Þetta staðfestir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í skriflegu svari til fréttastofu.
Angjelin var dæmdur fyrir að ráða Armando Beqirai bana á heimili hans í Rauðagerði í febrúar.
Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi, sem ákærð voru fyrir hlutdeild í morðinu, voru sýknuð í héraði.
Friðrik Smári Björgvinsson saksóknari sagði eftir dóminn að niðurstaðan í tilfelli Angjelin væri í takti við kröfur ákæruvaldsins. Ákæruvaldið hafði krafist sextán til tuttugu ára fangelsisdóms.
Angjelin hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því skömmu eftir að málið kom upp.