Eldgos í Grímsvötnum „jóker í stöðunni“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. nóvember 2021 12:09 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Vísir Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið stöðugt undanfarna daga og hefur hraðinn á siginu aukist töluvert. Vatn er nú byrjað að fara út úr Grímsvötnum en hefur ekki enn náð jökul jaðrinum. Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir líklegt að merki um slíkt fari að sjást á mælum á næstu klukkustundum eða sólarhring. Frá því að íshellan byrjaði að síga í Grímsvötnum síðastliðinn miðvikudag hefur hún sigið um um það bil einn og hálfan metra. Ekkert merki er komið í Gígjukvísl um að vatnið hafi náð þangað en að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, getur það gerst hvenær sem er, mögulega á næstu tveimur sólarhringum. „Þetta er orðin frekar stór á sem er að renna út en það tekur smá tíma áður en þetta nær fram,“ segir Magnús en hann telur mögulegt að það geti gerst á næstu klukkustundum eða sólarhring. „Það að er nú líklegt að það fari að koma fram eitthvað vatn í Skeiðará en þetta gerist ekki dramatískt. Þetta byrjar hægt og vex svo.“ Að sögn Magnúsar er rennsli úr jöklinum stöðugt að aukast og virðist hafa tvöfaldast á síðustu dögum. „Við erum sem sagt í byrjunarfasanum á þessu, þetta er farið af stað, en þetta á eftir að ná jökuljaðri. Það er mikið pláss í jöklinum og vatnið þarf að finna sér leið. Það lyftist líka jökullinn, það sýnir sig í fyrri hlaupum að það lyfti um nokkra metra jafnvel, en það er töluvert vatn sem kemst fyrir í jöklinum áður en það fer að leita út,“ segir Magnús. Miðað við fyrri hlaup úr Grímsvötnum gæti verið að flóðtoppur verði eftir fjóra til sex daga. Mögulegt er að gos verði á svæðinu en það gerðist síðast árið 2011, sex mánuðum eftir hlaup úr Grímsvötnum, og árið 2004. „Það er bara jóker í stöðunni við verðum bara viðbúin því að það geti gerst,“ segir Magnús. „Það er ekkert óalgengt að hlaup létti á kviku hólfinu nægilega mikið þegar það sígur og minnkar fargið á honum, að það bresti kviku hólfið sem er þar undir og það komi gos, þetta er eitthvað sem við þurfum að vera viðbúin að geti gerst.“ Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekki að sjá að hlaupvatn sé komið fram í Gígjukvísl Ekki er að sjá að neitt hlaupvatn hafi komið fram í Gígjukvísl en íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að lækka í nótt. 26. nóvember 2021 07:40 Hefur sigið um 34 sentimetra Íshellan í Grímvötnum hefur nú sigið um 34 sentimetra frá því í gærmorgun. Búist er við jökulhlaupi en það er þó enn ekki hafið. Talið er líklegt að hlaupið verði síðar í dag eða á morgun. 25. nóvember 2021 11:55 Reikna með hlaupi úr Grímsvötnum á allra næstu dögum Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag. 24. nóvember 2021 16:48 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Frá því að íshellan byrjaði að síga í Grímsvötnum síðastliðinn miðvikudag hefur hún sigið um um það bil einn og hálfan metra. Ekkert merki er komið í Gígjukvísl um að vatnið hafi náð þangað en að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, getur það gerst hvenær sem er, mögulega á næstu tveimur sólarhringum. „Þetta er orðin frekar stór á sem er að renna út en það tekur smá tíma áður en þetta nær fram,“ segir Magnús en hann telur mögulegt að það geti gerst á næstu klukkustundum eða sólarhring. „Það að er nú líklegt að það fari að koma fram eitthvað vatn í Skeiðará en þetta gerist ekki dramatískt. Þetta byrjar hægt og vex svo.“ Að sögn Magnúsar er rennsli úr jöklinum stöðugt að aukast og virðist hafa tvöfaldast á síðustu dögum. „Við erum sem sagt í byrjunarfasanum á þessu, þetta er farið af stað, en þetta á eftir að ná jökuljaðri. Það er mikið pláss í jöklinum og vatnið þarf að finna sér leið. Það lyftist líka jökullinn, það sýnir sig í fyrri hlaupum að það lyfti um nokkra metra jafnvel, en það er töluvert vatn sem kemst fyrir í jöklinum áður en það fer að leita út,“ segir Magnús. Miðað við fyrri hlaup úr Grímsvötnum gæti verið að flóðtoppur verði eftir fjóra til sex daga. Mögulegt er að gos verði á svæðinu en það gerðist síðast árið 2011, sex mánuðum eftir hlaup úr Grímsvötnum, og árið 2004. „Það er bara jóker í stöðunni við verðum bara viðbúin því að það geti gerst,“ segir Magnús. „Það er ekkert óalgengt að hlaup létti á kviku hólfinu nægilega mikið þegar það sígur og minnkar fargið á honum, að það bresti kviku hólfið sem er þar undir og það komi gos, þetta er eitthvað sem við þurfum að vera viðbúin að geti gerst.“
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekki að sjá að hlaupvatn sé komið fram í Gígjukvísl Ekki er að sjá að neitt hlaupvatn hafi komið fram í Gígjukvísl en íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að lækka í nótt. 26. nóvember 2021 07:40 Hefur sigið um 34 sentimetra Íshellan í Grímvötnum hefur nú sigið um 34 sentimetra frá því í gærmorgun. Búist er við jökulhlaupi en það er þó enn ekki hafið. Talið er líklegt að hlaupið verði síðar í dag eða á morgun. 25. nóvember 2021 11:55 Reikna með hlaupi úr Grímsvötnum á allra næstu dögum Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag. 24. nóvember 2021 16:48 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Ekki að sjá að hlaupvatn sé komið fram í Gígjukvísl Ekki er að sjá að neitt hlaupvatn hafi komið fram í Gígjukvísl en íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að lækka í nótt. 26. nóvember 2021 07:40
Hefur sigið um 34 sentimetra Íshellan í Grímvötnum hefur nú sigið um 34 sentimetra frá því í gærmorgun. Búist er við jökulhlaupi en það er þó enn ekki hafið. Talið er líklegt að hlaupið verði síðar í dag eða á morgun. 25. nóvember 2021 11:55
Reikna með hlaupi úr Grímsvötnum á allra næstu dögum Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag. 24. nóvember 2021 16:48