Tunglmyrkvi sjáanlegur á föstudag ef veður leyfir Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2021 11:51 Tunglmyrkvi sem sást yfir Reykjavík árið 2010. Vísir/Egill Íslendingar geta barið deildarmyrkva á tungli augum á föstudagsmorgun ef veðurguðirnir verða samvinnuþýðir. Eins og sakir standa benda verðurspár til þess að þeir verði með mótþróa. Deildarmyrkvinn hefst klukkan 7:19 og verður í hámarki klukkan 9:03, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Tunglið sest klukkan 10:20 áður en myrkvanum lýkur. Þegar myrkvinn stendur sem hæst verða 97% skífu tunglsins í skugga. Ólíkt sólmyrkva þarf engin hjálpartæki til að fylgjast með tunglmyrkvanum en ekki er verra að nota handsjónauka eða stjörnusjónauka til þess að bæta upplifunina enn frekar. Útlit er þó fyrir að veðrið setji strik í reikninginn. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að gert sé ráð fyrir slyddu eða rigningu með köflum á suðurhelmingi landsins en snjókomu norðanlands. Ekki væri þó fordæmalaust á Íslandi að veðurhorfur tækju breytingum eftir því sem nær dregur. Þegar myrkvinn verður í hámarki fær tunglið á sig rauðleitan blæ en litinn má rekja til sólarljóss sem berst í gegnum andrúmsloft jarðar. Á föstudagsmorgun verður tunglið lágt á lofti í vestri en nærri sjóndeildarhringnum í vestnorðvestri þegar hann er í hámarki. Þá verður byrjað að birta af degi. Myrkvinn er sagður óvenjulangur vegna þess að tunglið er nú nálægt því að vera eins langt frá jörðinni og það verður, í tæplega 405.000 kílómetra fjarlægð. Myrkvinn er raunar sá lengsti frá því á 15. öld og stendur hann yfir í rúmar sex klukkustundir. Síðast varð svo langur tunglmyrkvi í febrúar árið 1440. Næsti sambærilegi myrkvi verður 8. febrúar árið 2669. Tunglmyrkvar verða þegar tunglið gengur í gegnum skuggann sem jörðin varpar út í geim. Þeir sjást því aðeins á fullu tungli og frá allri næturhlið jarðar á sama tíma. Geimurinn Tunglið Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Deildarmyrkvinn hefst klukkan 7:19 og verður í hámarki klukkan 9:03, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Tunglið sest klukkan 10:20 áður en myrkvanum lýkur. Þegar myrkvinn stendur sem hæst verða 97% skífu tunglsins í skugga. Ólíkt sólmyrkva þarf engin hjálpartæki til að fylgjast með tunglmyrkvanum en ekki er verra að nota handsjónauka eða stjörnusjónauka til þess að bæta upplifunina enn frekar. Útlit er þó fyrir að veðrið setji strik í reikninginn. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að gert sé ráð fyrir slyddu eða rigningu með köflum á suðurhelmingi landsins en snjókomu norðanlands. Ekki væri þó fordæmalaust á Íslandi að veðurhorfur tækju breytingum eftir því sem nær dregur. Þegar myrkvinn verður í hámarki fær tunglið á sig rauðleitan blæ en litinn má rekja til sólarljóss sem berst í gegnum andrúmsloft jarðar. Á föstudagsmorgun verður tunglið lágt á lofti í vestri en nærri sjóndeildarhringnum í vestnorðvestri þegar hann er í hámarki. Þá verður byrjað að birta af degi. Myrkvinn er sagður óvenjulangur vegna þess að tunglið er nú nálægt því að vera eins langt frá jörðinni og það verður, í tæplega 405.000 kílómetra fjarlægð. Myrkvinn er raunar sá lengsti frá því á 15. öld og stendur hann yfir í rúmar sex klukkustundir. Síðast varð svo langur tunglmyrkvi í febrúar árið 1440. Næsti sambærilegi myrkvi verður 8. febrúar árið 2669. Tunglmyrkvar verða þegar tunglið gengur í gegnum skuggann sem jörðin varpar út í geim. Þeir sjást því aðeins á fullu tungli og frá allri næturhlið jarðar á sama tíma.
Geimurinn Tunglið Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira