Derby drottningin Dagný kát í leikslok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2021 13:32 Dagný Brynjarsdóttir fagnar sigurmarkinu sínu með liðsfélaga sínum Kate Longhurst. Getty/John Walton Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir var hetja West Ham liðsins í sigri í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í gær. Dagný skoraði þá eina mark leiksins þegar West Ham vann 1-0 sigur á Tottenhma í derby-slag. Heimasíða West Ham liðsins tók viðtal við Dagnýju í leikslok. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Það var mjög gaman að skora á móti Tottenham. Þetta var fyrsti leikurinn minn á móti Spurs. Ég veit að þetta er derby leikur og það er því frábært að fá þrjú stig og ná að skora markið,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. „Mér finnst ég hafa getað skorað fleiri mörk en ég hef gert hingað til. Vonandi fer ég að klára færin mín betur og þetta er að koma. Ég fékk eitt tækifæri í dag og kláraði það sem ég er mjög ánægð með,“ sagði Dagný. Þetta var góð vika fyrir West Ham liðið sem sló Birmingham út úr deildarbikarnum í miðri viku og gerði jafntefli við Reading um síðustu helgi. „Auðvitað vildum við öll þrjú stigin á móti Reading og það eru vonbrigði að hafa ekki unnið þann leik líka. Sjö stig af níu mögulegum í einni viku er samt fínt og við getum því ekki kvartað mikið,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Við vorum ekki ánægð með fyrri hálfleikinn okkar í dag en við ræddum það í hálfleik hvað við þurftum að gera. Við vissum það allar að við þurftum að gera betur. Við gerðum betur í seinni hálfleiknum og stjórnuðum leiknum í lokin sem hefur ekki verið okkar styrkleiki á þessu tímabili,“ sagði Dagný. „Tottenham er með gott lið og þetta var mikil barátta, mikið um aukaspyrnur og fólk á jörðinni. Við skiluðum ruslavinnunni vel í dag og börðumst vel allan leikinn. Á endanum þá héldum við marki okkar hreinu og náðum svo inn markinu sem er það mikilvægasta,“ sagði Dagný. Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Dagný skoraði þá eina mark leiksins þegar West Ham vann 1-0 sigur á Tottenhma í derby-slag. Heimasíða West Ham liðsins tók viðtal við Dagnýju í leikslok. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Það var mjög gaman að skora á móti Tottenham. Þetta var fyrsti leikurinn minn á móti Spurs. Ég veit að þetta er derby leikur og það er því frábært að fá þrjú stig og ná að skora markið,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. „Mér finnst ég hafa getað skorað fleiri mörk en ég hef gert hingað til. Vonandi fer ég að klára færin mín betur og þetta er að koma. Ég fékk eitt tækifæri í dag og kláraði það sem ég er mjög ánægð með,“ sagði Dagný. Þetta var góð vika fyrir West Ham liðið sem sló Birmingham út úr deildarbikarnum í miðri viku og gerði jafntefli við Reading um síðustu helgi. „Auðvitað vildum við öll þrjú stigin á móti Reading og það eru vonbrigði að hafa ekki unnið þann leik líka. Sjö stig af níu mögulegum í einni viku er samt fínt og við getum því ekki kvartað mikið,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Við vorum ekki ánægð með fyrri hálfleikinn okkar í dag en við ræddum það í hálfleik hvað við þurftum að gera. Við vissum það allar að við þurftum að gera betur. Við gerðum betur í seinni hálfleiknum og stjórnuðum leiknum í lokin sem hefur ekki verið okkar styrkleiki á þessu tímabili,“ sagði Dagný. „Tottenham er með gott lið og þetta var mikil barátta, mikið um aukaspyrnur og fólk á jörðinni. Við skiluðum ruslavinnunni vel í dag og börðumst vel allan leikinn. Á endanum þá héldum við marki okkar hreinu og náðum svo inn markinu sem er það mikilvægasta,“ sagði Dagný.
Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira