Skemmdarverk í Krónunni á Selfossi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2021 12:42 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Verslunarstjóri Krónunnar á Selfossi tilkynnti að verslunin hyggist hætta að gefa vörur vegna skemmdarverka. Verslunin hafði gefið vörur sem komnar höfðu verið fram yfir „best fyrirׅ“ dagsetninguna. Verslunarstjórinn birtir tilkynninguna í Facebook-hópnum „Íbúar á Selfossi,“ en þar segir hann að matvörur, og annað sem komið hafi verið fram yfir söludag, hafi ítrekað verið notað til skemmdarverka í húsinu. Hann nefnir tannkrem sem dæmi, en því var klínt á veggi og glugga í húsi Krónunnar. Þá var hnetum var dreift yfir rúllustiga og glerkrukkum með matvælum var grýtt í veggi bílakjallarans. Matthías Ingi segir í samtali við fréttastofu að málið sé auðvitað leiðinlegt og telur líklegt að börn hafi verið að verki. Hann birti færsluna í von um að foreldrar ræði við börnin sín, en tekur þó fram að hann vilji ekki ásaka börn sérstaklega. Þetta hafi auðvitað geta verið hver sem er. Aðalástæðan fyrir birtingunni hafi verið að vekja athygli á málinu. „Þetta er alveg ömurlegt“ „Þetta er alveg ömurlegt. Tannkremið sá maður út um allar koppagrundir hér innanbæjar, í klessu á gangstéttum. Alveg ótrúlegt hversu mikið er til af þessum svörtu sauðum. Veitir ekki af að fræða krakkagríslingana betur því sjaldan er góð vísa of oft kveðin,“ skrifar einn meðlimur hópsins undir færslu verslunarstjórans. Matthías Ingi segir að til standi að gefa matvælin - eða vörurnar - til hjálparsamtaka á næstunni, og áréttar að þetta sé ekkert stórmál. Magnið hafi ekki verið mikið og matvörurnar fara til hjálparstofnana til að byrja með. „Ég vona það að þetta sé eitthvað tímabundið sem er í gangi núna. Það hafa reglulega verið veggjakrot og svona sem hafa komið upp, en þetta er leiðinlegt mál þegar maður er að reyna að nýta nothæfar matvörur og þær eru notaðar í þessum tilgangi. Þessu verður ekki hent, við finnum bara aðrar leiðir,“ segir Matthías. Árborg Verslun Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Verslunarstjórinn birtir tilkynninguna í Facebook-hópnum „Íbúar á Selfossi,“ en þar segir hann að matvörur, og annað sem komið hafi verið fram yfir söludag, hafi ítrekað verið notað til skemmdarverka í húsinu. Hann nefnir tannkrem sem dæmi, en því var klínt á veggi og glugga í húsi Krónunnar. Þá var hnetum var dreift yfir rúllustiga og glerkrukkum með matvælum var grýtt í veggi bílakjallarans. Matthías Ingi segir í samtali við fréttastofu að málið sé auðvitað leiðinlegt og telur líklegt að börn hafi verið að verki. Hann birti færsluna í von um að foreldrar ræði við börnin sín, en tekur þó fram að hann vilji ekki ásaka börn sérstaklega. Þetta hafi auðvitað geta verið hver sem er. Aðalástæðan fyrir birtingunni hafi verið að vekja athygli á málinu. „Þetta er alveg ömurlegt“ „Þetta er alveg ömurlegt. Tannkremið sá maður út um allar koppagrundir hér innanbæjar, í klessu á gangstéttum. Alveg ótrúlegt hversu mikið er til af þessum svörtu sauðum. Veitir ekki af að fræða krakkagríslingana betur því sjaldan er góð vísa of oft kveðin,“ skrifar einn meðlimur hópsins undir færslu verslunarstjórans. Matthías Ingi segir að til standi að gefa matvælin - eða vörurnar - til hjálparsamtaka á næstunni, og áréttar að þetta sé ekkert stórmál. Magnið hafi ekki verið mikið og matvörurnar fara til hjálparstofnana til að byrja með. „Ég vona það að þetta sé eitthvað tímabundið sem er í gangi núna. Það hafa reglulega verið veggjakrot og svona sem hafa komið upp, en þetta er leiðinlegt mál þegar maður er að reyna að nýta nothæfar matvörur og þær eru notaðar í þessum tilgangi. Þessu verður ekki hent, við finnum bara aðrar leiðir,“ segir Matthías.
Árborg Verslun Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira