Fleiri fóru yfir Ermarsundið í dag og tala látinna hækkar Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2021 16:38 Nýlegar grafir farand- og flóttafólks í Calais í Frakklandi. AP/Rafael Yaghobzadeh Fleiri Farand- og flóttamenn hafa lagt leið sína yfir Ermarsundið við erfiðar aðstæður í dag. Það er degi eftir að minnst 27 drukknuðu eftir að loftið fór úr slöngubát þeirra á Ermarsundinu. Meðal þeirra sem dóu voru ólétt kona og minnst þrjú börn. Tveir sem voru um borð í bátnum eru í alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi í Frakklandi vegna ofkælingar, samkvæmt frétt BBC. Annar þeirra er frá Írak og hinn er frá Sómalíu. Eitt lík til viðbótar fannst í dag en ekki liggur fyrir hvort viðkomandi hafi verið um borð í bátnum sem fórst í gær eða einhverjum öðrum. BBC segir fimm hafa verið handtekna vegna slyssins í gær og hafa saksóknarar í Frakklandi opnað manndráps-rannsókn vegna dauðsfallanna. Í dag náðu um 40 farand- og flóttamenn í land við Dover en aðstæður á svæðinu voru nokkuð erfiðar. Kalt er í veðri og nokkur vindur en hann varð öflugri seinni partinn og hætti fólk við að reyna að fara yfir Ermarsundið. Hér má sjá stutta sjónvarpsfrétt Sky News þar sem meðal annars má sjá mynd sem sögð er vera af bátnum sem fórst í gær. Yfirvöld í Bretlandi hafa heitið því að fara í harðar aðgerðir gegn smyglurum sem flytji fólk yfir Ermarsundið. Talið er að þeir taki um þrjú þúsund pund fyrir að koma einni manneskju um borð í báta. Það samsvarar rúmum fimm hundruð þúsund krónum. Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, mun ræða við Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands í dag, og ætlar Patel að bjóða Frökkum mikla aðstoð við að herja á smyglara. Frakkar segjast ætla að auka öryggi við Ermasundið. Sky News hefur eftir Darmanin að mun meiri samvinnu ríkja á milli sé þörf. Ekki bara frá Bretum heldur einnig frá Belgíu og Þýskalandi. Þar þurfi ráðamenn einnig að beita sér gegn smyglurum og koma að málefnum farand- og flóttafólks. Í annarri frétt Sky segir að það sé gífurlega auðvelt að finna smyglara sem flytja fólk yfir Ermarsundið. Nóg sé í mörgum tilfellum að skrifa leita með orðinu „smyglari“ á samfélagsmiðlum. Auglýsingar um leiðir inn í Evrópu og Bretland séu iðulega auglýstar á samfélagsmiðlum. Bretland Flóttamenn Frakkland Evrópusambandið Tengdar fréttir Hittast á neyðarfundi vegna dauðsfalla flóttafólks á Ermarsundi Franska ríkisstjórnin hittist í dag á neyðarfundi til að ræða málefni flóttafólks, eftir að 27 drukknuðu í gær á Ermarsundi við að reyna að komast til Bretlands. 25. nóvember 2021 07:25 Tugir flóttamanna fórust á Ermarsundi í morgun Að minnsta kosti þrjátíu flóttamenn létu lífið á Ermarsundi eftir að bátur þeirra sökk nærri Calais í Frakklandi. Um fimmtíu voru um borð í bátnum og einhverra er enn leitað. Aldrei hafa fleiri flóttamenn látið lífið á Ermarsundi. 24. nóvember 2021 21:47 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Tveir sem voru um borð í bátnum eru í alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi í Frakklandi vegna ofkælingar, samkvæmt frétt BBC. Annar þeirra er frá Írak og hinn er frá Sómalíu. Eitt lík til viðbótar fannst í dag en ekki liggur fyrir hvort viðkomandi hafi verið um borð í bátnum sem fórst í gær eða einhverjum öðrum. BBC segir fimm hafa verið handtekna vegna slyssins í gær og hafa saksóknarar í Frakklandi opnað manndráps-rannsókn vegna dauðsfallanna. Í dag náðu um 40 farand- og flóttamenn í land við Dover en aðstæður á svæðinu voru nokkuð erfiðar. Kalt er í veðri og nokkur vindur en hann varð öflugri seinni partinn og hætti fólk við að reyna að fara yfir Ermarsundið. Hér má sjá stutta sjónvarpsfrétt Sky News þar sem meðal annars má sjá mynd sem sögð er vera af bátnum sem fórst í gær. Yfirvöld í Bretlandi hafa heitið því að fara í harðar aðgerðir gegn smyglurum sem flytji fólk yfir Ermarsundið. Talið er að þeir taki um þrjú þúsund pund fyrir að koma einni manneskju um borð í báta. Það samsvarar rúmum fimm hundruð þúsund krónum. Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, mun ræða við Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands í dag, og ætlar Patel að bjóða Frökkum mikla aðstoð við að herja á smyglara. Frakkar segjast ætla að auka öryggi við Ermasundið. Sky News hefur eftir Darmanin að mun meiri samvinnu ríkja á milli sé þörf. Ekki bara frá Bretum heldur einnig frá Belgíu og Þýskalandi. Þar þurfi ráðamenn einnig að beita sér gegn smyglurum og koma að málefnum farand- og flóttafólks. Í annarri frétt Sky segir að það sé gífurlega auðvelt að finna smyglara sem flytja fólk yfir Ermarsundið. Nóg sé í mörgum tilfellum að skrifa leita með orðinu „smyglari“ á samfélagsmiðlum. Auglýsingar um leiðir inn í Evrópu og Bretland séu iðulega auglýstar á samfélagsmiðlum.
Bretland Flóttamenn Frakkland Evrópusambandið Tengdar fréttir Hittast á neyðarfundi vegna dauðsfalla flóttafólks á Ermarsundi Franska ríkisstjórnin hittist í dag á neyðarfundi til að ræða málefni flóttafólks, eftir að 27 drukknuðu í gær á Ermarsundi við að reyna að komast til Bretlands. 25. nóvember 2021 07:25 Tugir flóttamanna fórust á Ermarsundi í morgun Að minnsta kosti þrjátíu flóttamenn létu lífið á Ermarsundi eftir að bátur þeirra sökk nærri Calais í Frakklandi. Um fimmtíu voru um borð í bátnum og einhverra er enn leitað. Aldrei hafa fleiri flóttamenn látið lífið á Ermarsundi. 24. nóvember 2021 21:47 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Hittast á neyðarfundi vegna dauðsfalla flóttafólks á Ermarsundi Franska ríkisstjórnin hittist í dag á neyðarfundi til að ræða málefni flóttafólks, eftir að 27 drukknuðu í gær á Ermarsundi við að reyna að komast til Bretlands. 25. nóvember 2021 07:25
Tugir flóttamanna fórust á Ermarsundi í morgun Að minnsta kosti þrjátíu flóttamenn létu lífið á Ermarsundi eftir að bátur þeirra sökk nærri Calais í Frakklandi. Um fimmtíu voru um borð í bátnum og einhverra er enn leitað. Aldrei hafa fleiri flóttamenn látið lífið á Ermarsundi. 24. nóvember 2021 21:47