Kjaramál í upphafi þings Drífa Snædal skrifar 24. nóvember 2021 13:30 Nú má greina sterka undiröldu þar sem launafólk er krafið um að afsala sér kjarasamningsbundnum launahækkunum næsta árs. Þar leggjast ýmsir á árarnar; seðlabankastjóri, þingmenn og samtök atvinnurekenda. Sömu atvinnurekendur og ákváðu að segja ekki upp kjarasamningunum fyrir einungis tveimur mánuðum bera sig nú aumlega þegar þarf að standa við samningana. Það vekur eftirtekt hversu lítið heyrist frá öðrum þingmönnum en þeim sem taka sér stöðu með atvinnurekendum og lepja upp þeirra heimsmynd. Þarna eru að sjálfsögðu undantekningar en engan núverandi/tilvonandi stjórnarliða hef ég heyrt taka upp hanskann fyrir vinnandi fólk við þessar aðstæður. Ætla flokkar sem kenna sig við félagshyggju að ganga endanlega í björg og eftirláta fjármálaöflunum umræðuna um hag almennings? Nokkrar staðreyndir um kjaramál: Verðbólgan núna er ekki launadrifin. Gildandi kjarasamningar og lítil kjaraátök eiga ríkan þátt í því að hagkerfið kemur betur út úr kreppunni en flestir þorðu að vona. Styrking atvinnuleysistryggingakerfisins skipti sköpum fyrir fólk en var einnig liður í því að halda uppi innlendri neyslu, sem nú sér stað í afkomutölum til dæmis innlendrar verslunar. Sú ákvörðun var tekin gegn andmælum og harmakveinum samtaka atvinnurekenda sem höfðu tekið upp þá stefnu að farsælast væri að svelta fólk til að vinna störf sem þó voru ekki fyrir hendi. Kjarabætur síðustu ára sem fengnar eru með miklum átökum hafa ekki gert annað en tryggja launafólki hlutdeild í framleiðniaukningunni sem varð eftir hrunsárin. Að tryggja afkomu fólks og verja velferðarkerfin eru bestu ákvarðanirnar sem hægt er að taka í erfiðu árferði, undir þetta taka allar helstu alþjóðastofnanir hvort sem er á sviði velferðar eða fjármála. Það var mikill þrýstingur á launafólk að sæta skerðingum sem viðbrögð við kreppunni en góðu heilli náði verkalýðshreyfingin að verja samningana. Þarna átti einfaldlega að nýta ferðina og skara frekari eld að köku þeirra sem eiga, enda var aðeins hluti fyrirtækja í þeirri stöðu að eiga erfitt með að ná endum saman og það var ekki vegna launaliðarins heldur vegna heimsfaraldurs. Kjarasamningar þurfa að vera sanngjarnir og réttir og það er líka stjórnvalda að krefja atvinnurekendur um að virða reglur vinnumarkaðarins og velferðarsamfélagsins og koma í veg fyrir félagsleg undirboð. Húsnæðiskostnaður er stærsti einstaki liðurinn í útgjöldum heimilanna og kjaramálin eru nátengd stefnu í húsnæðismálum. Sú tilraun að eftirláta markaðsöflunum að tryggja húsnæðisöryggi er gjaldþrota og þarf algjöran viðsnúning í þeirri hugmyndafræði. Húsnæðismál eiga að snúast um að tryggja fólki húsnæðisöryggi en ekki að fæða arð fjárfesta. Stjórnvöld þurfa að sýna að þau ætla að taka á húsnæðismarkaðnum og það fljótt til að vera trúverðug í þríhliða samtali í tengslum við kjarasamninga næsta haust. Eitt er víst, á komandi þingvetri og kjörtímabili, að verkalýðshreyfingin mun ekki líða það að allar ákvarðanir verði teknar með hagsmuni fjármagnseigenda að leiðarljósi á kostnað almennings. Það verður eftir því tekið hvaða fulltrúar á þingi ætla sér að standa með verkalýðshreyfingunni í þeirri baráttu sem framundan er að verja kjarasamninga og sækja fram. Drífa Snædal,forseti ASÍ Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Drífa Snædal Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú má greina sterka undiröldu þar sem launafólk er krafið um að afsala sér kjarasamningsbundnum launahækkunum næsta árs. Þar leggjast ýmsir á árarnar; seðlabankastjóri, þingmenn og samtök atvinnurekenda. Sömu atvinnurekendur og ákváðu að segja ekki upp kjarasamningunum fyrir einungis tveimur mánuðum bera sig nú aumlega þegar þarf að standa við samningana. Það vekur eftirtekt hversu lítið heyrist frá öðrum þingmönnum en þeim sem taka sér stöðu með atvinnurekendum og lepja upp þeirra heimsmynd. Þarna eru að sjálfsögðu undantekningar en engan núverandi/tilvonandi stjórnarliða hef ég heyrt taka upp hanskann fyrir vinnandi fólk við þessar aðstæður. Ætla flokkar sem kenna sig við félagshyggju að ganga endanlega í björg og eftirláta fjármálaöflunum umræðuna um hag almennings? Nokkrar staðreyndir um kjaramál: Verðbólgan núna er ekki launadrifin. Gildandi kjarasamningar og lítil kjaraátök eiga ríkan þátt í því að hagkerfið kemur betur út úr kreppunni en flestir þorðu að vona. Styrking atvinnuleysistryggingakerfisins skipti sköpum fyrir fólk en var einnig liður í því að halda uppi innlendri neyslu, sem nú sér stað í afkomutölum til dæmis innlendrar verslunar. Sú ákvörðun var tekin gegn andmælum og harmakveinum samtaka atvinnurekenda sem höfðu tekið upp þá stefnu að farsælast væri að svelta fólk til að vinna störf sem þó voru ekki fyrir hendi. Kjarabætur síðustu ára sem fengnar eru með miklum átökum hafa ekki gert annað en tryggja launafólki hlutdeild í framleiðniaukningunni sem varð eftir hrunsárin. Að tryggja afkomu fólks og verja velferðarkerfin eru bestu ákvarðanirnar sem hægt er að taka í erfiðu árferði, undir þetta taka allar helstu alþjóðastofnanir hvort sem er á sviði velferðar eða fjármála. Það var mikill þrýstingur á launafólk að sæta skerðingum sem viðbrögð við kreppunni en góðu heilli náði verkalýðshreyfingin að verja samningana. Þarna átti einfaldlega að nýta ferðina og skara frekari eld að köku þeirra sem eiga, enda var aðeins hluti fyrirtækja í þeirri stöðu að eiga erfitt með að ná endum saman og það var ekki vegna launaliðarins heldur vegna heimsfaraldurs. Kjarasamningar þurfa að vera sanngjarnir og réttir og það er líka stjórnvalda að krefja atvinnurekendur um að virða reglur vinnumarkaðarins og velferðarsamfélagsins og koma í veg fyrir félagsleg undirboð. Húsnæðiskostnaður er stærsti einstaki liðurinn í útgjöldum heimilanna og kjaramálin eru nátengd stefnu í húsnæðismálum. Sú tilraun að eftirláta markaðsöflunum að tryggja húsnæðisöryggi er gjaldþrota og þarf algjöran viðsnúning í þeirri hugmyndafræði. Húsnæðismál eiga að snúast um að tryggja fólki húsnæðisöryggi en ekki að fæða arð fjárfesta. Stjórnvöld þurfa að sýna að þau ætla að taka á húsnæðismarkaðnum og það fljótt til að vera trúverðug í þríhliða samtali í tengslum við kjarasamninga næsta haust. Eitt er víst, á komandi þingvetri og kjörtímabili, að verkalýðshreyfingin mun ekki líða það að allar ákvarðanir verði teknar með hagsmuni fjármagnseigenda að leiðarljósi á kostnað almennings. Það verður eftir því tekið hvaða fulltrúar á þingi ætla sér að standa með verkalýðshreyfingunni í þeirri baráttu sem framundan er að verja kjarasamninga og sækja fram. Drífa Snædal,forseti ASÍ Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar