Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Guðlaugur Þór hafi ekki fundið fyrir einkennum og kenni sér einskis meins.
Hann fór í PCR-próf í morgun og mun fara í annað á laugardag. Verði það neikvætt verður hann laus úr sóttkví. Tveir aðrir starfsmenn ráðuneytisins eru í sóttkví.