Hvað er barnaheill í Covid-faraldri? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 19. nóvember 2021 07:30 Á Íslandi gilda um þessar mundir mun meira íþyngjandi reglur um sóttkví og smitgát barna heldur en í nágrannalöndum okkar og þeim löndum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Þannig eru börn að jafnaði ekki sett í sóttkví vegna skólasmita í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Víða er hins vegar notast við prófanir (hraðpróf og heimapróf) til þess að fylgjast með þeim börnum sem hafa verið útsett fyrir smiti og einkum ef þau sýna einkenni sem bent geta til sýkingar. Hér er staðan allt önnur eins og umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga ber með sér. Þrátt fyrir að við séum ein mest bólusetta þjóð heims og að óumdeilt sé að börnum stafi í það minnsta ekki meiri hætta af Covid en af ýmsum öðrum sýkingum, hafa þau á annað ár sætt ítrekuðum takmörkunum, röskunum á skólagöngu og íþrótta- og tómstundastarfi og einangrun frá vinum og vandamönnum. Fjölmörg dæmi eru um að íslensk börn hafi þurft að sæta endurtekinni sóttkví til langs tíma. Þetta er mikið inngrip í daglegt líf - raunveruleg frelsisskerðing sem líkist í raun einhvers konar útgáfu af stofufangelsi. Sóttkví hefur áhrif á líf barnanna sjálfra og foreldra og forráðamanna. Óttinn við sóttkví er sums staðar orðinn mikill hjá börnum að foreldrar verða áskynja verulegs kvíða og uppnáms í tengslum við umræðu um skólasmit. Þá fylgir auðvitað þessum harkalegu ráðstöfunum sú ósagða ályktun, sem börnin fara ekki varhluta af, að börnin séu á einhvern hátt hættuleg umhverfi sínu; þau séu smitberar og geti valdið sínum nánustu vinum og fjölskyldu skaða. Eflaust verður hægt að rannsaka það af yfirvegun síðar, en það hlýtur að vera óhætt að fullyrða nú þegar að kvíði og ótti barna í tengslum við faraldurinn muni valda mörgum þeirra langvarandi skaða. Þá er sú kyrrseta og einvera sem börn í einangrun sæta einnig líkleg til þess að draga úr líkamlegri hreysti þeirra. Þau hafa eytt fjölmörgum dögum og hluta úr degi heima þar sem þau reyna að láta lítið fyrir sér fara til að trufla ekki heimavinnu mömmu og pabba sem auðvitað fylgja með í sóttkví. Börn hafa misst úr skólamáltíðir á þessum tíma og þannig orðið af næringarríkustu máltíð dagsins vegna bágra aðstæðna. Og alltof mörg börn hafa verið einangruð í skaðlegum aðstæðum heima fyrir og munu aldrei bíða þess bætur. Þegar ákvarðanir eru teknar sem varða málefni barna á samkvæmt lögum það sem er barni fyrir bestu alltaf að hafa forgang. Börn eiga skýlausan lagalegan rétt til náms og til þess að njóta réttinda í samræmi við aldur og þroska. Þau eiga rétt á því að vera vernduð og að þeim sé sýnd virðing og umhyggja. Það er skylda okkar sem samfélags að vernda börnin okkar fyrir því sem ógnar lífi þeirra og heilsu. Þar er Covid ekki ofarlega á lista en andlegur heimsfaraldur þeim mun ofar. Ég tek undir orð sóttvarnalæknis um að það sé samfélagsleg ábyrgð okkar að vernda þá sem eru viðkvæmari, og undirstrika þar að börn eru sannarlega viðkvæmur hópur. Þegar upp verður staðið mun mesti skaðinn af Covid fyrir börn verða vegna þeirra umfangsmiklu aðgerða sem þau hafa þurft að sæta til að komast hjá því að smitast af veiru sem gerir þeim sáralítinn skaða. Þessi skaði er eflaust orðinn óafturkræfur í mörgum tilvikum. Framan af faraldrinum gátum við Íslendingar verið þakklát fyrir það leiðarljós sóttvarnalæknis að halda skólastarfi sem minnst skertu. Þar komu auðvitað einnig til sjónarmið um mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsmenn gætu sótt vinnu sína, en umhyggjan fyrir börnunum sjálfum hlýtur að hafa verið það sem mestu réði. Nú hefur umræða um heill barnanna sem betur fer náð undirtökum víða í kringum okkur og lönd sem áður lokuðu skólastarfi hafa skóla opna, beita börn ekki sóttkví. Siðferðislegt mat á því hversu langt er rétt að ganga á mikilvæg réttindi barna þarf að eiga sér stað. Áframhaldandi offors í kringum sóttkví barna getur ekki komið til álita. Það liggur því mikið við að við hugsum gildandi skerðingar út frá hagsmunum barna líkt og nágrannaþjóðir okkar hafa þegar gert; hugsum um barna-heill. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Á Íslandi gilda um þessar mundir mun meira íþyngjandi reglur um sóttkví og smitgát barna heldur en í nágrannalöndum okkar og þeim löndum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Þannig eru börn að jafnaði ekki sett í sóttkví vegna skólasmita í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Víða er hins vegar notast við prófanir (hraðpróf og heimapróf) til þess að fylgjast með þeim börnum sem hafa verið útsett fyrir smiti og einkum ef þau sýna einkenni sem bent geta til sýkingar. Hér er staðan allt önnur eins og umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga ber með sér. Þrátt fyrir að við séum ein mest bólusetta þjóð heims og að óumdeilt sé að börnum stafi í það minnsta ekki meiri hætta af Covid en af ýmsum öðrum sýkingum, hafa þau á annað ár sætt ítrekuðum takmörkunum, röskunum á skólagöngu og íþrótta- og tómstundastarfi og einangrun frá vinum og vandamönnum. Fjölmörg dæmi eru um að íslensk börn hafi þurft að sæta endurtekinni sóttkví til langs tíma. Þetta er mikið inngrip í daglegt líf - raunveruleg frelsisskerðing sem líkist í raun einhvers konar útgáfu af stofufangelsi. Sóttkví hefur áhrif á líf barnanna sjálfra og foreldra og forráðamanna. Óttinn við sóttkví er sums staðar orðinn mikill hjá börnum að foreldrar verða áskynja verulegs kvíða og uppnáms í tengslum við umræðu um skólasmit. Þá fylgir auðvitað þessum harkalegu ráðstöfunum sú ósagða ályktun, sem börnin fara ekki varhluta af, að börnin séu á einhvern hátt hættuleg umhverfi sínu; þau séu smitberar og geti valdið sínum nánustu vinum og fjölskyldu skaða. Eflaust verður hægt að rannsaka það af yfirvegun síðar, en það hlýtur að vera óhætt að fullyrða nú þegar að kvíði og ótti barna í tengslum við faraldurinn muni valda mörgum þeirra langvarandi skaða. Þá er sú kyrrseta og einvera sem börn í einangrun sæta einnig líkleg til þess að draga úr líkamlegri hreysti þeirra. Þau hafa eytt fjölmörgum dögum og hluta úr degi heima þar sem þau reyna að láta lítið fyrir sér fara til að trufla ekki heimavinnu mömmu og pabba sem auðvitað fylgja með í sóttkví. Börn hafa misst úr skólamáltíðir á þessum tíma og þannig orðið af næringarríkustu máltíð dagsins vegna bágra aðstæðna. Og alltof mörg börn hafa verið einangruð í skaðlegum aðstæðum heima fyrir og munu aldrei bíða þess bætur. Þegar ákvarðanir eru teknar sem varða málefni barna á samkvæmt lögum það sem er barni fyrir bestu alltaf að hafa forgang. Börn eiga skýlausan lagalegan rétt til náms og til þess að njóta réttinda í samræmi við aldur og þroska. Þau eiga rétt á því að vera vernduð og að þeim sé sýnd virðing og umhyggja. Það er skylda okkar sem samfélags að vernda börnin okkar fyrir því sem ógnar lífi þeirra og heilsu. Þar er Covid ekki ofarlega á lista en andlegur heimsfaraldur þeim mun ofar. Ég tek undir orð sóttvarnalæknis um að það sé samfélagsleg ábyrgð okkar að vernda þá sem eru viðkvæmari, og undirstrika þar að börn eru sannarlega viðkvæmur hópur. Þegar upp verður staðið mun mesti skaðinn af Covid fyrir börn verða vegna þeirra umfangsmiklu aðgerða sem þau hafa þurft að sæta til að komast hjá því að smitast af veiru sem gerir þeim sáralítinn skaða. Þessi skaði er eflaust orðinn óafturkræfur í mörgum tilvikum. Framan af faraldrinum gátum við Íslendingar verið þakklát fyrir það leiðarljós sóttvarnalæknis að halda skólastarfi sem minnst skertu. Þar komu auðvitað einnig til sjónarmið um mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsmenn gætu sótt vinnu sína, en umhyggjan fyrir börnunum sjálfum hlýtur að hafa verið það sem mestu réði. Nú hefur umræða um heill barnanna sem betur fer náð undirtökum víða í kringum okkur og lönd sem áður lokuðu skólastarfi hafa skóla opna, beita börn ekki sóttkví. Siðferðislegt mat á því hversu langt er rétt að ganga á mikilvæg réttindi barna þarf að eiga sér stað. Áframhaldandi offors í kringum sóttkví barna getur ekki komið til álita. Það liggur því mikið við að við hugsum gildandi skerðingar út frá hagsmunum barna líkt og nágrannaþjóðir okkar hafa þegar gert; hugsum um barna-heill. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun