Af hverju er þetta ekki í lagi? Sandra B. Franks skrifar 18. nóvember 2021 09:00 Allir íbúar þessa lands njóta góðs af öflugri bráðamóttöku Landspítalans. Að sama skapi bitnar það á okkur öllum þegar ríkir neyðarástand á bráðamóttökunni. Nú hefur hver starfsstéttin á fætur annarri lýst ástandinu fyrir þjóðinni og stjórnvöldum sem skelfilegu. Þegar öryggi sjúklinga og velferð þeirra er stefnt í hættu verða stjórnvöld að hlusta. Sjúkraliðar, læknar, hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk er sammála að ástandið á bráðamóttöku er óboðlegt. Bráðamóttakan kostar 0,5%! Árlegur rekstarkostnaður bráðamóttökunnar er um 5 milljarða kr. Það er minna en 0,5% af árlegum útgjöldum ríkisins. Getum við ekki verið sammála um að tíunda ríkasta þjóð í heimi ætti að geta rekið bráðamóttöku svo sómi sé að? Getum við ekki byrjað á þeirri einingu sem tekur á móti fólki í bráðri hættu? Allur almenningur á Íslandi vill það og hafa allir stjórnmálaflokkar landsins talað fyrir slíkum aðgerðum. Fyrst og fremst vantar meira fjármagn til að tryggja nauðsynlega mönnun og flæði innan spítalans. Um helmingur útskrifaðra sjúkraliða starfa við fagið og um fjórðungur nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga hverfa til annarra betur launaðra starfa innan fimm ára. Þessi staðreynd er óhagkvæm fyrir samfélagið sem hefur í gegnum árin viðhaldið aðgreiningu kynjanna á vinnumarkaði og stutt þannig við kynbundinn launamun. Viðvarandi vanmat á vinnuframlagi þar sem konur eru í meirihluta ýtir undir flótta þeirra úr störfum. Nú er lag að laga Um daginn skrifaði yfirlæknir á skurðsviði Landspítalans eftirfarandi: „Lausnin á bráðavanda Landspítala felst nefnilega aðallega í umtalsvert bættum launakjörum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, sérstaklega á gjörgæsludeildum og bráðamóttöku. Þannig verður unnt að fá aftur til starfa fullmenntað starfsfólk sem leitað hefur í önnur störf utan spítalans“. Hægt er að taka undir þessi orð. Og nú er tækifæri til að bregðast við þessum vanda því ekki er enn búið að leggja fram fjárlagafrumvarp næsta árs. Þegar öllu er á botninn hvolft þá ber að bregðast við þegar sjúklingar fá ekki þá faglegu aðstoð sem þeim ber samkvæmt lögum. Þegar sjúklingum er stefnt í hættu á bráðamóttöku Landspítalans ríkir neyðarástand. Lögum þetta, í þágu okkar allra. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sandra B. Franks Landspítalinn Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Allir íbúar þessa lands njóta góðs af öflugri bráðamóttöku Landspítalans. Að sama skapi bitnar það á okkur öllum þegar ríkir neyðarástand á bráðamóttökunni. Nú hefur hver starfsstéttin á fætur annarri lýst ástandinu fyrir þjóðinni og stjórnvöldum sem skelfilegu. Þegar öryggi sjúklinga og velferð þeirra er stefnt í hættu verða stjórnvöld að hlusta. Sjúkraliðar, læknar, hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk er sammála að ástandið á bráðamóttöku er óboðlegt. Bráðamóttakan kostar 0,5%! Árlegur rekstarkostnaður bráðamóttökunnar er um 5 milljarða kr. Það er minna en 0,5% af árlegum útgjöldum ríkisins. Getum við ekki verið sammála um að tíunda ríkasta þjóð í heimi ætti að geta rekið bráðamóttöku svo sómi sé að? Getum við ekki byrjað á þeirri einingu sem tekur á móti fólki í bráðri hættu? Allur almenningur á Íslandi vill það og hafa allir stjórnmálaflokkar landsins talað fyrir slíkum aðgerðum. Fyrst og fremst vantar meira fjármagn til að tryggja nauðsynlega mönnun og flæði innan spítalans. Um helmingur útskrifaðra sjúkraliða starfa við fagið og um fjórðungur nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga hverfa til annarra betur launaðra starfa innan fimm ára. Þessi staðreynd er óhagkvæm fyrir samfélagið sem hefur í gegnum árin viðhaldið aðgreiningu kynjanna á vinnumarkaði og stutt þannig við kynbundinn launamun. Viðvarandi vanmat á vinnuframlagi þar sem konur eru í meirihluta ýtir undir flótta þeirra úr störfum. Nú er lag að laga Um daginn skrifaði yfirlæknir á skurðsviði Landspítalans eftirfarandi: „Lausnin á bráðavanda Landspítala felst nefnilega aðallega í umtalsvert bættum launakjörum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, sérstaklega á gjörgæsludeildum og bráðamóttöku. Þannig verður unnt að fá aftur til starfa fullmenntað starfsfólk sem leitað hefur í önnur störf utan spítalans“. Hægt er að taka undir þessi orð. Og nú er tækifæri til að bregðast við þessum vanda því ekki er enn búið að leggja fram fjárlagafrumvarp næsta árs. Þegar öllu er á botninn hvolft þá ber að bregðast við þegar sjúklingar fá ekki þá faglegu aðstoð sem þeim ber samkvæmt lögum. Þegar sjúklingum er stefnt í hættu á bráðamóttöku Landspítalans ríkir neyðarástand. Lögum þetta, í þágu okkar allra. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar