Loksins hús…eða, er það ekki? Steinar Kaldal skrifar 17. nóvember 2021 11:00 „Innviðina fyrst, uppbygginguna svo“ (Dagur B. Eggertsson). „Ef engin börn eru eftir til að æfa, þá hættir íþróttadeildin“ (Pawel Bartoszek). Nokkurn veginn svona eru frasarnir sem meirihlutinn í Reykjavík notar um þéttingarstefnu sína í viðtölum þegar nokkrir mánuðir eru í sveitarstjórnarkosningar. Stefnu sem er rökrétt ef byggja á upp umhverfisvæna og lifandi borg. Þau sem koma að íþróttastarfi í Laugardalnum hafa hins vegar ekki orðið vör við þessa innviði. Hvort sem horft er til íþróttastarfs í skólum hverfisins eða íþróttafélaganna í hverfinu, Ármanns og Þróttar, þá er staðreyndin sú að það er ekkert fjölnota íþróttahús í Laugardalnum. Íþróttadeildirnar og börnin eru hins vegar til staðar. Ekki aðeins eru þau til staðar heldur, fer krökkunum ört fjölgandi á þessu stærsta uppbyggingarsvæði borgarinnar í dag, eins og Laugardalurinn er kynntur í nýútgefnu blaði borgarinnar um uppbyggingu innviða. Til að upplýsa Pawel, þá er það ekki innviðunum að þakka að yngri flokkar körfubolta- og knattspyrnudeilda þessara félaga í Laugardalnum eru þeir stærstu í Reykjavík, heldur frábæru yngriflokkastarfi félaganna, sem gerir það að verkum að börnin vilja æfa þrátt fyrir að aðstaðan sé hörmung. Borgarstjóri sagði á fundi með læknaráði á sínum tíma að pólitík snerist um lýðheilsu. Þessu má sjá stað í stefnu hans varðandi græn svæði í borginni og skipulagsstefnu borgarinnar almennt, sem er gott mál. Það er hins vegar fullt tilefni til að gagnrýna borgina fyrir stefnuleysi í lýðheilsumálum þegar kemur að íþróttaaðstöðunni sem nefnd er hér að ofan. Vonir standa þó til að borgin sé að vakna. Í frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 sem kynnt var nýverið kemur fram að á næsta ári eigi að leggja 100 milljónir króna í íþróttahús við gervigrasvöllinn í Laugardalnum. Tillöguteikning að íþróttahúsi í Laugardal. Unnin fyrir Þrótt af Tendra Arkitektur. Mikil ánægja ríkir meðal íbúa Laugardalsins að íþróttahúsið sé komið inn í fjárhagsáætlunina, en þeir spyrja sig jafnframt hvort það standi ekki alveg örugglega til að taka fyrstu skóflustunguna að íþróttahúsi í Laugardal fyrir kosningar og hefjast handa af krafti við framhaldið um leið og myndatökunni er lokið? Það væri gaman að fá það staðfest hjá Degi, Pawel og borgarstjórnarfulltrúum meirihlutans sem búa í Laugardalnum og hafa vonandi þrýst á að húsið verði byggt. E.s. Svo að umræðunni verði ekki sveigt í átt að þjóðarhöll: Þjóðarhöll er tímabær, en hún getur risið hvar sem er og kemur íbúum hverfisins ekki við. Fjölnotaíþróttahús fyrir skólana og íþróttastarf hverfisfélaganna gerir það hins vegar. Höfundur er íbúi í Laugardal og þjálfari hjá körfuknattleiksdeild Ármanns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Íþróttir barna Skipulag Borgarstjórn Þróttur Reykjavík Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
„Innviðina fyrst, uppbygginguna svo“ (Dagur B. Eggertsson). „Ef engin börn eru eftir til að æfa, þá hættir íþróttadeildin“ (Pawel Bartoszek). Nokkurn veginn svona eru frasarnir sem meirihlutinn í Reykjavík notar um þéttingarstefnu sína í viðtölum þegar nokkrir mánuðir eru í sveitarstjórnarkosningar. Stefnu sem er rökrétt ef byggja á upp umhverfisvæna og lifandi borg. Þau sem koma að íþróttastarfi í Laugardalnum hafa hins vegar ekki orðið vör við þessa innviði. Hvort sem horft er til íþróttastarfs í skólum hverfisins eða íþróttafélaganna í hverfinu, Ármanns og Þróttar, þá er staðreyndin sú að það er ekkert fjölnota íþróttahús í Laugardalnum. Íþróttadeildirnar og börnin eru hins vegar til staðar. Ekki aðeins eru þau til staðar heldur, fer krökkunum ört fjölgandi á þessu stærsta uppbyggingarsvæði borgarinnar í dag, eins og Laugardalurinn er kynntur í nýútgefnu blaði borgarinnar um uppbyggingu innviða. Til að upplýsa Pawel, þá er það ekki innviðunum að þakka að yngri flokkar körfubolta- og knattspyrnudeilda þessara félaga í Laugardalnum eru þeir stærstu í Reykjavík, heldur frábæru yngriflokkastarfi félaganna, sem gerir það að verkum að börnin vilja æfa þrátt fyrir að aðstaðan sé hörmung. Borgarstjóri sagði á fundi með læknaráði á sínum tíma að pólitík snerist um lýðheilsu. Þessu má sjá stað í stefnu hans varðandi græn svæði í borginni og skipulagsstefnu borgarinnar almennt, sem er gott mál. Það er hins vegar fullt tilefni til að gagnrýna borgina fyrir stefnuleysi í lýðheilsumálum þegar kemur að íþróttaaðstöðunni sem nefnd er hér að ofan. Vonir standa þó til að borgin sé að vakna. Í frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 sem kynnt var nýverið kemur fram að á næsta ári eigi að leggja 100 milljónir króna í íþróttahús við gervigrasvöllinn í Laugardalnum. Tillöguteikning að íþróttahúsi í Laugardal. Unnin fyrir Þrótt af Tendra Arkitektur. Mikil ánægja ríkir meðal íbúa Laugardalsins að íþróttahúsið sé komið inn í fjárhagsáætlunina, en þeir spyrja sig jafnframt hvort það standi ekki alveg örugglega til að taka fyrstu skóflustunguna að íþróttahúsi í Laugardal fyrir kosningar og hefjast handa af krafti við framhaldið um leið og myndatökunni er lokið? Það væri gaman að fá það staðfest hjá Degi, Pawel og borgarstjórnarfulltrúum meirihlutans sem búa í Laugardalnum og hafa vonandi þrýst á að húsið verði byggt. E.s. Svo að umræðunni verði ekki sveigt í átt að þjóðarhöll: Þjóðarhöll er tímabær, en hún getur risið hvar sem er og kemur íbúum hverfisins ekki við. Fjölnotaíþróttahús fyrir skólana og íþróttastarf hverfisfélaganna gerir það hins vegar. Höfundur er íbúi í Laugardal og þjálfari hjá körfuknattleiksdeild Ármanns.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar