Segir Staksteinahöfund hafa alist upp við olíulampa og frábiður sér hrútskýringar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2021 09:16 Guðmundur Gunnarsson er fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Aðsend „Alþingi mun eiga síðasta orðið og þar við situr. Ef skandallinn fær að standa þá er það endanlegt. Það þarf enginn að hrútskýra það neitt frekar. Það kunna fleiri að lesa sér til gagns en þeir sem ólust upp við olíulampa.“ Þannig kemst Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, að orði á Facebook nú fyrir stundu en tilefnið er ritstjórnardálkurinn Staksteinar í Morgunblaðinu, þar sem Guðmundur er yrkisefni dagsins. Í Staksteinum segir að það sé útaf fyrir sig viðeigandi að frambjóðandi Viðreisnar sem ekki náði kjöri til Alþingis skuli ætla að vísa því til erlends dómstóls ef seinni talning í Norðvesturkjördæmi verður látin gilda, þar sem Viðreisn hafi það á stefnuskrá sinni að „koma Íslandi undir erlent vald“. „Og Viðreisn getur ekki beðið eftir að þessi áform nái fram að ganga, heldur kýs að taka forskot á sæluna og afsala völdunum fyrirfram út fyrir landsteinana,“ segir ónefndur höfundur Staksteina. Þá segir hann víst að barátta hins fallna frambjóðanda beri öll merki „eiginhagsmunapots“. „Akkúrat vindurinn sem þarf í seglinn“ Guðmundur, sem féll út af þingi eftir vafasama endurtalningu í Norðvesturkjördæmi, segir hins vegar að málskot til Mannréttindadómstóls Evrópu snúist ekki um að snúa ákvörðun Alþingis, fari svo að það samþykki að láta seinni talninguna gilda. „Það stendur einfaldlega til að kæra svo okkur lánist sem fyrst að lagfæra augljósar misfellur gallaðs kerfis. Til að tryggja að svona eftirmálar sprellikosninga heyri sögunni til. Upp á framhaldið. Til að hjálpa okkur að rétta kúrsinn og stilla kompásinn.“ Og hann vandar Staksteinahöfundi ekki kveðjurnar: „Það er samt mjög hollt að fá innsýnn í hugarheim höfundar. Ákveðin stúdía. Færir okkur endanlega staðfestingu á því að við verðum að ýta þessu fleyi úr vör sem fyrst. Armurinn, sem skík rödd tilheyrir, mun aldrei aðhafast neitt án utanaðkomandi yfirhalningar. Það er ekki einu sinni víst að það dugi til því það er ekki eins og þeir hafi lært eitthvað að fyrri yfirhalningum úr sömu átt,“ segir Guðmundur. „Að því sögðu vona ég að gusturinn haldi áfram úr þessari átt. Þetta er akkúrat vindurnn sem þarf í seglin.“ Alþingi Alþingiskosningar 2021 Fjölmiðlar Viðreisn Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Þannig kemst Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, að orði á Facebook nú fyrir stundu en tilefnið er ritstjórnardálkurinn Staksteinar í Morgunblaðinu, þar sem Guðmundur er yrkisefni dagsins. Í Staksteinum segir að það sé útaf fyrir sig viðeigandi að frambjóðandi Viðreisnar sem ekki náði kjöri til Alþingis skuli ætla að vísa því til erlends dómstóls ef seinni talning í Norðvesturkjördæmi verður látin gilda, þar sem Viðreisn hafi það á stefnuskrá sinni að „koma Íslandi undir erlent vald“. „Og Viðreisn getur ekki beðið eftir að þessi áform nái fram að ganga, heldur kýs að taka forskot á sæluna og afsala völdunum fyrirfram út fyrir landsteinana,“ segir ónefndur höfundur Staksteina. Þá segir hann víst að barátta hins fallna frambjóðanda beri öll merki „eiginhagsmunapots“. „Akkúrat vindurinn sem þarf í seglinn“ Guðmundur, sem féll út af þingi eftir vafasama endurtalningu í Norðvesturkjördæmi, segir hins vegar að málskot til Mannréttindadómstóls Evrópu snúist ekki um að snúa ákvörðun Alþingis, fari svo að það samþykki að láta seinni talninguna gilda. „Það stendur einfaldlega til að kæra svo okkur lánist sem fyrst að lagfæra augljósar misfellur gallaðs kerfis. Til að tryggja að svona eftirmálar sprellikosninga heyri sögunni til. Upp á framhaldið. Til að hjálpa okkur að rétta kúrsinn og stilla kompásinn.“ Og hann vandar Staksteinahöfundi ekki kveðjurnar: „Það er samt mjög hollt að fá innsýnn í hugarheim höfundar. Ákveðin stúdía. Færir okkur endanlega staðfestingu á því að við verðum að ýta þessu fleyi úr vör sem fyrst. Armurinn, sem skík rödd tilheyrir, mun aldrei aðhafast neitt án utanaðkomandi yfirhalningar. Það er ekki einu sinni víst að það dugi til því það er ekki eins og þeir hafi lært eitthvað að fyrri yfirhalningum úr sömu átt,“ segir Guðmundur. „Að því sögðu vona ég að gusturinn haldi áfram úr þessari átt. Þetta er akkúrat vindurnn sem þarf í seglin.“
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Fjölmiðlar Viðreisn Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira