Erlent

Kominn tími til að ræða skyldu­bólu­setningar af al­vöru

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Dr. Klu­ge er á­hyggju­fullur yfir stöðu far­aldursins í Evrópu.
Dr. Klu­ge er á­hyggju­fullur yfir stöðu far­aldursins í Evrópu. getty/Christian Charisius

Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin hefur gríðar­legar á­hyggjur af mikilli upp­sveiflu far­aldursins í Evrópu síðustu vikurnar. Svæðis­stjóri stofnunarinnar varar við því að 500 þúsund manns geti látist vegna veirunnar í Evrópu fyrir fyrsta árs­fjórðung næsta árs og segir tíma til kominn að taka umræðuna um skyldubólusetningar út frá lagalegu og samfélagslegu samhengi.

„Co­vid-19 er enn og aftur orðin helsta dánar­or­sökin í álfunni okkar,“ segir Dr. Klu­ge, svæðis­stjóri yfir Evrópu hjá WHO, í sam­tali við Breska ríkis­út­varpið.

Að hans sögn myndi víð­tækari grímunotkun strax hjálpa mikið til.

Skyldubólusetningar verði lokaúrræði

Síðustu daga og vikur hafa tölur yfir ný­smitaða náð há­marki í fjölda landa, til dæmis á Ís­landi.

Línuritið sýnir uppgang faraldursins í nokkrum Evrópuríkjum miðað við hverja milljón íbúa. Bylgjan er langstærst í Austurríki, svo Hollandi, Danmörku, á Bretlandi, í Þýskalandi, Póllandi, á Íslandi, þá Frakklandi og loks á Spáni.Our World in Numbers

Klu­ge nefndi þrjá þætti sem skýra þessa miklu út­breiðslu far­aldursins síðustu vikur; vetrar­tímann, hátt hlut­fall óbólu­settra í ýmsum löndum og þá stað­reynd að hér væri delta-af­brigði veirunnar ríkjandi.

Hann hvetur til þess að Evrópu­ríkin setji meira púður í bólu­setningar þó hann vilji að bólu­setningar­skylda verði síðasta úr­ræði sem ríkin grípi til. Það væri þó kominn tími til að ræða þann möguleika af alvöru.

Austur­ríkis­menn fóru þá leið að gera bólu­setningu fyrir Co­vid-19 að laga­legri skyldu en sú á­kvörðun hefur vakið hörð við­brögð margra og orðið kveikja fjöl­mennra mót­mæla víða um landið. Stærstu mót­mælin voru í höfuð­borginni Vín í dag en þau sóttu tugir þúsunda.


Tengdar fréttir

Lögregla skaut á Covid-mótmælendur

Mótmælendur í hollensku borginni Rotterdam særðust þegar lögregla skaut á þá. Mótmælin í borginni, sem voru til komin vegna fyrirætlana stjórnvalda um að gera atvinnurekendum kleift að meina óbólusettum aðgang að ákveðnum svæðum, breyttust í óeirðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×