Sorphirða Jónas Elíasson skrifar 28. nóvember 2021 20:00 Í langan tíma hefur Reykjavík klúðrað sorphirðumálum sínum rækilega . Molta úr sex milljarða verksmiðju Sorpu er of mikið menguð af þungmálmum. Allt að tuttugu sinnum meira magn þungmálma er í moltu frá Sorpu en staðlar segja til um (Stundin 29. ágúst 2021 12:00). Svona efnasamsetning liggur í augum uppi ef haft er fyrir því að rannsaka sorpið og efna-greina nægilega, en einhvernvegin hefur það farist fyrir. Moltunarstöðin hefur verið tekin úr notkun og opinbera skýringin er að hún hafi myglað (Viðskiptablaðið, miðvikudagur, 24. nóvember 2021; frétt Rúv 15.09.2021 - 12:55; Kjarninn 21. september 2021, kl. 17:00; Mygluð Sorpa eftir Jóhann S. Bogason). Sorpbrennsla, með og án rakaútblásturs Moltunarstöð Sorpu GAJA átti að kom í staðin fyrir sorpbrennslustöð, sem fram að þessu hefur verið bannað að byggja. Sorpbrennsla er notuð til orkuframleiðslu allsstaðar erlendis svo það er náttúrulega út í hött að banna sorpbrennslu hér af umhverfisástæðum. Sorp-brennsla til húshitunar og orkuframleiðslu þekktist t.d. á Klaustri og í Eyjum. Þeim stöðvum þurfti að loka þegar ekki tókst að mæta svokölluðu díoxínvandamáli, sem ekki skal farið nánar út í. Nú er sorpinu keyrt með dísiltrukkum til Rvk, því svo siglt með skipum til Danmerkur og víðar til brennslu. Síðast þegar ég kíkti á kostnað við svona flutninga kostaði það svipað að koma einu tonni frá Sauðárkróki til Rvk eins og frá Hamborg til Santiago í Chile. Svipað er væntanlega uppi á teningnum varðandi flutninga á sorpi. Nú er loksins búið að ákveða að byggja sorpbrennslu (Fréttablaðið í dag 24.11. 2021. ). Komissar verksins er Líf Magneudóttir formaður stjórnar Sorpu. Hún segir að brennsluofn fyrir 100.000 tonn kosti 20 - 30 milljónir króna. En hún er í vandræðum með staðarvalið. Það fæst enginn almennilegur sorpbrennsluofn handa Rvk fyrir þessa upphæð. Auk þess ætti hann að vera fyrir 200.000 tonn. Nútíma sorpbrennsla er þriggja þrepa ferli þar sem lokaþrepið er brennsla við svo háann hita að málmar brenna. Svona sorpbrennslustöð mundi skila 30 - 50 MW af varmaorku og hana þarf að nýta, annað væri óráð. Reykurinn er þá algerlega laus við mengunarefni, þ.á.m. lykt. Slagginn sem eftir verður er hinsvegar mengaður af þungmálmum. Hann er ekki hægt að nota nema í steypu. Erlendis er hann vinsælasta efnið í léttsteypu, sem alveg má nota hér eftir að farið var að einangra hús að utan. Sorpbrennslustöð í Árósum í Danmörku. Staðarvalið þarf að vera þar sem hitinn nýtist í hitaveitu. Einn slíkur staður sem gæti nýtt hitann er Kjalarnes, þá yrði sorpbrennslan á Álfsnesi, staðarvals-vandinn er ekki stærri en þetta. Þeir sem finnst þetta of nálægt byggð geta skroppið til Kaupmannahafnar og horft á sorpbrennslu-stöðvarnar þar. Þær eru inni í miðju þéttbýli í Amager og Glostrup. En Rvk getur klúðrað þessu máli í botn. Það er hægt með því að fara með stöðina eitthvað upp í fjöll þar sem skaðlaus reykurinn sést ekki, en fíngerður slagginn dreifist út í veður og vind í rokinu og ber kvikasilfur, cadmium og aðra þungmálma út um allt. En þá væri ástæða til að reka einhvern eins og gert var þegar GAJA, sem nú er verðlaus, hækkaði úr 4 milljörðum í 6. Höfundur er fyrrverandi prófessor . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Elíasson Sorpa Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Í langan tíma hefur Reykjavík klúðrað sorphirðumálum sínum rækilega . Molta úr sex milljarða verksmiðju Sorpu er of mikið menguð af þungmálmum. Allt að tuttugu sinnum meira magn þungmálma er í moltu frá Sorpu en staðlar segja til um (Stundin 29. ágúst 2021 12:00). Svona efnasamsetning liggur í augum uppi ef haft er fyrir því að rannsaka sorpið og efna-greina nægilega, en einhvernvegin hefur það farist fyrir. Moltunarstöðin hefur verið tekin úr notkun og opinbera skýringin er að hún hafi myglað (Viðskiptablaðið, miðvikudagur, 24. nóvember 2021; frétt Rúv 15.09.2021 - 12:55; Kjarninn 21. september 2021, kl. 17:00; Mygluð Sorpa eftir Jóhann S. Bogason). Sorpbrennsla, með og án rakaútblásturs Moltunarstöð Sorpu GAJA átti að kom í staðin fyrir sorpbrennslustöð, sem fram að þessu hefur verið bannað að byggja. Sorpbrennsla er notuð til orkuframleiðslu allsstaðar erlendis svo það er náttúrulega út í hött að banna sorpbrennslu hér af umhverfisástæðum. Sorp-brennsla til húshitunar og orkuframleiðslu þekktist t.d. á Klaustri og í Eyjum. Þeim stöðvum þurfti að loka þegar ekki tókst að mæta svokölluðu díoxínvandamáli, sem ekki skal farið nánar út í. Nú er sorpinu keyrt með dísiltrukkum til Rvk, því svo siglt með skipum til Danmerkur og víðar til brennslu. Síðast þegar ég kíkti á kostnað við svona flutninga kostaði það svipað að koma einu tonni frá Sauðárkróki til Rvk eins og frá Hamborg til Santiago í Chile. Svipað er væntanlega uppi á teningnum varðandi flutninga á sorpi. Nú er loksins búið að ákveða að byggja sorpbrennslu (Fréttablaðið í dag 24.11. 2021. ). Komissar verksins er Líf Magneudóttir formaður stjórnar Sorpu. Hún segir að brennsluofn fyrir 100.000 tonn kosti 20 - 30 milljónir króna. En hún er í vandræðum með staðarvalið. Það fæst enginn almennilegur sorpbrennsluofn handa Rvk fyrir þessa upphæð. Auk þess ætti hann að vera fyrir 200.000 tonn. Nútíma sorpbrennsla er þriggja þrepa ferli þar sem lokaþrepið er brennsla við svo háann hita að málmar brenna. Svona sorpbrennslustöð mundi skila 30 - 50 MW af varmaorku og hana þarf að nýta, annað væri óráð. Reykurinn er þá algerlega laus við mengunarefni, þ.á.m. lykt. Slagginn sem eftir verður er hinsvegar mengaður af þungmálmum. Hann er ekki hægt að nota nema í steypu. Erlendis er hann vinsælasta efnið í léttsteypu, sem alveg má nota hér eftir að farið var að einangra hús að utan. Sorpbrennslustöð í Árósum í Danmörku. Staðarvalið þarf að vera þar sem hitinn nýtist í hitaveitu. Einn slíkur staður sem gæti nýtt hitann er Kjalarnes, þá yrði sorpbrennslan á Álfsnesi, staðarvals-vandinn er ekki stærri en þetta. Þeir sem finnst þetta of nálægt byggð geta skroppið til Kaupmannahafnar og horft á sorpbrennslu-stöðvarnar þar. Þær eru inni í miðju þéttbýli í Amager og Glostrup. En Rvk getur klúðrað þessu máli í botn. Það er hægt með því að fara með stöðina eitthvað upp í fjöll þar sem skaðlaus reykurinn sést ekki, en fíngerður slagginn dreifist út í veður og vind í rokinu og ber kvikasilfur, cadmium og aðra þungmálma út um allt. En þá væri ástæða til að reka einhvern eins og gert var þegar GAJA, sem nú er verðlaus, hækkaði úr 4 milljörðum í 6. Höfundur er fyrrverandi prófessor .
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun