Dagurinn snúist um að njóta með fjölskyldunni og vera þakklátur Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. nóvember 2021 23:00 Justin og Guðrún ásamt foreldrum þeirra beggja og tveimur dætrum. Vísir/Egill Þakkargjörðarhátíðin var haldin hátíðleg í dag og á morgun taka verslanir víða um land þátt í afsláttargleðinni sem fylgir Svörtum föstudegi. Um er að ræða einn stærsta verslunardag ársins og nýtur hann sífellt meiri vinsælda hér á landi. Svartur föstudagur fer fram á morgun og taka verslanir víða um land þátt í afsláttargleðinni. Um er að ræða einn stærsta verslunardag ársins og nýtur hann sífellt meiri vinsælda hér á landi. Dagurinn fer fram ár degi eftir þakkargjörðarhátíðina sem haldin er hátíðleg í Bandaríkjunum fjórða fimmtudag nóvembermánaðar ár hvert. Bandaríska verslunarhefðin hefur á undanförnum árum verið tekin upp í ýmsum löndum, þar á meðal á Íslandi. Þó nokkrar verslanir hafa tekið forskot á sæluna og byrjað að bjóða upp á tilboð fyrr í vikunni og halda jafnvel áfram fram yfir helgina. Hver verslunin á fætur annarri keppist nú við að laða fólk til sín og því hafa viðskiptavinir úr nægu að velja. Þrátt fyrir að Svartur föstudagur, og Stafrænn mánudagur sem fylgir eftir helgina, sé áberandi hér á landi virðast Íslendingar halda minna upp á Þakkargjörðarhátíðina sjálfa, sem tengist verslunardeginum órjúfanlegum böndum. Með árunum virðast þó fleiri vera meðvitaðir um hátíðina og er boðið upp á hátíðarkalkún víða í tilefni dagsins. Þá halda einhverjar fjölskyldur boð þar sem alls kyns kræsingar eru á boðstólum og er þar haldið meira í hefðirnar. Fara hringinn og segja hvað þau eru þakklát fyrir Justin Shouse og Guðrún Edda Sveinbjörnsdóttir eru meðal þeirra sem halda daginn hátíðlegan ár hvert en Justin er sjálfur frá Bandaríkjunum og þekkir því vel til hefðarinnar. Foreldrar hans náðu að fagna hátíðinni með fjölskyldunni en að sögn Justins er móðir hans aðalkokkurinn. Fjölskyldan tjaldaði öllu til í tilefni dagsins. Vísir/Egill „Við erum með kalkún, skinku, gular baunir og ostakartöflur, sem eru mjög mikilvægar fyrir okkar fjölskyldu, sæt kartöflumús, og mikil sósa, alltaf mikil sósa,“ segja Justin og Guðrún um hátíðarmatseðilinn þetta árið en þar að auki var að finna svokölluð djöflaegg, trönuberjasultu og eplasósu á boðstólum. Justin hefur ávalt haldið upp á Þakkargjörðina og gerir það yfirleitt með foreldrum sínum en þau náðu því ekki í fyrra og því tvöföld hátíð hjá þeim þetta árið. Íslendingar þekkja eflaust til Þakkargjörðarhátíðarinnar úr bíómyndum en þar má oftast sjá fólk fara hringinn áður en borðhald hefst til að fara yfir það sem hver og einn er þakklátur fyrir auk þess sem farið er með bæn. Að sögn Justins náðu kvikmyndirnar því rétt og er það einmitt þannig sem máltíðin hefst hjá fjölskyldunni. „Hjá okkur snýst þetta um fjölskyldu og góðan mat, vinir að koma saman og borða saman, bara að njóta dagsins, hafa gaman, og vera þakklátur. Það er bara mjög gaman að fagna því,“ segir Justin. Matur Bandaríkin Verslun Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Svartur föstudagur fer fram á morgun og taka verslanir víða um land þátt í afsláttargleðinni. Um er að ræða einn stærsta verslunardag ársins og nýtur hann sífellt meiri vinsælda hér á landi. Dagurinn fer fram ár degi eftir þakkargjörðarhátíðina sem haldin er hátíðleg í Bandaríkjunum fjórða fimmtudag nóvembermánaðar ár hvert. Bandaríska verslunarhefðin hefur á undanförnum árum verið tekin upp í ýmsum löndum, þar á meðal á Íslandi. Þó nokkrar verslanir hafa tekið forskot á sæluna og byrjað að bjóða upp á tilboð fyrr í vikunni og halda jafnvel áfram fram yfir helgina. Hver verslunin á fætur annarri keppist nú við að laða fólk til sín og því hafa viðskiptavinir úr nægu að velja. Þrátt fyrir að Svartur föstudagur, og Stafrænn mánudagur sem fylgir eftir helgina, sé áberandi hér á landi virðast Íslendingar halda minna upp á Þakkargjörðarhátíðina sjálfa, sem tengist verslunardeginum órjúfanlegum böndum. Með árunum virðast þó fleiri vera meðvitaðir um hátíðina og er boðið upp á hátíðarkalkún víða í tilefni dagsins. Þá halda einhverjar fjölskyldur boð þar sem alls kyns kræsingar eru á boðstólum og er þar haldið meira í hefðirnar. Fara hringinn og segja hvað þau eru þakklát fyrir Justin Shouse og Guðrún Edda Sveinbjörnsdóttir eru meðal þeirra sem halda daginn hátíðlegan ár hvert en Justin er sjálfur frá Bandaríkjunum og þekkir því vel til hefðarinnar. Foreldrar hans náðu að fagna hátíðinni með fjölskyldunni en að sögn Justins er móðir hans aðalkokkurinn. Fjölskyldan tjaldaði öllu til í tilefni dagsins. Vísir/Egill „Við erum með kalkún, skinku, gular baunir og ostakartöflur, sem eru mjög mikilvægar fyrir okkar fjölskyldu, sæt kartöflumús, og mikil sósa, alltaf mikil sósa,“ segja Justin og Guðrún um hátíðarmatseðilinn þetta árið en þar að auki var að finna svokölluð djöflaegg, trönuberjasultu og eplasósu á boðstólum. Justin hefur ávalt haldið upp á Þakkargjörðina og gerir það yfirleitt með foreldrum sínum en þau náðu því ekki í fyrra og því tvöföld hátíð hjá þeim þetta árið. Íslendingar þekkja eflaust til Þakkargjörðarhátíðarinnar úr bíómyndum en þar má oftast sjá fólk fara hringinn áður en borðhald hefst til að fara yfir það sem hver og einn er þakklátur fyrir auk þess sem farið er með bæn. Að sögn Justins náðu kvikmyndirnar því rétt og er það einmitt þannig sem máltíðin hefst hjá fjölskyldunni. „Hjá okkur snýst þetta um fjölskyldu og góðan mat, vinir að koma saman og borða saman, bara að njóta dagsins, hafa gaman, og vera þakklátur. Það er bara mjög gaman að fagna því,“ segir Justin.
Matur Bandaríkin Verslun Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira