Gosið búið í bili Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2021 19:18 Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunnar, segir gosið búið í bili. Vísir/Vilhelm Eldgosið í Fagradalsfjalli er búið í bili að sögn hópstjóra náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Kvikusöfnun undir Reykjanesinu bendi þó til þess að annað gos gæti verið fram undan. Ekki hefur sést hraunflæði frá gígnum í Fagradalsfjalli frá 18. september, eða í rúma tvo mánuði. Því er ekki nema von að fólk spyrji hvort lengsta eldgosi 21. aldarinnar sé formlega lokið. „Það má segja að gosið sé búið í bili. En það sem við sjáum er að kvikusöfnun er ekki hætt,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Kvika er nú að safnast saman á um fimmtán kílómetra dýpi nærri Fagradalsfjalli og veldur landrisi á nærri öllum Reykjanesskaganum. „Sem er nú ekki mikið, þetta eru örfáir sentimetrar en sést á mög stóru svæði.“ Kristín segir þessa kvikusöfnun geta haldið áfram í nokkurn tíma án þess að það dragi til tíðinda. „En auðvitað á meðan það er kvikusöfnun í gangi eru meiri líkur á því að eitthvað meira gerist. Þannig það er of snemmt að segja að það sé allt búið þarna.“ Gosið var það langlífasta á 21. öldinni og stóð yfir í sex mánuði.visir/Vilhelm Þannig annað gos er kannski ekki yfirvofandi? „Nei ég get ekki sagt það. Þessi kvika er að safnast þarna fyrir á fimmtán kílómetra dýpi og ef hún fer að færa sig nær yfirborðinu myndum við sjá breytingar á merkjum, bæði skjálftavirkni og önnur aflögunarmerki. Við erum ekki farin að sjá það ennþá.“ Það hefur verið skjálftavirkni við Keili - hver er staðan þar? „Það er auðvitað alltaf skjálftavirkni á Reykjanesskaganum. Það er hluti af bakgrunnsvirkni sem við búumst við. En þetta landris, við sjáum þessi merki meira og minna á öllum Reykjanesskaganum, það er hugsanlegt að þetta landsris hafi áhrif á skjálftavirknina,“ segir Kristín. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Ekki hefur sést hraunflæði frá gígnum í Fagradalsfjalli frá 18. september, eða í rúma tvo mánuði. Því er ekki nema von að fólk spyrji hvort lengsta eldgosi 21. aldarinnar sé formlega lokið. „Það má segja að gosið sé búið í bili. En það sem við sjáum er að kvikusöfnun er ekki hætt,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Kvika er nú að safnast saman á um fimmtán kílómetra dýpi nærri Fagradalsfjalli og veldur landrisi á nærri öllum Reykjanesskaganum. „Sem er nú ekki mikið, þetta eru örfáir sentimetrar en sést á mög stóru svæði.“ Kristín segir þessa kvikusöfnun geta haldið áfram í nokkurn tíma án þess að það dragi til tíðinda. „En auðvitað á meðan það er kvikusöfnun í gangi eru meiri líkur á því að eitthvað meira gerist. Þannig það er of snemmt að segja að það sé allt búið þarna.“ Gosið var það langlífasta á 21. öldinni og stóð yfir í sex mánuði.visir/Vilhelm Þannig annað gos er kannski ekki yfirvofandi? „Nei ég get ekki sagt það. Þessi kvika er að safnast þarna fyrir á fimmtán kílómetra dýpi og ef hún fer að færa sig nær yfirborðinu myndum við sjá breytingar á merkjum, bæði skjálftavirkni og önnur aflögunarmerki. Við erum ekki farin að sjá það ennþá.“ Það hefur verið skjálftavirkni við Keili - hver er staðan þar? „Það er auðvitað alltaf skjálftavirkni á Reykjanesskaganum. Það er hluti af bakgrunnsvirkni sem við búumst við. En þetta landris, við sjáum þessi merki meira og minna á öllum Reykjanesskaganum, það er hugsanlegt að þetta landsris hafi áhrif á skjálftavirknina,“ segir Kristín.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira