Martin aftur með íslenska landsliðinu eftir meira en tveggja ára fjarveru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2021 08:45 Martin Hermannsson í leik með íslenska landsliðinu en hann klæddist íslenska landsliðsbúningnum í ágúst 2019. Vísir/Bára Íslenska körfuboltalandsliðið hefur endurheimt sinn besta leikmann. Martin Hermannsson er í landsliðshópnum sem hefur leik í undankeppni heimsmeistaramótsins í körfubolta, FIBA World Cup 2023, í næstu viku. Íslenska landsliðið á tvo leiki í þessum glugga sem fara fram dagana 26. nóvember og 29. nóvember. Fyrst heldur liðið til Amsterdam og leikur gegn Hollandi 26. nóvember. Báðir leikirnir fara fram á útivelli að þessu sinni en eins og komið hefur fram að undanförnu þurfti að skipta um heimaleik og útileik gegn Rússlandi vegna aðstöðuleysis á Íslandi. Ekkert hús stenst grunn keppniskröfur FIBA eins er en Laugardalshöllin, sem er á undanþágu, er ónothæf eins og er. Liðið heldur því frá Hollandi yfir til St. Pétursborgar þar sem liðið leikur gegn Rússlandi 29. nóvember. Með liðunum þrem er einnig lið Ítalíu í sama riðli en næsti leikgluggi karla verður í febrúar 2022 og á Ísland þá tvo leiki gegn Ítalíu. Eins og staðan er í dag stefnir allt í að báðir þeir leikir þurfa að fara fram á Ítalíu. Craig Pedersen, þjálfari íslensla liðsins og aðstoðarþjálfarar hans, hafa valið tólf manna hópinn sem skipar landslið okkar í glugganum sem framundan er. Undirbúa þurfti fyrir nokkru átján manna leikmannahóp áður en kom að endanlegu vali hópsins vegna ferðalagsins til Rússlands og upp á að fá vegabréfsáritanir fyrir alla sem að íslenska hópnum koma. Martin Hermannsson hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu síðan 21. ágúst 2019 eða í meira en tvö ár. Hann hefur ekki fengið leyfi frá liði sínu, Valencia, að taka þátt í verkefnum landsliðsins. Martin samdi hins vegar um að það að fá að vera með í þessum nóvemberleikjum sem eru mikil gleðitíðindi fyrir Ísland enda besti körfuboltamaður Íslands í dag. Gunnar Ólafsson, Stjörnunni, Hjálmar Stefánsson, Val og Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn, voru í leikmannahópnum í upphafi. Þá eru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík, og Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóli, einnig báðir meiddir og verða frá þátttöku í þessum glugga. Haukur Helgi Briem Pálsson, Njarðvík, er ennþá að ná sér að fullu og ekki orðinn leikfær. Íslenska liðið heldur út mánudaginn 22. nóvember til Hollands og verður við æfingar úti fram að fyrsta leik. Landslið Íslands er þannig skipað fyrir nóvember 2021: Elvar Már Friðriksson · Antwerp Giants, Belgíu (56) Hilmar Smári Henningsson · Stjarnan (7) Jón Axel Guðmundsson · Bologna, Ítalía (13) Kári Jónsson · Valur (22) Kristinn Pálsson · Grindavík (23) Kristófer Acox · Valur (44) Martin Hermannsson · Valencia Basket, Spánn (69) Ólafur Ólafsson · Grindavík (46) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Stjarnan (55) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (47) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR (14) Ægir Þór Steinarsson · Gipuzkoa Basket, Spánn (64) - Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing Sóttvarnarfulltrúi: Jón Bender Fararstjórn og fulltrúar KKÍ: Kristinn Geir Pálsson og Hannes S. Jónsson Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sjá meira
Íslenska landsliðið á tvo leiki í þessum glugga sem fara fram dagana 26. nóvember og 29. nóvember. Fyrst heldur liðið til Amsterdam og leikur gegn Hollandi 26. nóvember. Báðir leikirnir fara fram á útivelli að þessu sinni en eins og komið hefur fram að undanförnu þurfti að skipta um heimaleik og útileik gegn Rússlandi vegna aðstöðuleysis á Íslandi. Ekkert hús stenst grunn keppniskröfur FIBA eins er en Laugardalshöllin, sem er á undanþágu, er ónothæf eins og er. Liðið heldur því frá Hollandi yfir til St. Pétursborgar þar sem liðið leikur gegn Rússlandi 29. nóvember. Með liðunum þrem er einnig lið Ítalíu í sama riðli en næsti leikgluggi karla verður í febrúar 2022 og á Ísland þá tvo leiki gegn Ítalíu. Eins og staðan er í dag stefnir allt í að báðir þeir leikir þurfa að fara fram á Ítalíu. Craig Pedersen, þjálfari íslensla liðsins og aðstoðarþjálfarar hans, hafa valið tólf manna hópinn sem skipar landslið okkar í glugganum sem framundan er. Undirbúa þurfti fyrir nokkru átján manna leikmannahóp áður en kom að endanlegu vali hópsins vegna ferðalagsins til Rússlands og upp á að fá vegabréfsáritanir fyrir alla sem að íslenska hópnum koma. Martin Hermannsson hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu síðan 21. ágúst 2019 eða í meira en tvö ár. Hann hefur ekki fengið leyfi frá liði sínu, Valencia, að taka þátt í verkefnum landsliðsins. Martin samdi hins vegar um að það að fá að vera með í þessum nóvemberleikjum sem eru mikil gleðitíðindi fyrir Ísland enda besti körfuboltamaður Íslands í dag. Gunnar Ólafsson, Stjörnunni, Hjálmar Stefánsson, Val og Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn, voru í leikmannahópnum í upphafi. Þá eru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík, og Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóli, einnig báðir meiddir og verða frá þátttöku í þessum glugga. Haukur Helgi Briem Pálsson, Njarðvík, er ennþá að ná sér að fullu og ekki orðinn leikfær. Íslenska liðið heldur út mánudaginn 22. nóvember til Hollands og verður við æfingar úti fram að fyrsta leik. Landslið Íslands er þannig skipað fyrir nóvember 2021: Elvar Már Friðriksson · Antwerp Giants, Belgíu (56) Hilmar Smári Henningsson · Stjarnan (7) Jón Axel Guðmundsson · Bologna, Ítalía (13) Kári Jónsson · Valur (22) Kristinn Pálsson · Grindavík (23) Kristófer Acox · Valur (44) Martin Hermannsson · Valencia Basket, Spánn (69) Ólafur Ólafsson · Grindavík (46) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Stjarnan (55) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (47) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR (14) Ægir Þór Steinarsson · Gipuzkoa Basket, Spánn (64) - Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing Sóttvarnarfulltrúi: Jón Bender Fararstjórn og fulltrúar KKÍ: Kristinn Geir Pálsson og Hannes S. Jónsson
Landslið Íslands er þannig skipað fyrir nóvember 2021: Elvar Már Friðriksson · Antwerp Giants, Belgíu (56) Hilmar Smári Henningsson · Stjarnan (7) Jón Axel Guðmundsson · Bologna, Ítalía (13) Kári Jónsson · Valur (22) Kristinn Pálsson · Grindavík (23) Kristófer Acox · Valur (44) Martin Hermannsson · Valencia Basket, Spánn (69) Ólafur Ólafsson · Grindavík (46) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Stjarnan (55) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (47) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR (14) Ægir Þór Steinarsson · Gipuzkoa Basket, Spánn (64) - Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing Sóttvarnarfulltrúi: Jón Bender Fararstjórn og fulltrúar KKÍ: Kristinn Geir Pálsson og Hannes S. Jónsson
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sjá meira