Gerðist ekki sekur um stórkostlegt gáleysi þegar hann fjarlægði eggjastokk án leyfis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 16:38 Kvensjúkdómalæknir á Landspítala gerðist ekki brotlegur um stórkostlegt gáleysi þegar hann fjarlægði vinstri eggjastokk úr sjúklingi, sem ekki hafði gefið leyfi fyrir því. Landspítali/Þorkell Þorkelsson Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að kvensjúkdómalæknir, sem fjarlægði eggjastokk úr skjólstæðingi án leyfis, hafi ekki gerst brotlegur um stórkostlegt gáleysi. Vegna þessa er Sjúkratryggingum Íslands ekki skylt að greiða sjúklingnum tvær milljónir í miskabætur. Dómur í málinu var kveðinn upp í héraðsdómi í dag en má rekja aftur til ársins 2015 þegar stefnandinn gekkst undir kviðarholsspeglun á Landspítala. Var hún þá 34 ára gömul og átti að baki langa sögu um sjúkdóminn endómetríósu, eða legslímuflakk. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að einstaklingur með endómetríósu fær mánaðarlega innvortis blæðingar þar sem endómetríósufrumur hafa lagst, sem getur verið á hinum ýmsu líffærum. Þar sem blóðið kemst hvergi í burtu geta myndast blöðrur á blæðingarstöðum. Þá geta myndast samgróningar milli líffæra og innan kviðarholsins eða annars staðar í líkama sem getur valdið miklum sársauka. Undirbúningur fyrir glasafrjóvgunarmeðferð en varð ófrjó Aðgerð konunnar framkvæmdi kvensjúkdómalæknir á Landspítala, öðrum kvensjúkdómalækni en sá sem hafði meðhöndlað hana í langan tíma. Speglunin var undirbúningur fyrir glasafrjóvgunarmeðferð sem konan hugðist gangast undir. Samkvæmt dómi héraðsdóms stóð til í aðgerðinni að brenna endómetríósu, fjarlægja stórt endómetríóma á hægri eggjastokk og eftir atvikum sjálfan eggjastokkinn ásamt því að leysa úr samvöxtum í kviðarholi sem gætu valdið konunni sársauka. Upplýsti kvensjúkdómalæknirinn, sem framkvæmdi aðgerðina, konuna um að mögulega gæti hlotist af líffæraskaði í aðgerðinni eins og gat á görn, blöðru eða öðrum líffærum. Á eyðublaði sem konan skrifaði undir, var handskrifaður texti þar sem stóð að til stæði að fjarlægja hægri eggjastokk og eggjaleiðara, fjarlægja blöðru af vinstri eggjastokki og fleira. Þá hafi fram komið á eyðublaðinu að kæmi upp ófyrirséð vandamál á meðan á aðgerð stæði væri hún samþykk því að á þeim vandamálum væri tekið eftir þörfum. Með undirritun eyðublaðsins væri réttur hennar til málsóknar skertur. Í aðgerðinni fundust nokkur minni endómetríóma á vinstri eggjastokknum, sem ekki átti að fjarlægja en svo fór að læknirinn taldi nauðsynlegt að fjarlægja hann líka. Báðir eggjastokkar konunnar voru því fjarlægðir sem hafði í för með sér ótímabær tíðahvörf. Konan hafnar því alfarið að hafa veitt samþykki fyrir því að vinstri eggjastokkurinn yrði fjarlægður. Læknisfræðilega hefði verið rétt að fjarlægja báða eggjastokkana Árið 2016 kvartaði konan til embættis landlæknis sem komst að þeirri niðurstöðu í maí 2018 að lækninum hefðu ekki orðið á mistök og hún hafi ekki sýnt af sér vanrækslu vð undirbúning og framkvæmd aðgerðarinnar. Í bréfi sem læknirinn sendi landlækni árið 2017 kom jafnframt fram að í aðgerðinni hafi komið í ljós að báðir eggjastokkar væru gegnumgrónir af endómetríósu. Þá viðurkenndi læknirinn að samskipti milli hennar og sjúklingsins hafi greinilega ekki verið nægilega góð. Þá aflaði Embætti landlæknis við rannsókn sína á málinu álits hjá Jóni Ívari Einarssyni, lækni við læknadeild Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Fram kemur í álitinu að læknisfræðilega hafi það sennilega verið rétt ákvörðun að fjarlægja báða eggjastokkana. Ummæli í aðgerðarnótu um samtal við stefnanda um að ef til vill þyrfti að fjarlægja báða eggjastokkana hafi aftur á móti ekki komið fram á svokölluðu samþykkisblaði fyrir aðgerð. Því vantaði skrásett samþykki sjúklingsins. Í desember 2016 sótti konan um bætur hjá Sjúkratryggingum Íslands vegna málsins. Með ákvörðun þann 28. janúar 2019 neituðu sjúkratryggingar bótaskyldu og var sú ákvörðun síðan staðfest af úrskurðarnefnd velferðarmála í september 2019. Samskipti læknis og sjúklings ófullnægjandi Þá var leitast eftir mati Sólveigar Þórarinsdóttur kvensjúkdómalæknis og Sigurðar R. Arnalds lögmanns af héraðsdómi. Mátu þau svo að læknismeðferðin hafi ekki verið fullnægjandi hvað varðaði samband læknis og skjólstæðings. Þau fyndu hins vegar ekkert að framkvæmd skurðaðgerðarinnar sjálfrar. Læknirinn hafi, í hita aðgerðarinnar, þurft að ákveða hvort víkja ætti frá aðgerðaráætluninni og fjarlægja vinstri eggjastokkinn. Hitt væri annað að ákvörðun að fjarlægja báða eggjastokka úr 34 ára konu væri stór ákvörðun. Ótímabærum tíðahvörfum fylgi margvísleg óþægindi. Þá sé ekki hægt að fullyrða að eggjastokksvefur úr vinstri eggjastokki hafi verið algjörlega óvirkur hvað varði framleiðslu hormóna. Þá hefði eggjataka úr vinstri eggjastokki líklega orðið erfið. Almennt en ekki stórkostlegt gáleysi Niðurstaða dómsins er sú að læknirinn hafi ekki aflað samþykkis stefnanda fyrir því að vinstri eggjastokkurinn yrði fjarlægður eins og honum hafi borið að gera. Þar með hafi læknirinn sýnt af sér saknæma háttsetmi. Dómurinn fellst þó ekki á að læknirinn hafi að öðru leyti sýnt af sér gáleysi. Þá liggi ekkert fyrir um að framkvæmd skurðaðgerðarinnar sjálfrar hafi verið annmörkum háð. Þá sé ljóst að vinstri eggjastokkurinn hafi verið verulega illa farinn af endómetríósu og útlitið hafi bent til að grunnsjúkdómur hennar væri að valda ófrjósemi sem erfitt væri að gefa vel heppnaða meðferð við. Þá sé þekkt að endómetríósa geti haldið áfram að hrjá koknur þó þær séu komnar á breytingarskeið. Hefði vinstri eggjastokkurinn verið skilinn eftir hefði það getað leitt til sársauka hjá sjúklingi. Mat dómsins að öllu framangreindu sé að læknirinn hafi sýnt af sér almennt en ekki stórkostlegt gáleysi. Geti því ekki komið til þess að Sjúkratryggingum sé gert að greiða konunni miskabætur. Dómsmál Heilbrigðismál Tryggingar Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Sjá meira
Dómur í málinu var kveðinn upp í héraðsdómi í dag en má rekja aftur til ársins 2015 þegar stefnandinn gekkst undir kviðarholsspeglun á Landspítala. Var hún þá 34 ára gömul og átti að baki langa sögu um sjúkdóminn endómetríósu, eða legslímuflakk. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að einstaklingur með endómetríósu fær mánaðarlega innvortis blæðingar þar sem endómetríósufrumur hafa lagst, sem getur verið á hinum ýmsu líffærum. Þar sem blóðið kemst hvergi í burtu geta myndast blöðrur á blæðingarstöðum. Þá geta myndast samgróningar milli líffæra og innan kviðarholsins eða annars staðar í líkama sem getur valdið miklum sársauka. Undirbúningur fyrir glasafrjóvgunarmeðferð en varð ófrjó Aðgerð konunnar framkvæmdi kvensjúkdómalæknir á Landspítala, öðrum kvensjúkdómalækni en sá sem hafði meðhöndlað hana í langan tíma. Speglunin var undirbúningur fyrir glasafrjóvgunarmeðferð sem konan hugðist gangast undir. Samkvæmt dómi héraðsdóms stóð til í aðgerðinni að brenna endómetríósu, fjarlægja stórt endómetríóma á hægri eggjastokk og eftir atvikum sjálfan eggjastokkinn ásamt því að leysa úr samvöxtum í kviðarholi sem gætu valdið konunni sársauka. Upplýsti kvensjúkdómalæknirinn, sem framkvæmdi aðgerðina, konuna um að mögulega gæti hlotist af líffæraskaði í aðgerðinni eins og gat á görn, blöðru eða öðrum líffærum. Á eyðublaði sem konan skrifaði undir, var handskrifaður texti þar sem stóð að til stæði að fjarlægja hægri eggjastokk og eggjaleiðara, fjarlægja blöðru af vinstri eggjastokki og fleira. Þá hafi fram komið á eyðublaðinu að kæmi upp ófyrirséð vandamál á meðan á aðgerð stæði væri hún samþykk því að á þeim vandamálum væri tekið eftir þörfum. Með undirritun eyðublaðsins væri réttur hennar til málsóknar skertur. Í aðgerðinni fundust nokkur minni endómetríóma á vinstri eggjastokknum, sem ekki átti að fjarlægja en svo fór að læknirinn taldi nauðsynlegt að fjarlægja hann líka. Báðir eggjastokkar konunnar voru því fjarlægðir sem hafði í för með sér ótímabær tíðahvörf. Konan hafnar því alfarið að hafa veitt samþykki fyrir því að vinstri eggjastokkurinn yrði fjarlægður. Læknisfræðilega hefði verið rétt að fjarlægja báða eggjastokkana Árið 2016 kvartaði konan til embættis landlæknis sem komst að þeirri niðurstöðu í maí 2018 að lækninum hefðu ekki orðið á mistök og hún hafi ekki sýnt af sér vanrækslu vð undirbúning og framkvæmd aðgerðarinnar. Í bréfi sem læknirinn sendi landlækni árið 2017 kom jafnframt fram að í aðgerðinni hafi komið í ljós að báðir eggjastokkar væru gegnumgrónir af endómetríósu. Þá viðurkenndi læknirinn að samskipti milli hennar og sjúklingsins hafi greinilega ekki verið nægilega góð. Þá aflaði Embætti landlæknis við rannsókn sína á málinu álits hjá Jóni Ívari Einarssyni, lækni við læknadeild Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Fram kemur í álitinu að læknisfræðilega hafi það sennilega verið rétt ákvörðun að fjarlægja báða eggjastokkana. Ummæli í aðgerðarnótu um samtal við stefnanda um að ef til vill þyrfti að fjarlægja báða eggjastokkana hafi aftur á móti ekki komið fram á svokölluðu samþykkisblaði fyrir aðgerð. Því vantaði skrásett samþykki sjúklingsins. Í desember 2016 sótti konan um bætur hjá Sjúkratryggingum Íslands vegna málsins. Með ákvörðun þann 28. janúar 2019 neituðu sjúkratryggingar bótaskyldu og var sú ákvörðun síðan staðfest af úrskurðarnefnd velferðarmála í september 2019. Samskipti læknis og sjúklings ófullnægjandi Þá var leitast eftir mati Sólveigar Þórarinsdóttur kvensjúkdómalæknis og Sigurðar R. Arnalds lögmanns af héraðsdómi. Mátu þau svo að læknismeðferðin hafi ekki verið fullnægjandi hvað varðaði samband læknis og skjólstæðings. Þau fyndu hins vegar ekkert að framkvæmd skurðaðgerðarinnar sjálfrar. Læknirinn hafi, í hita aðgerðarinnar, þurft að ákveða hvort víkja ætti frá aðgerðaráætluninni og fjarlægja vinstri eggjastokkinn. Hitt væri annað að ákvörðun að fjarlægja báða eggjastokka úr 34 ára konu væri stór ákvörðun. Ótímabærum tíðahvörfum fylgi margvísleg óþægindi. Þá sé ekki hægt að fullyrða að eggjastokksvefur úr vinstri eggjastokki hafi verið algjörlega óvirkur hvað varði framleiðslu hormóna. Þá hefði eggjataka úr vinstri eggjastokki líklega orðið erfið. Almennt en ekki stórkostlegt gáleysi Niðurstaða dómsins er sú að læknirinn hafi ekki aflað samþykkis stefnanda fyrir því að vinstri eggjastokkurinn yrði fjarlægður eins og honum hafi borið að gera. Þar með hafi læknirinn sýnt af sér saknæma háttsetmi. Dómurinn fellst þó ekki á að læknirinn hafi að öðru leyti sýnt af sér gáleysi. Þá liggi ekkert fyrir um að framkvæmd skurðaðgerðarinnar sjálfrar hafi verið annmörkum háð. Þá sé ljóst að vinstri eggjastokkurinn hafi verið verulega illa farinn af endómetríósu og útlitið hafi bent til að grunnsjúkdómur hennar væri að valda ófrjósemi sem erfitt væri að gefa vel heppnaða meðferð við. Þá sé þekkt að endómetríósa geti haldið áfram að hrjá koknur þó þær séu komnar á breytingarskeið. Hefði vinstri eggjastokkurinn verið skilinn eftir hefði það getað leitt til sársauka hjá sjúklingi. Mat dómsins að öllu framangreindu sé að læknirinn hafi sýnt af sér almennt en ekki stórkostlegt gáleysi. Geti því ekki komið til þess að Sjúkratryggingum sé gert að greiða konunni miskabætur.
Dómsmál Heilbrigðismál Tryggingar Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Sjá meira