Eldgos í Grímsvötnum „jóker í stöðunni“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. nóvember 2021 12:09 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Vísir Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið stöðugt undanfarna daga og hefur hraðinn á siginu aukist töluvert. Vatn er nú byrjað að fara út úr Grímsvötnum en hefur ekki enn náð jökul jaðrinum. Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir líklegt að merki um slíkt fari að sjást á mælum á næstu klukkustundum eða sólarhring. Frá því að íshellan byrjaði að síga í Grímsvötnum síðastliðinn miðvikudag hefur hún sigið um um það bil einn og hálfan metra. Ekkert merki er komið í Gígjukvísl um að vatnið hafi náð þangað en að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, getur það gerst hvenær sem er, mögulega á næstu tveimur sólarhringum. „Þetta er orðin frekar stór á sem er að renna út en það tekur smá tíma áður en þetta nær fram,“ segir Magnús en hann telur mögulegt að það geti gerst á næstu klukkustundum eða sólarhring. „Það að er nú líklegt að það fari að koma fram eitthvað vatn í Skeiðará en þetta gerist ekki dramatískt. Þetta byrjar hægt og vex svo.“ Að sögn Magnúsar er rennsli úr jöklinum stöðugt að aukast og virðist hafa tvöfaldast á síðustu dögum. „Við erum sem sagt í byrjunarfasanum á þessu, þetta er farið af stað, en þetta á eftir að ná jökuljaðri. Það er mikið pláss í jöklinum og vatnið þarf að finna sér leið. Það lyftist líka jökullinn, það sýnir sig í fyrri hlaupum að það lyfti um nokkra metra jafnvel, en það er töluvert vatn sem kemst fyrir í jöklinum áður en það fer að leita út,“ segir Magnús. Miðað við fyrri hlaup úr Grímsvötnum gæti verið að flóðtoppur verði eftir fjóra til sex daga. Mögulegt er að gos verði á svæðinu en það gerðist síðast árið 2011, sex mánuðum eftir hlaup úr Grímsvötnum, og árið 2004. „Það er bara jóker í stöðunni við verðum bara viðbúin því að það geti gerst,“ segir Magnús. „Það er ekkert óalgengt að hlaup létti á kviku hólfinu nægilega mikið þegar það sígur og minnkar fargið á honum, að það bresti kviku hólfið sem er þar undir og það komi gos, þetta er eitthvað sem við þurfum að vera viðbúin að geti gerst.“ Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekki að sjá að hlaupvatn sé komið fram í Gígjukvísl Ekki er að sjá að neitt hlaupvatn hafi komið fram í Gígjukvísl en íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að lækka í nótt. 26. nóvember 2021 07:40 Hefur sigið um 34 sentimetra Íshellan í Grímvötnum hefur nú sigið um 34 sentimetra frá því í gærmorgun. Búist er við jökulhlaupi en það er þó enn ekki hafið. Talið er líklegt að hlaupið verði síðar í dag eða á morgun. 25. nóvember 2021 11:55 Reikna með hlaupi úr Grímsvötnum á allra næstu dögum Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag. 24. nóvember 2021 16:48 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Frá því að íshellan byrjaði að síga í Grímsvötnum síðastliðinn miðvikudag hefur hún sigið um um það bil einn og hálfan metra. Ekkert merki er komið í Gígjukvísl um að vatnið hafi náð þangað en að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, getur það gerst hvenær sem er, mögulega á næstu tveimur sólarhringum. „Þetta er orðin frekar stór á sem er að renna út en það tekur smá tíma áður en þetta nær fram,“ segir Magnús en hann telur mögulegt að það geti gerst á næstu klukkustundum eða sólarhring. „Það að er nú líklegt að það fari að koma fram eitthvað vatn í Skeiðará en þetta gerist ekki dramatískt. Þetta byrjar hægt og vex svo.“ Að sögn Magnúsar er rennsli úr jöklinum stöðugt að aukast og virðist hafa tvöfaldast á síðustu dögum. „Við erum sem sagt í byrjunarfasanum á þessu, þetta er farið af stað, en þetta á eftir að ná jökuljaðri. Það er mikið pláss í jöklinum og vatnið þarf að finna sér leið. Það lyftist líka jökullinn, það sýnir sig í fyrri hlaupum að það lyfti um nokkra metra jafnvel, en það er töluvert vatn sem kemst fyrir í jöklinum áður en það fer að leita út,“ segir Magnús. Miðað við fyrri hlaup úr Grímsvötnum gæti verið að flóðtoppur verði eftir fjóra til sex daga. Mögulegt er að gos verði á svæðinu en það gerðist síðast árið 2011, sex mánuðum eftir hlaup úr Grímsvötnum, og árið 2004. „Það er bara jóker í stöðunni við verðum bara viðbúin því að það geti gerst,“ segir Magnús. „Það er ekkert óalgengt að hlaup létti á kviku hólfinu nægilega mikið þegar það sígur og minnkar fargið á honum, að það bresti kviku hólfið sem er þar undir og það komi gos, þetta er eitthvað sem við þurfum að vera viðbúin að geti gerst.“
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekki að sjá að hlaupvatn sé komið fram í Gígjukvísl Ekki er að sjá að neitt hlaupvatn hafi komið fram í Gígjukvísl en íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að lækka í nótt. 26. nóvember 2021 07:40 Hefur sigið um 34 sentimetra Íshellan í Grímvötnum hefur nú sigið um 34 sentimetra frá því í gærmorgun. Búist er við jökulhlaupi en það er þó enn ekki hafið. Talið er líklegt að hlaupið verði síðar í dag eða á morgun. 25. nóvember 2021 11:55 Reikna með hlaupi úr Grímsvötnum á allra næstu dögum Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag. 24. nóvember 2021 16:48 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Ekki að sjá að hlaupvatn sé komið fram í Gígjukvísl Ekki er að sjá að neitt hlaupvatn hafi komið fram í Gígjukvísl en íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að lækka í nótt. 26. nóvember 2021 07:40
Hefur sigið um 34 sentimetra Íshellan í Grímvötnum hefur nú sigið um 34 sentimetra frá því í gærmorgun. Búist er við jökulhlaupi en það er þó enn ekki hafið. Talið er líklegt að hlaupið verði síðar í dag eða á morgun. 25. nóvember 2021 11:55
Reikna með hlaupi úr Grímsvötnum á allra næstu dögum Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag. 24. nóvember 2021 16:48