Ógleymanleg ferð Íslendinga á stórleik Kansas City Chiefs og Dallas Cowboys Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2021 11:01 Eiríkur Stefán Ásgeirsson var mjög kátur með ferðina og mælir með slíkri ferð fyrir alla NFL-áhugamenn. Skjámynd/S2 Sport Lokasóknin var með sinn fréttaritara á leik Kansas City Chiefs og Dallas Cowboys í NFL-deildinni um helgina og sá hinni sami sýndi ferðasöguna í þættinum í gær. Eiríkur Stefán Ásgeirsson er vanalega fastur gestur í Lokasókninni á Stöð 2 Sport en hann var löglega afsakaður í síðasta þætti. Eiríkur Stefán skellti sér nefnilega á NFL-leik í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Skjámynd/S2 Sport Leikurinn var á Arrowhead leikvanginum í Kansas City sem þykir einn sá flottast í deildinni þegar kemur að geggjaðri stemmningu. „Okkar besti maður, Eiríkur Stefán, var fulltrúi Lokasóknarinnar á vellinum. Sérlegur fréttaskýrandi úti í Kansas og við skulum kíkja á innslag sem hann var að senda okkur,“ sagði Andri Ólafsson í upphafi innslagsins og skipti yfir á Eirík. „Ég er kominn til Kansas City, borgar sem er þekkt fyrir þrennt, barbecue, jazz og geggjaðan fótbolta,“ byrjaði Eiríkur Stefán innslagið sitt. Hann lét sér ekki nægja að fara á NFL-leik því daginn áður fór hann einnig á leik í háskólafótboltanum. Skjámynd/S2 Sport „Áður en við skellum okkur á leik með Kansas City Chiefs þá brugðum við okkur inn í hjarta Missouri fylkis til Colombia. Þar spilar Missouri Tigers í SEC háskóladeildinni,“ sagði Eiríkur Stefán. „Eftir frábæran dag á Missouri leiknum er komið að aðalatriðinu en það er auðvitað Kansas City Chiefs á móti Dallas Cowboys. Við strákarnir mættum snemma og erum búnir að vera að undirbúa okkur í allan dag ásamt þessu góða fólki sem kann svo sannarlega að Tailgata og við erum að læra af þeim bestu,“ sagði Eiríkur. Eiríkur tók meðal annars viðtal við einn stuðningsmann Kansas City Chiefs auk þess að sýna frá hvernig menn gera það á bílastæðinu í aðdraganda leiksins. Hann ræddi einnig við stuðningsmann Dallas sem hafði ferðast alla leið frá Texas. „Þetta var algjörlega stórkostleg reynsla og ég mæli með þessu fyrir hvern sem er sem hefur áhuga á NFL,“ sagði Eiríkur Stefán en það má sjá alla ferðasöguna hans hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Ferðasagan á leik Kansas City Chiefs og Dallas Cowboys NFL Íslendingar erlendis Lokasóknin Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Eiríkur Stefán Ásgeirsson er vanalega fastur gestur í Lokasókninni á Stöð 2 Sport en hann var löglega afsakaður í síðasta þætti. Eiríkur Stefán skellti sér nefnilega á NFL-leik í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Skjámynd/S2 Sport Leikurinn var á Arrowhead leikvanginum í Kansas City sem þykir einn sá flottast í deildinni þegar kemur að geggjaðri stemmningu. „Okkar besti maður, Eiríkur Stefán, var fulltrúi Lokasóknarinnar á vellinum. Sérlegur fréttaskýrandi úti í Kansas og við skulum kíkja á innslag sem hann var að senda okkur,“ sagði Andri Ólafsson í upphafi innslagsins og skipti yfir á Eirík. „Ég er kominn til Kansas City, borgar sem er þekkt fyrir þrennt, barbecue, jazz og geggjaðan fótbolta,“ byrjaði Eiríkur Stefán innslagið sitt. Hann lét sér ekki nægja að fara á NFL-leik því daginn áður fór hann einnig á leik í háskólafótboltanum. Skjámynd/S2 Sport „Áður en við skellum okkur á leik með Kansas City Chiefs þá brugðum við okkur inn í hjarta Missouri fylkis til Colombia. Þar spilar Missouri Tigers í SEC háskóladeildinni,“ sagði Eiríkur Stefán. „Eftir frábæran dag á Missouri leiknum er komið að aðalatriðinu en það er auðvitað Kansas City Chiefs á móti Dallas Cowboys. Við strákarnir mættum snemma og erum búnir að vera að undirbúa okkur í allan dag ásamt þessu góða fólki sem kann svo sannarlega að Tailgata og við erum að læra af þeim bestu,“ sagði Eiríkur. Eiríkur tók meðal annars viðtal við einn stuðningsmann Kansas City Chiefs auk þess að sýna frá hvernig menn gera það á bílastæðinu í aðdraganda leiksins. Hann ræddi einnig við stuðningsmann Dallas sem hafði ferðast alla leið frá Texas. „Þetta var algjörlega stórkostleg reynsla og ég mæli með þessu fyrir hvern sem er sem hefur áhuga á NFL,“ sagði Eiríkur Stefán en það má sjá alla ferðasöguna hans hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Ferðasagan á leik Kansas City Chiefs og Dallas Cowboys
NFL Íslendingar erlendis Lokasóknin Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira