minna á haftengd orðtök í íslensku og merkinguna að baki þeim. Það er við hæfi að hrinda átakinu af stað á degi íslenskrar tungu. Vonandi hefur fólk gaman af en líka gagn. Íslenskan er nefnilega hafsjór. Góð þekking á henni eykur gagnkvæman skilning okkar og hjálpar okkur að eiga í samskiptum. Við þurfum að gæta vel að henni, svo við höfnum ekki á endanum sem fiskar á þurru landi. Höfundur er framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar