Eldhamar GK 13 strandaði fyrir 30 árum: „Mikill harmleikur og áfall fyrir bæjarfélagið Grindavík“ Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2021 09:18 Forsíða Morgunblaðsins laugardaginn 23. nóvember 1991. Timarit.is Rétt rúm þrjátíu ár eru liðin frá því fimm sjómenn fórust er Eldhamar GK13 strandaði við Grindavík. Þann 22. nóvember 1991 strandaði skipið við Hópsnes fyrir utan Grindavík en mjög erfiðar aðstæður voru á slysstað. Eins og áður segir fórust fimm úr áhöfn skipsins en einn komst lífs af. Þeir sem fórust voru: Árni Bernharð Kristinsson, skipstjóri, sem var 32 ára gamall. Bjarni Guðbrandsson, vélstjóri, sem var 31 árs gamall. Sigurður Kári Pálmason, matsveinn, sem var 27 ára gamall. Hilmar Þór Davíðsson, vélavörður, sem var 24 ára. Kristján Már Jósefsson, háseti, sem var 25 ára gamall. Hlustaði á mömmu tala í símann Kristín María Birgisdóttir vakti athygli á tímamótunum á Facebook á sunnudaginn. Í samtali við Vísi sagðist Kristín lengi hafa viljað taka eitthvað saman um slysið en hún var ellefu ára gömul þegar Eldhamar strandaði. Þrátt fyrir það segist hún muna eftir deginum eins og hann hafði verið í gær. „Ég man að ég stóð og hlustaði á mömmu tala í símann. Hún var mikið að ræða björgunarbáta og hvort menn kæmust í bátana,“ skrifaði Kristín á Facebook. „Af einhverri ástæðu (líklega þeirri að liðin eru 30 ár) langaði mig að taka saman smá myndband... söguskýringu... minningu um þá sem létu lífið í öldurótinu þetta kvöld og sorg þeirra ástvina sem þurftu að læra að lifa með henni. Börnin átta sem ólust upp án föður síns.“ Myndband Kristínar má sjá hér að neðan. Eldhamar var stálbátur sem smíðaður var í Svíþjóð árið 1988 en nokkrum mánuðum fyrir slysið hafði hann verið lengdur í Póllandi. Lifði af fyrir tilviljun Sá sem komst lífs af var Eyþór Björnsson. Hann varð seinna fiskistofustjóri en í viðtali við Auðlind sagði hann frá slysinu og sagði han meðal annars að hann hefði lifað af fyrir tilviljun. Samkvæmt fréttaflutningi Morgunblaðsins á sínum tíma barst aðstoðarbeiðni um klukkan átta að kvöldi til og strandaði báturinn skömmu síðar. Björgunarsveitarmenn komu línu um borð og áhöfn Eldhamars kom sömuleiðis línu í land. Ekki tókst þó að koma líflínu á milli áður en brotsjór reið yfir skipið og það færðist töluvert og endaði ofaní gjóti þar sem skipið sökk neðar í sjóinn. Því náðu öldurnar betur yfir skipið. Síðan gekk annað brot yfir Eldhamar og þrír skipverjar féllu útbyrðis. Eyþór var einn þeirra. „Á endanum náðu svo björgunarsveitarmenn til mín í fjörunni og komu mér á þurrt en því miður fórust þarna allir fimm félagar mínir í áhöfninni. Líkast til hefur það bjargað mér að flotgallinn hélt allan tímann og ég kom algjörlega ómeiddur úr þessum hrakningum,“ sagði hann við Auðlind. Hinir tveir sem fóru í sjóinn með Eyþóri dóu og þyrla varnarliðsins í Keflavík fann síðar hina skipsverjana þrjá sem voru látnir. „Í þessum aðstæðum verður ótrúlega stutt milli lífs og dauða og í rauninni er algjör tilviljun að ég skyldi komast þarna lífs af,”sagði Eyþór í áðurnefndu viðtali. Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Eins og áður segir fórust fimm úr áhöfn skipsins en einn komst lífs af. Þeir sem fórust voru: Árni Bernharð Kristinsson, skipstjóri, sem var 32 ára gamall. Bjarni Guðbrandsson, vélstjóri, sem var 31 árs gamall. Sigurður Kári Pálmason, matsveinn, sem var 27 ára gamall. Hilmar Þór Davíðsson, vélavörður, sem var 24 ára. Kristján Már Jósefsson, háseti, sem var 25 ára gamall. Hlustaði á mömmu tala í símann Kristín María Birgisdóttir vakti athygli á tímamótunum á Facebook á sunnudaginn. Í samtali við Vísi sagðist Kristín lengi hafa viljað taka eitthvað saman um slysið en hún var ellefu ára gömul þegar Eldhamar strandaði. Þrátt fyrir það segist hún muna eftir deginum eins og hann hafði verið í gær. „Ég man að ég stóð og hlustaði á mömmu tala í símann. Hún var mikið að ræða björgunarbáta og hvort menn kæmust í bátana,“ skrifaði Kristín á Facebook. „Af einhverri ástæðu (líklega þeirri að liðin eru 30 ár) langaði mig að taka saman smá myndband... söguskýringu... minningu um þá sem létu lífið í öldurótinu þetta kvöld og sorg þeirra ástvina sem þurftu að læra að lifa með henni. Börnin átta sem ólust upp án föður síns.“ Myndband Kristínar má sjá hér að neðan. Eldhamar var stálbátur sem smíðaður var í Svíþjóð árið 1988 en nokkrum mánuðum fyrir slysið hafði hann verið lengdur í Póllandi. Lifði af fyrir tilviljun Sá sem komst lífs af var Eyþór Björnsson. Hann varð seinna fiskistofustjóri en í viðtali við Auðlind sagði hann frá slysinu og sagði han meðal annars að hann hefði lifað af fyrir tilviljun. Samkvæmt fréttaflutningi Morgunblaðsins á sínum tíma barst aðstoðarbeiðni um klukkan átta að kvöldi til og strandaði báturinn skömmu síðar. Björgunarsveitarmenn komu línu um borð og áhöfn Eldhamars kom sömuleiðis línu í land. Ekki tókst þó að koma líflínu á milli áður en brotsjór reið yfir skipið og það færðist töluvert og endaði ofaní gjóti þar sem skipið sökk neðar í sjóinn. Því náðu öldurnar betur yfir skipið. Síðan gekk annað brot yfir Eldhamar og þrír skipverjar féllu útbyrðis. Eyþór var einn þeirra. „Á endanum náðu svo björgunarsveitarmenn til mín í fjörunni og komu mér á þurrt en því miður fórust þarna allir fimm félagar mínir í áhöfninni. Líkast til hefur það bjargað mér að flotgallinn hélt allan tímann og ég kom algjörlega ómeiddur úr þessum hrakningum,“ sagði hann við Auðlind. Hinir tveir sem fóru í sjóinn með Eyþóri dóu og þyrla varnarliðsins í Keflavík fann síðar hina skipsverjana þrjá sem voru látnir. „Í þessum aðstæðum verður ótrúlega stutt milli lífs og dauða og í rauninni er algjör tilviljun að ég skyldi komast þarna lífs af,”sagði Eyþór í áðurnefndu viðtali.
Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent