Eldhamar GK 13 strandaði fyrir 30 árum: „Mikill harmleikur og áfall fyrir bæjarfélagið Grindavík“ Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2021 09:18 Forsíða Morgunblaðsins laugardaginn 23. nóvember 1991. Timarit.is Rétt rúm þrjátíu ár eru liðin frá því fimm sjómenn fórust er Eldhamar GK13 strandaði við Grindavík. Þann 22. nóvember 1991 strandaði skipið við Hópsnes fyrir utan Grindavík en mjög erfiðar aðstæður voru á slysstað. Eins og áður segir fórust fimm úr áhöfn skipsins en einn komst lífs af. Þeir sem fórust voru: Árni Bernharð Kristinsson, skipstjóri, sem var 32 ára gamall. Bjarni Guðbrandsson, vélstjóri, sem var 31 árs gamall. Sigurður Kári Pálmason, matsveinn, sem var 27 ára gamall. Hilmar Þór Davíðsson, vélavörður, sem var 24 ára. Kristján Már Jósefsson, háseti, sem var 25 ára gamall. Hlustaði á mömmu tala í símann Kristín María Birgisdóttir vakti athygli á tímamótunum á Facebook á sunnudaginn. Í samtali við Vísi sagðist Kristín lengi hafa viljað taka eitthvað saman um slysið en hún var ellefu ára gömul þegar Eldhamar strandaði. Þrátt fyrir það segist hún muna eftir deginum eins og hann hafði verið í gær. „Ég man að ég stóð og hlustaði á mömmu tala í símann. Hún var mikið að ræða björgunarbáta og hvort menn kæmust í bátana,“ skrifaði Kristín á Facebook. „Af einhverri ástæðu (líklega þeirri að liðin eru 30 ár) langaði mig að taka saman smá myndband... söguskýringu... minningu um þá sem létu lífið í öldurótinu þetta kvöld og sorg þeirra ástvina sem þurftu að læra að lifa með henni. Börnin átta sem ólust upp án föður síns.“ Myndband Kristínar má sjá hér að neðan. Eldhamar var stálbátur sem smíðaður var í Svíþjóð árið 1988 en nokkrum mánuðum fyrir slysið hafði hann verið lengdur í Póllandi. Lifði af fyrir tilviljun Sá sem komst lífs af var Eyþór Björnsson. Hann varð seinna fiskistofustjóri en í viðtali við Auðlind sagði hann frá slysinu og sagði han meðal annars að hann hefði lifað af fyrir tilviljun. Samkvæmt fréttaflutningi Morgunblaðsins á sínum tíma barst aðstoðarbeiðni um klukkan átta að kvöldi til og strandaði báturinn skömmu síðar. Björgunarsveitarmenn komu línu um borð og áhöfn Eldhamars kom sömuleiðis línu í land. Ekki tókst þó að koma líflínu á milli áður en brotsjór reið yfir skipið og það færðist töluvert og endaði ofaní gjóti þar sem skipið sökk neðar í sjóinn. Því náðu öldurnar betur yfir skipið. Síðan gekk annað brot yfir Eldhamar og þrír skipverjar féllu útbyrðis. Eyþór var einn þeirra. „Á endanum náðu svo björgunarsveitarmenn til mín í fjörunni og komu mér á þurrt en því miður fórust þarna allir fimm félagar mínir í áhöfninni. Líkast til hefur það bjargað mér að flotgallinn hélt allan tímann og ég kom algjörlega ómeiddur úr þessum hrakningum,“ sagði hann við Auðlind. Hinir tveir sem fóru í sjóinn með Eyþóri dóu og þyrla varnarliðsins í Keflavík fann síðar hina skipsverjana þrjá sem voru látnir. „Í þessum aðstæðum verður ótrúlega stutt milli lífs og dauða og í rauninni er algjör tilviljun að ég skyldi komast þarna lífs af,”sagði Eyþór í áðurnefndu viðtali. Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Eins og áður segir fórust fimm úr áhöfn skipsins en einn komst lífs af. Þeir sem fórust voru: Árni Bernharð Kristinsson, skipstjóri, sem var 32 ára gamall. Bjarni Guðbrandsson, vélstjóri, sem var 31 árs gamall. Sigurður Kári Pálmason, matsveinn, sem var 27 ára gamall. Hilmar Þór Davíðsson, vélavörður, sem var 24 ára. Kristján Már Jósefsson, háseti, sem var 25 ára gamall. Hlustaði á mömmu tala í símann Kristín María Birgisdóttir vakti athygli á tímamótunum á Facebook á sunnudaginn. Í samtali við Vísi sagðist Kristín lengi hafa viljað taka eitthvað saman um slysið en hún var ellefu ára gömul þegar Eldhamar strandaði. Þrátt fyrir það segist hún muna eftir deginum eins og hann hafði verið í gær. „Ég man að ég stóð og hlustaði á mömmu tala í símann. Hún var mikið að ræða björgunarbáta og hvort menn kæmust í bátana,“ skrifaði Kristín á Facebook. „Af einhverri ástæðu (líklega þeirri að liðin eru 30 ár) langaði mig að taka saman smá myndband... söguskýringu... minningu um þá sem létu lífið í öldurótinu þetta kvöld og sorg þeirra ástvina sem þurftu að læra að lifa með henni. Börnin átta sem ólust upp án föður síns.“ Myndband Kristínar má sjá hér að neðan. Eldhamar var stálbátur sem smíðaður var í Svíþjóð árið 1988 en nokkrum mánuðum fyrir slysið hafði hann verið lengdur í Póllandi. Lifði af fyrir tilviljun Sá sem komst lífs af var Eyþór Björnsson. Hann varð seinna fiskistofustjóri en í viðtali við Auðlind sagði hann frá slysinu og sagði han meðal annars að hann hefði lifað af fyrir tilviljun. Samkvæmt fréttaflutningi Morgunblaðsins á sínum tíma barst aðstoðarbeiðni um klukkan átta að kvöldi til og strandaði báturinn skömmu síðar. Björgunarsveitarmenn komu línu um borð og áhöfn Eldhamars kom sömuleiðis línu í land. Ekki tókst þó að koma líflínu á milli áður en brotsjór reið yfir skipið og það færðist töluvert og endaði ofaní gjóti þar sem skipið sökk neðar í sjóinn. Því náðu öldurnar betur yfir skipið. Síðan gekk annað brot yfir Eldhamar og þrír skipverjar féllu útbyrðis. Eyþór var einn þeirra. „Á endanum náðu svo björgunarsveitarmenn til mín í fjörunni og komu mér á þurrt en því miður fórust þarna allir fimm félagar mínir í áhöfninni. Líkast til hefur það bjargað mér að flotgallinn hélt allan tímann og ég kom algjörlega ómeiddur úr þessum hrakningum,“ sagði hann við Auðlind. Hinir tveir sem fóru í sjóinn með Eyþóri dóu og þyrla varnarliðsins í Keflavík fann síðar hina skipsverjana þrjá sem voru látnir. „Í þessum aðstæðum verður ótrúlega stutt milli lífs og dauða og í rauninni er algjör tilviljun að ég skyldi komast þarna lífs af,”sagði Eyþór í áðurnefndu viðtali.
Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira