Óháðir aðilar hafi hreinsað bæjarstjórann af eineltisásökunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. nóvember 2021 19:07 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Egill Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir endanlega og afdráttarlausa niðurstöðu óháðra og löggildra fagaðila liggja fyrir, um að ásakanir hafnsögumanns í Vestmannaeyjum á hendur henni um einelti hafi ekki átt við rök að styðjast. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Íris birtir á Facebook síðu sinni nú síðdegis. „Nú liggur fyrir endanleg og afdráttarlaus niðurstaða óháðra og löggiltra fagaðila þess efnis að ásakanir um að ég hafi beitt tiltekinn einstakling einelti hafi ekki átt við nein rök að styðjast. Staðhæfingar viðkomandi um einelti fái enga stoð í gögnum málsins eða því sem fram hafi komið hjá vitnum,“ skrifar bæjarstjórinn. Þá segir hún að þegar ásakanirnar hafi komið fram í sumar, hafi verið tekin ákvörðun um að verða við kröfu viðkomandi starfsmanns um að á vegum Vestmannaeyjabæjar færi ekki fram nein efnisleg meðferð á málinu heldur kallaðir til utanaðkomandi sérfræðingar. „Nú liggur sem sagt niðurstaðan fyrir: ekkert einelti. Ég get ekki sagt að þessi málalok komi mér á óvart en ég er ánægð með að þetta sé nú formlega komið á hreint. Að ég sé saklaus af því sem er jafn fjarri eðli mínu og upplagi og að leggja einhvern í einelti,“ skrifar Íris. Ekki náðist í Írisi við vinnslu þessarar fréttar. Taldi fram hjá sér gengið við ráðningu Forsaga málsins er sú að í ágúst á þessu ári sakaði Andrés Þorsteinn Sigurðsson, yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar, Írisi um einelti og lygar. Hann hafi sótt um starf hafnarstjóra í Vestmannaeyjum en ekki fengið starfið. Andrés taldi Írisi hafa beitt sér fyrir því að annar aðili en hann yrði ráðinn í starfið. Í stað Andrésar var Dóra Björk Gunnarsdóttir ráðin hafnarstjóri en Andrés sagði hana grunnskólakennara með enga reynslu af starfsemi hafnarinnar né störfum við sjávarútveg. Aftur á móti hafi hann yfir fimmtán ára starfsreynslu sem yfirhafnsögumaður ásamt því að hafa gegnt stöðu skrifstofustjóra og séð um daglegan rekstur Vestmannaeyjahafnar. Andrés sagði þá á sínum tíma að ekki yrði hjá því litið að Dóra Björk hafi gegnt trúnaðarstörfum fyrir H-listaframboð Írisar auk þess sem hún hafi verið framkvæmdarstjóri ÍBV þegar Íris var formaður ÍBV og því eðli málsins samkvæmt góð vinátta þeirra á milli. Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Íris birtir á Facebook síðu sinni nú síðdegis. „Nú liggur fyrir endanleg og afdráttarlaus niðurstaða óháðra og löggiltra fagaðila þess efnis að ásakanir um að ég hafi beitt tiltekinn einstakling einelti hafi ekki átt við nein rök að styðjast. Staðhæfingar viðkomandi um einelti fái enga stoð í gögnum málsins eða því sem fram hafi komið hjá vitnum,“ skrifar bæjarstjórinn. Þá segir hún að þegar ásakanirnar hafi komið fram í sumar, hafi verið tekin ákvörðun um að verða við kröfu viðkomandi starfsmanns um að á vegum Vestmannaeyjabæjar færi ekki fram nein efnisleg meðferð á málinu heldur kallaðir til utanaðkomandi sérfræðingar. „Nú liggur sem sagt niðurstaðan fyrir: ekkert einelti. Ég get ekki sagt að þessi málalok komi mér á óvart en ég er ánægð með að þetta sé nú formlega komið á hreint. Að ég sé saklaus af því sem er jafn fjarri eðli mínu og upplagi og að leggja einhvern í einelti,“ skrifar Íris. Ekki náðist í Írisi við vinnslu þessarar fréttar. Taldi fram hjá sér gengið við ráðningu Forsaga málsins er sú að í ágúst á þessu ári sakaði Andrés Þorsteinn Sigurðsson, yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar, Írisi um einelti og lygar. Hann hafi sótt um starf hafnarstjóra í Vestmannaeyjum en ekki fengið starfið. Andrés taldi Írisi hafa beitt sér fyrir því að annar aðili en hann yrði ráðinn í starfið. Í stað Andrésar var Dóra Björk Gunnarsdóttir ráðin hafnarstjóri en Andrés sagði hana grunnskólakennara með enga reynslu af starfsemi hafnarinnar né störfum við sjávarútveg. Aftur á móti hafi hann yfir fimmtán ára starfsreynslu sem yfirhafnsögumaður ásamt því að hafa gegnt stöðu skrifstofustjóra og séð um daglegan rekstur Vestmannaeyjahafnar. Andrés sagði þá á sínum tíma að ekki yrði hjá því litið að Dóra Björk hafi gegnt trúnaðarstörfum fyrir H-listaframboð Írisar auk þess sem hún hafi verið framkvæmdarstjóri ÍBV þegar Íris var formaður ÍBV og því eðli málsins samkvæmt góð vinátta þeirra á milli.
Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira