James Maddison kom Leicester yfir gegn Watford á 16. mínútu áður en Joshua King jafnaði metin af vítapunktinum eftir hálftíma leik.
Jamie Vardy kom Leicester aftur í forystu fjórum mínútum síðar og hann var aftur á ferðinni stuttu fyrir hálfleik þegar hann kom heimamönnum í 3-1. James Maddison hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á tímabilinu, en hann lagði bæði mörk Vardy upp.
Emmanuel Dennis minnkaði muninn fyrir Watford eftir klukkutíma leik, en það var Ademola Lookman sem tryggði Leicestger 4-2 sigur þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka.
Leicester er nú í næiunda sæti deildarinnar með 18 stig eftir 13 leiki, fimm stigum meira en Watford sem situr í 16. sæti deildarinnar.
A big win for the Foxes! 😍
— Leicester City (@LCFC) November 28, 2021
Full-time sponsored by Parimatch ⏱️#LeiWat pic.twitter.com/qRnTX8e1Tx
en
Þá skoraði Ivan Toney eina mark leiksins af vítapunktinum er Brentford vann góðan 1-0 sigur gegn Everton eftir að Andros Townsend hafði brotið á Frank Onyeka innan vítateigs.
Eftir góða byrjun á tímabilinu hefur stigasöfnun Brentford gengið illa. Þrjú stig í dag voru þó líklega vel þegin, en liðið situr í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 16 stig, einu stigi meira en Everton sem situr tveimur sætum neðar.