Telur rétt að endurvekja vistheimilisnefnd vegna ásakana um illa meðferð á börnum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 13:00 Halldór Þormar Halldórsson starfsmaður Sýslumannsins á Norðurlandi eystra og umsjónarmaður með sanngirnisbótum telur að vistheimilisnefnd hafi ekki verið búin að ljúka öllum sínum rannsóknum á heimilum þar sem grunsemdir voru um að börn hefðu sætt illri meðferð. Vísir Umsjónamaður sanngirnisbóta segir að nýjar ásakanir um illa meðferð barna á vistheimilum komi sífellt fram og því rétt að endurvekja störf vistheimilinefndar. Málin hafi ekki verið kláruð á sínum tíma. Hann hefur áránna rás fengið kvartanir um Hjalteyrarheimilið. Vistheimilisnefnd var skipuð af forsætisráðherra árið 2007 eftir að Breiðavíkurmálið svokallaða kom upp. Nefndin rannsakaði alls átta vistheimili þar sem grunsemdir voru um illa meðferð á börnum. Nefndin var lögð niður á síðasta ári. Halldór Þormar Halldórsson starfsmaður Sýslumannsins á Norðurlandi eystra og umsjónarmaður með sanngirnisbótum telur að nefndin hafi ekki alveg verið búin að ljúka öllum sínum rannsóknum. „Það eru alltaf að koma upp ný mál þannig að þessi mál voru ekki alveg kláruð á sínum tíma,“ segir Halldór. Hafi aldrei getað brugðist við „Ég þekki ekki hvað bjó að baki ákvarðana vistheimilisnefndar um hvaða heimili yrðu könnuð á sínum tíma. En þegar ég tek við því starfi að kalla inn sanngirnisbætur þá komu töluvert af umsóknum og gögnum sem vörðuðu önnur heimili sem voru ekki könnuð. Það var aldrei hægt að greiða út bætur til þeirra því sú krafa var gerð í lögum að vistheimilisnefnd hafi gert könnun á störfum heimilisins,“ segir Halldór. Jón Björnsson fyrrverandi félagsmálastjóri á Akureyri gerði margvíslegar athugasemdir við barnaheimilið á Hjalteyri á sínum tíma. Barnaverndarráð Íslands tók þær ekki alvarlega.Vísir/Sigurjón Halldór segist hafa fengið all nokkrar ábendingar um barnaheimilið á Hjalteyri í áranna rás og umsóknir um sanngirnisbætur. „Ég er búinn að þekkja Hjalteyrarmálið lengi og mál sem tengjast Arnarholti og Laugarlandi en því miður var aldrei hægt að bregðast við. Einfaldlega af því vistheimilisnefnd rannsakaði ekki þessi heimili. En alltaf þegar mér bárust ásakanir um illa meðferð á börnum vakti ég athygli á því á einn eða annan hátt,“ segir Halldór. Bæjarstjórar vilja skoða starfsemi hjónanna Hann telur að endurvekja eigi vistheimilisnefnd svo hægt séð að klára að fara yfir málin. „Það gæti verið lausn að endurvekja slíka nefnd en breyta um form á starfseminni þannig að hún verði einfaldari. Því það var galli á störfum nefndarinnar á sínum tíma að þau voru mjög tímafrek. Það hafa þegar komið fram nokkrar þingsályktanir um að gera heildarúttektir á dvöl barna á vistheimilum á síðustu öld en hingað til hafa þær ekki náð fram að ganga. Sveitarfélög geta hins vegar alltaf sjálf rannsakað starfsemi slíkra heimila,“ segir Halldór. Hjónin Einar og Beverly Gíslason sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á árunum 1972 -1979 hafa verið ásökuðu um grimmdarlegt ofbeldi síðustu daga af hálfu þeirra sem dvöldu þar á sínum tíma. Þau ráku svo dagheimili-og leikskóla í Garðabæ á árunum 1995-2015. Bæjarstjóri Garðabæjar sagði í fréttum í gær að starfsemin yrði rannsökuð vegna þeirra upplýsinga sem nú hafa komið fram um illa meðferð þeirra á börnum á áttunda áratugnum. Þá studdi bæjarstjóri Akureyrar að slík rannsókn yrði gerð á Hjalteyrarheimilinu á áttunda áratug síðustu aldar en barnavernd Akureyrar var meðal þeirra sem sendi börn þangað á sínum tíma. Barnaheimilið á Hjalteyri Hörgársveit Akureyri Ofbeldi gegn börnum Félagsmál Tengdar fréttir Vill láta rannsaka málefni Hjalteyrarheimilisins Bæjarstjóri Akureyrar telur að rannsaka eigi málefni barnaheimilisins á Hjalteyri eftir að fólk sem þar dvaldi sem börn hefur stigið fram. Þar lýsir fólkið hræðilegu kynferðislegu,líkamlegu og andlegu ofbeldi sem það varð fyrir. 22. nóvember 2021 21:30 Barnaverndarráð Íslands sópaði kvörtunum út af borðinu Fyrrverandi félagsmálastjóri Akureyrar segir Barnaverndarráð Íslands ekki hafa tekið kvartanir sínar um barnaheimilið á Hjalteyri alvarlega. Málinu hafi verið sópað út af borðinu. Hefði hann vitað af kynferðislega ofbeldinu sem nú hefur verið greint frá hefði málið alltaf verið kært til lögreglu. 22. nóvember 2021 18:40 Garðabær mun rannsaka dagheimili hjónanna frá Hjalteyri Bæjarstjóri Garðabæjar segir að starfsemi hjóna, sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratugnum, við barnagæslu í Garðabæ verði rannsökuð. Bærinn taki frásagnir um ofbeldi af hálfu hjónanna mjög alvarlega og starfsemi þeirra verði rannsökuð af viðeigandi aðilum. 22. nóvember 2021 15:23 „Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01 Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Vistheimilisnefnd var skipuð af forsætisráðherra árið 2007 eftir að Breiðavíkurmálið svokallaða kom upp. Nefndin rannsakaði alls átta vistheimili þar sem grunsemdir voru um illa meðferð á börnum. Nefndin var lögð niður á síðasta ári. Halldór Þormar Halldórsson starfsmaður Sýslumannsins á Norðurlandi eystra og umsjónarmaður með sanngirnisbótum telur að nefndin hafi ekki alveg verið búin að ljúka öllum sínum rannsóknum. „Það eru alltaf að koma upp ný mál þannig að þessi mál voru ekki alveg kláruð á sínum tíma,“ segir Halldór. Hafi aldrei getað brugðist við „Ég þekki ekki hvað bjó að baki ákvarðana vistheimilisnefndar um hvaða heimili yrðu könnuð á sínum tíma. En þegar ég tek við því starfi að kalla inn sanngirnisbætur þá komu töluvert af umsóknum og gögnum sem vörðuðu önnur heimili sem voru ekki könnuð. Það var aldrei hægt að greiða út bætur til þeirra því sú krafa var gerð í lögum að vistheimilisnefnd hafi gert könnun á störfum heimilisins,“ segir Halldór. Jón Björnsson fyrrverandi félagsmálastjóri á Akureyri gerði margvíslegar athugasemdir við barnaheimilið á Hjalteyri á sínum tíma. Barnaverndarráð Íslands tók þær ekki alvarlega.Vísir/Sigurjón Halldór segist hafa fengið all nokkrar ábendingar um barnaheimilið á Hjalteyri í áranna rás og umsóknir um sanngirnisbætur. „Ég er búinn að þekkja Hjalteyrarmálið lengi og mál sem tengjast Arnarholti og Laugarlandi en því miður var aldrei hægt að bregðast við. Einfaldlega af því vistheimilisnefnd rannsakaði ekki þessi heimili. En alltaf þegar mér bárust ásakanir um illa meðferð á börnum vakti ég athygli á því á einn eða annan hátt,“ segir Halldór. Bæjarstjórar vilja skoða starfsemi hjónanna Hann telur að endurvekja eigi vistheimilisnefnd svo hægt séð að klára að fara yfir málin. „Það gæti verið lausn að endurvekja slíka nefnd en breyta um form á starfseminni þannig að hún verði einfaldari. Því það var galli á störfum nefndarinnar á sínum tíma að þau voru mjög tímafrek. Það hafa þegar komið fram nokkrar þingsályktanir um að gera heildarúttektir á dvöl barna á vistheimilum á síðustu öld en hingað til hafa þær ekki náð fram að ganga. Sveitarfélög geta hins vegar alltaf sjálf rannsakað starfsemi slíkra heimila,“ segir Halldór. Hjónin Einar og Beverly Gíslason sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á árunum 1972 -1979 hafa verið ásökuðu um grimmdarlegt ofbeldi síðustu daga af hálfu þeirra sem dvöldu þar á sínum tíma. Þau ráku svo dagheimili-og leikskóla í Garðabæ á árunum 1995-2015. Bæjarstjóri Garðabæjar sagði í fréttum í gær að starfsemin yrði rannsökuð vegna þeirra upplýsinga sem nú hafa komið fram um illa meðferð þeirra á börnum á áttunda áratugnum. Þá studdi bæjarstjóri Akureyrar að slík rannsókn yrði gerð á Hjalteyrarheimilinu á áttunda áratug síðustu aldar en barnavernd Akureyrar var meðal þeirra sem sendi börn þangað á sínum tíma.
Barnaheimilið á Hjalteyri Hörgársveit Akureyri Ofbeldi gegn börnum Félagsmál Tengdar fréttir Vill láta rannsaka málefni Hjalteyrarheimilisins Bæjarstjóri Akureyrar telur að rannsaka eigi málefni barnaheimilisins á Hjalteyri eftir að fólk sem þar dvaldi sem börn hefur stigið fram. Þar lýsir fólkið hræðilegu kynferðislegu,líkamlegu og andlegu ofbeldi sem það varð fyrir. 22. nóvember 2021 21:30 Barnaverndarráð Íslands sópaði kvörtunum út af borðinu Fyrrverandi félagsmálastjóri Akureyrar segir Barnaverndarráð Íslands ekki hafa tekið kvartanir sínar um barnaheimilið á Hjalteyri alvarlega. Málinu hafi verið sópað út af borðinu. Hefði hann vitað af kynferðislega ofbeldinu sem nú hefur verið greint frá hefði málið alltaf verið kært til lögreglu. 22. nóvember 2021 18:40 Garðabær mun rannsaka dagheimili hjónanna frá Hjalteyri Bæjarstjóri Garðabæjar segir að starfsemi hjóna, sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratugnum, við barnagæslu í Garðabæ verði rannsökuð. Bærinn taki frásagnir um ofbeldi af hálfu hjónanna mjög alvarlega og starfsemi þeirra verði rannsökuð af viðeigandi aðilum. 22. nóvember 2021 15:23 „Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01 Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Vill láta rannsaka málefni Hjalteyrarheimilisins Bæjarstjóri Akureyrar telur að rannsaka eigi málefni barnaheimilisins á Hjalteyri eftir að fólk sem þar dvaldi sem börn hefur stigið fram. Þar lýsir fólkið hræðilegu kynferðislegu,líkamlegu og andlegu ofbeldi sem það varð fyrir. 22. nóvember 2021 21:30
Barnaverndarráð Íslands sópaði kvörtunum út af borðinu Fyrrverandi félagsmálastjóri Akureyrar segir Barnaverndarráð Íslands ekki hafa tekið kvartanir sínar um barnaheimilið á Hjalteyri alvarlega. Málinu hafi verið sópað út af borðinu. Hefði hann vitað af kynferðislega ofbeldinu sem nú hefur verið greint frá hefði málið alltaf verið kært til lögreglu. 22. nóvember 2021 18:40
Garðabær mun rannsaka dagheimili hjónanna frá Hjalteyri Bæjarstjóri Garðabæjar segir að starfsemi hjóna, sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratugnum, við barnagæslu í Garðabæ verði rannsökuð. Bærinn taki frásagnir um ofbeldi af hálfu hjónanna mjög alvarlega og starfsemi þeirra verði rannsökuð af viðeigandi aðilum. 22. nóvember 2021 15:23
„Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01
Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56