Derby County er svo gott sem fallið niður í C-deild eftir að alls 21 stig hefur verið dregið af liðinu vegna brota á fjárhagsreglum ensku deildarkeppninnar. Í reglunum segir að mega félög mest tapa 39 milljónum punda yfir þrjú tímabil.
Í dag var staðfest að sex stig hafa verið dregin af Reading vegna sömu brota. Félagið fellur þar með niður um þrjú sæti og situr nú í 19. sæti með 16 stig.
BREAKING: Sky Bet Championship side Reading have been deducted six points - with a further six suspended until the end of next season - after admitting to breaches of the EFL's profitability and sustainability rules.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 17, 2021
Í sumar var Reading sett í kaupbann og hefur aðeins mátt versla leikmenn á frjálsri sölu eða fá þá á láni. Danny Drinkwater og Baba Rahman komu á láni frá Chelsea í sumar. Scott Dann, Junior Hoilett og Alen Halilovic komu þá á frjálsri sölu líkt og Andy Carroll gerði einnig á dögunum.
Reading er nú níu stigum frá Huddersfield Town sem situr í 8. sæti Championship-deildarinnar. Deildin er einkar jöfn í ár og stefnir í hörku baráttu um hvaða þrjú lið vinna sér inn sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.