LeBron James lét dómarann senda stuðningsmenn í burtu Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2021 10:00 LeBron James var ekki hrifinn af því sem par á fremsta bekk hafði fram að færa. Skjáskot LeBron James var ósáttur við talsmáta tveggja stuðningsmanna Indiana Pacers og fékk í gegn að þeim yrði vísað í burtu í Indiana í gærkvöld. Hann innsiglaði í kjölfarið sigur Los Angeles Lakers, í framlengdum leik. Það var um miðja framlengingu sem að James kallaði á dómarann Rodney Mott og benti honum á tvo stuðningsmenn Indiana, karl og konu, sem sátu alveg við völlinn. Starfsmenn í höllinni, heimavelli Indiana, mættu á svæðið og eftir að hafa rætt við Mott leiddu þeir parið í burtu frá vellinum. Konan setti upp ýktan sorgarsvip en karlinn brosti er þau gengu í burtu, eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. LeBron unhappy with some fans courtside in Indiana pic.twitter.com/1Ud3B69G1E— The Action Network (@ActionNetworkHQ) November 25, 2021 James vildi ekki gefa upp hvað það var nákvæmlega sem að parið sagði sem varð til þess að hann krafðist þess að þeim yrði vísað í burtu. Það hefði hins vegar klárlega farið yfir strikið. „Það er ekki hægt að láta það viðgangast þegar fólk er með fruntalegt látbragð og orðbragð,“ sagði James eftir leik. „Það er munur á því að styðja sitt lið, og vilja ekki að hitt liðið vinni, og svo því að segja eitthvað sem ég myndi aldrei segja við stuðningsmann og þeir ættu aldrei að segja við mig,“ sagði James. James skoraði 39 stig í leiknum, í 124-116 sigri. Indiana sá ekki til sólar eftir að parið hafði verið rekið í burtu en liðið skoraði alls aðeins fjögur stig í framlengingunni. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira
Það var um miðja framlengingu sem að James kallaði á dómarann Rodney Mott og benti honum á tvo stuðningsmenn Indiana, karl og konu, sem sátu alveg við völlinn. Starfsmenn í höllinni, heimavelli Indiana, mættu á svæðið og eftir að hafa rætt við Mott leiddu þeir parið í burtu frá vellinum. Konan setti upp ýktan sorgarsvip en karlinn brosti er þau gengu í burtu, eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. LeBron unhappy with some fans courtside in Indiana pic.twitter.com/1Ud3B69G1E— The Action Network (@ActionNetworkHQ) November 25, 2021 James vildi ekki gefa upp hvað það var nákvæmlega sem að parið sagði sem varð til þess að hann krafðist þess að þeim yrði vísað í burtu. Það hefði hins vegar klárlega farið yfir strikið. „Það er ekki hægt að láta það viðgangast þegar fólk er með fruntalegt látbragð og orðbragð,“ sagði James eftir leik. „Það er munur á því að styðja sitt lið, og vilja ekki að hitt liðið vinni, og svo því að segja eitthvað sem ég myndi aldrei segja við stuðningsmann og þeir ættu aldrei að segja við mig,“ sagði James. James skoraði 39 stig í leiknum, í 124-116 sigri. Indiana sá ekki til sólar eftir að parið hafði verið rekið í burtu en liðið skoraði alls aðeins fjögur stig í framlengingunni. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira