Skallaði andstæðing og ógnaði dómara Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2021 07:30 Lið Stál-úlfs er í 6. sæti í 2. deildinni. Facebook/@stalulfur Leikmaður Stál-úlfs í 2. deild karla í körfubolta hefur verið úrskurðaður í fimm leikja bann vegna framgöngu sinnar í leik gegn Þrótti Vogum fyrr í þessum mánuði. Leikmaðurinn, Karolis Venclovas, skallaði einn af leikmönnum Þróttar í höfuðið og ógnaði einnig dómara leiksins, að því er fram kemur í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KKÍ. Karolis mun hafa skallað andstæðing sinn án aðdraganda og fyrirvara. Fyrir það fékk hann óíþróttamannslega villu sem síðar var uppfærð í brottrekstrarvillu. Karolis brást mjög illa við því og gekk að dómara leiksins „með ógnandi fasi og framkomu,“ samkvæmt atvikaskýrslu. „Kærði hafi sett brjóstkassa sinn upp að brjóstkassa dómara og fært andlit sitt í persónulegt rými dómara, að því er virtist mjög meðvitaður um hæðarmismun þeirra. Loks hafi kærði látið orð falla á móðurmáli sínu sem dómari hafi túlkað sem niðrandi í ljósi aðstæðna,“ segir þar jafnframt. Aga- og úrskurðarnefnd studdist við myndband af atvikinu til að komast að sinni niðurstöðu. Í greinargerð frá formanni körfuknattleiksdeildar Stál-úlfs fordæmir félagið hegðun leikmannsins og bendir á að beðist hafi verið afsökunar á henni eftir leik. Fordæma hegðunina en segja dómgæsluna slaka Í greinargerð Stál-úlfs segir þó einnig að mikill hiti hafi verið í leiknum vegna slakrar dómgæslu þar sem hallað hafi á Stál-úlf. Hún hafi bitnað á Karolis sem hafi fengið tvær villur dæmdar á sig fyrir lítið en síðar hafi mótherji ekki fengið villur þegar um augljósa snertingu hafi verið að ræða. Hann hafi því verið kominn úr jafnvægi þegar hann og andstæðingur hans mættust, haus í haus, og orðið fyrri til að ýta eða skalla mótherjann. Það sem á eftir hafi gengið hafi verið algjör óþarfi. Karolis mun ekki geta spilað aftur með Stál-úlfi fyrr en á næsta ári þegar banninu lýkur. Liðið er í 6. sæti af tíu liðum í 2. deild með sex stig eftir fimm leiki, eftir að hafa tapað leiknum gegn Þrótti 94-79 en unnið b-lið Tindastóls í næsta leik, 103-79. Körfubolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Leikmaðurinn, Karolis Venclovas, skallaði einn af leikmönnum Þróttar í höfuðið og ógnaði einnig dómara leiksins, að því er fram kemur í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KKÍ. Karolis mun hafa skallað andstæðing sinn án aðdraganda og fyrirvara. Fyrir það fékk hann óíþróttamannslega villu sem síðar var uppfærð í brottrekstrarvillu. Karolis brást mjög illa við því og gekk að dómara leiksins „með ógnandi fasi og framkomu,“ samkvæmt atvikaskýrslu. „Kærði hafi sett brjóstkassa sinn upp að brjóstkassa dómara og fært andlit sitt í persónulegt rými dómara, að því er virtist mjög meðvitaður um hæðarmismun þeirra. Loks hafi kærði látið orð falla á móðurmáli sínu sem dómari hafi túlkað sem niðrandi í ljósi aðstæðna,“ segir þar jafnframt. Aga- og úrskurðarnefnd studdist við myndband af atvikinu til að komast að sinni niðurstöðu. Í greinargerð frá formanni körfuknattleiksdeildar Stál-úlfs fordæmir félagið hegðun leikmannsins og bendir á að beðist hafi verið afsökunar á henni eftir leik. Fordæma hegðunina en segja dómgæsluna slaka Í greinargerð Stál-úlfs segir þó einnig að mikill hiti hafi verið í leiknum vegna slakrar dómgæslu þar sem hallað hafi á Stál-úlf. Hún hafi bitnað á Karolis sem hafi fengið tvær villur dæmdar á sig fyrir lítið en síðar hafi mótherji ekki fengið villur þegar um augljósa snertingu hafi verið að ræða. Hann hafi því verið kominn úr jafnvægi þegar hann og andstæðingur hans mættust, haus í haus, og orðið fyrri til að ýta eða skalla mótherjann. Það sem á eftir hafi gengið hafi verið algjör óþarfi. Karolis mun ekki geta spilað aftur með Stál-úlfi fyrr en á næsta ári þegar banninu lýkur. Liðið er í 6. sæti af tíu liðum í 2. deild með sex stig eftir fimm leiki, eftir að hafa tapað leiknum gegn Þrótti 94-79 en unnið b-lið Tindastóls í næsta leik, 103-79.
Körfubolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti