Fílabeinsturninn og Landspítali Ágúst Kristján Steinarrsson skrifar 25. nóvember 2021 21:30 Þau sem stödd eru í fílabeinsturni, vita sjaldnast af því. Þannig skynja þau jafnvel ekki forréttindi sín, gera sér ekki grein fyrir takmörkunum sínum og sjá óskýrt stöðu mála. Þessu hef ég kynnst af eigin raun. Þegar ég hóf störf sem sjálfstætt starfandi stjórnunarráðgjafi hóf ég samhliða að starfa sem jöklaleiðsögumaður í hlutastarfi. Þar fór ég með ferðamenn í ævintýraferðir á jökla, með brodda á fótum og belti um mitti. Jöklastarfið var um margt merkilegt þar sem ég fékk að upplifa skemmtilegasta starf í heimi, enda umkringdur jákvæðum ferðamönnum, íslenskri náttúru og samhuga samstarfsmönnum. En það var annað sem ég fékk að upplifa sem var ansi merkilegt. Ég var í framlínustarfi. Stökkið frá toppi turnsins var ansi langt þar sem ég var allt í einu í framvarðasveitinni. Fram að þeim tíma hafði ég alltaf starfað ofarlega á stjórnunarstigi vinnustaða, sem verkefnastjóri, stjórnandi og ráðgjafi. Á tíðum var ég fullkomlega ómeðvitaður um fílabeinsturninn sem ég var í. Þar var ég að taka ákvarðanir og innleiða breytingar eftir bestu vitund, mestu einlægni og vilja til þess að hafa áhrif til umbóta. Svo var ég allt í einu starfsmaður á plani. Starfmaður sem var farinn að fá tölvupósta, frá fólki sem ég hafði ekki séð, um hagræðingar og aðhald, skipuritsbreytingar, gildi og nýja stefnu. Á sama tíma var ekki hlustað á óskir starfsfólks um nauðsynlegar lagfæringar á húsnæði og almennar tillögur um umbætur. Um leið og ég var að furða mig á þessum hvötum stjórnenda áttaði ég mig á því að ég var einu sinni á nákvæmlega sama stað og hafði í blindni sent svipaðar tilkynningar til míns starfsfólks. Jöklaleiðsögnin reyndist mér verðmætur skóli og hefur haft töluverð áhrif á mig sem ráðgjafa. Þegar ég starfa með stjórnendum í dag, reyni ég eins og best ég get, að setja mig inn í hugarheim starfsfólks. Svo að stjórnendur sem ég starfa með séu ekki fastir í fílabeinsturninum. Til þessa hafa nokkur lykilatriði reynst vel, en þau eru helst að hafa réttar upplýsingar um starfsemina, hafa virkt samtal við starfsfólk og, það sem ég tel mikilvægast, treysta þeim og láta þá finna fyrir því trausti. Setjum þetta í samhengi. Ljóst er að rík hætta er á of mikilli fjarlægð frá stjórnvaldi til stjórnenda og starfsmanna stofnana landsins. Nærtækasta dæmið í dag er staða Landspítala. Opinber umræða þar gefur til kynna að upplifanir ráðherra og ráðuneytis annars vegar og stjórnenda/starfsfólks spítalans séu ólíkar. Eflaust eru til staðar einhverjir mælikvarðar sem lesið er í en á móti má spyrja hversu virkt samtalið er við fólkið í framlínunni. Velta má því upp hvort stjórnvöld myndu haga málum öðruvísi, t.d. ef þau myndu sitja vikulega stöðufundi stjórnenda þar sem farið er yfir stöðu og álag spítalans. Það þarf ekki að sitja marga slíka fundi til að fá álagið beint í æð – sem gæti kveikt í nýjum vilja til umbóta. Þá myndu viðbrögð stjórnvalda kannski vera af þeim toga að starfsfólki finnist því vera treyst fyrir starfi sínu. Vandinn við fílabeinsturninn er að það er erfitt að átta sig á því að maður sitji á toppi hans. Það get ég vottað fyrir. Hvatir eru einlægar og trúin á því að maður sé að starfa í allra hag er yfirgnæfandi. Þannig er maður jafnvel blindaður af eigin góðmennsku, þannig að maður sér ekki veikleika eigin aðgerða. Samt eru allir vissulega að gera sitt besta. Það má segja að þessi skrif séu skrifuð úr mínum fílabeinsturni. En ég get aftur á móti fullyrt að starfsfólk á plani veit margt og á þau má hlusta. Höfundur er stjórnunarráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Sjá meira
Þau sem stödd eru í fílabeinsturni, vita sjaldnast af því. Þannig skynja þau jafnvel ekki forréttindi sín, gera sér ekki grein fyrir takmörkunum sínum og sjá óskýrt stöðu mála. Þessu hef ég kynnst af eigin raun. Þegar ég hóf störf sem sjálfstætt starfandi stjórnunarráðgjafi hóf ég samhliða að starfa sem jöklaleiðsögumaður í hlutastarfi. Þar fór ég með ferðamenn í ævintýraferðir á jökla, með brodda á fótum og belti um mitti. Jöklastarfið var um margt merkilegt þar sem ég fékk að upplifa skemmtilegasta starf í heimi, enda umkringdur jákvæðum ferðamönnum, íslenskri náttúru og samhuga samstarfsmönnum. En það var annað sem ég fékk að upplifa sem var ansi merkilegt. Ég var í framlínustarfi. Stökkið frá toppi turnsins var ansi langt þar sem ég var allt í einu í framvarðasveitinni. Fram að þeim tíma hafði ég alltaf starfað ofarlega á stjórnunarstigi vinnustaða, sem verkefnastjóri, stjórnandi og ráðgjafi. Á tíðum var ég fullkomlega ómeðvitaður um fílabeinsturninn sem ég var í. Þar var ég að taka ákvarðanir og innleiða breytingar eftir bestu vitund, mestu einlægni og vilja til þess að hafa áhrif til umbóta. Svo var ég allt í einu starfsmaður á plani. Starfmaður sem var farinn að fá tölvupósta, frá fólki sem ég hafði ekki séð, um hagræðingar og aðhald, skipuritsbreytingar, gildi og nýja stefnu. Á sama tíma var ekki hlustað á óskir starfsfólks um nauðsynlegar lagfæringar á húsnæði og almennar tillögur um umbætur. Um leið og ég var að furða mig á þessum hvötum stjórnenda áttaði ég mig á því að ég var einu sinni á nákvæmlega sama stað og hafði í blindni sent svipaðar tilkynningar til míns starfsfólks. Jöklaleiðsögnin reyndist mér verðmætur skóli og hefur haft töluverð áhrif á mig sem ráðgjafa. Þegar ég starfa með stjórnendum í dag, reyni ég eins og best ég get, að setja mig inn í hugarheim starfsfólks. Svo að stjórnendur sem ég starfa með séu ekki fastir í fílabeinsturninum. Til þessa hafa nokkur lykilatriði reynst vel, en þau eru helst að hafa réttar upplýsingar um starfsemina, hafa virkt samtal við starfsfólk og, það sem ég tel mikilvægast, treysta þeim og láta þá finna fyrir því trausti. Setjum þetta í samhengi. Ljóst er að rík hætta er á of mikilli fjarlægð frá stjórnvaldi til stjórnenda og starfsmanna stofnana landsins. Nærtækasta dæmið í dag er staða Landspítala. Opinber umræða þar gefur til kynna að upplifanir ráðherra og ráðuneytis annars vegar og stjórnenda/starfsfólks spítalans séu ólíkar. Eflaust eru til staðar einhverjir mælikvarðar sem lesið er í en á móti má spyrja hversu virkt samtalið er við fólkið í framlínunni. Velta má því upp hvort stjórnvöld myndu haga málum öðruvísi, t.d. ef þau myndu sitja vikulega stöðufundi stjórnenda þar sem farið er yfir stöðu og álag spítalans. Það þarf ekki að sitja marga slíka fundi til að fá álagið beint í æð – sem gæti kveikt í nýjum vilja til umbóta. Þá myndu viðbrögð stjórnvalda kannski vera af þeim toga að starfsfólki finnist því vera treyst fyrir starfi sínu. Vandinn við fílabeinsturninn er að það er erfitt að átta sig á því að maður sitji á toppi hans. Það get ég vottað fyrir. Hvatir eru einlægar og trúin á því að maður sé að starfa í allra hag er yfirgnæfandi. Þannig er maður jafnvel blindaður af eigin góðmennsku, þannig að maður sér ekki veikleika eigin aðgerða. Samt eru allir vissulega að gera sitt besta. Það má segja að þessi skrif séu skrifuð úr mínum fílabeinsturni. En ég get aftur á móti fullyrt að starfsfólk á plani veit margt og á þau má hlusta. Höfundur er stjórnunarráðgjafi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun