Enn ekið á gangandi og fólk á rafhlaupahjóli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2021 23:11 Fjölmörg slys hafa orðið í umferðinni undanfarið þar sem ekið hefur verið á gangandi vegfarendur. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm Ekið var á gangandi vegfaranda í Hlíðarbergi í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Töluvert var um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag og fólk flutt á slysadeild. Þetta kemur fram í skeyti lögreglu til fjölmiðla í kvöld. Nokkuð hefur verið um slys í umferðinni undanfarið og skemmst að minnast tveggja banaslysa í Reykjavík í nóvember þar sem gangandi vegfarandi annars vegar og ökumaður rafhlaupahjóls létu lífið í umferðarslysi snemma dags. Rétt fyrir klukkan þrjú var tilkynnt um umferðarslys á Arnarnesvegi sem skilur að Kópavog og Garðabæ. Draga þurfi tvær bifreiðar af vettvangi og flytja þurfti einn einstakling á slysadeild til skoðunar vegna minniháttar eymsla. Á fjórða tímanum varð aftanákeyrsla á Reykjanesbraut við Kaldárselsveg. Ástæðuna má meðal annars, samkvæmt skeyti lögreglu, rekja til skyndilegrar bilunar í annarri bifreiðinni. Ökumaður bifreiðarinnar sem ók aftan á hina náði ekki að stöðva bifreiðina í tæka tíð. Á rafhlaupahjóli í Kópavogi Um klukkan hálf fjögur var ekið á aðila sem var á rafhlaupahjóli á Digranesvegi í Kópavogi. Viðkomandi var á eða við gangbraut þegar atvikið átti sér stað. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en lögregla hefur ekki upplýsingar um líðan eða meiðsli viðkomandi. Lögregla minnir á mikilvægi endurskinsmerkja í skeyti sínu.Samgöngustofa Á sjöunda tímanum í kvöld var ekið á gangandi vegfarandi í Hlíðarbergi í Hafnarfirði. Hinn slasaði var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. „Þarna skorti endurskinsmerki hjá hinum gangandi en ökumaður sá ekki viðkomandi fyrr en hann hafnaði á bifreiðinni. Mjög slæm birtuskilyrði og veðuraðstæður voru á vettvangi,“ segir í skeyti lögreglu. Þá varð minniháttar umferðaróhapp á Flókagötu í Reykjavík á níunda tímanum. Lítið tjón varð á bifreiðum og enginn slasaðist. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá löggæslusviði lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að óvenjumörg, og of mörg, alvarleg slys hafi orðið í umdæmi lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á stuttum tíma. Veistu meira um slysin sem urðu í umferðinni í dag? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Samgönguslys Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Konan lést eftir að hafa orðið fyrir strætisvagni Konan sem lést í umferðarslysinu á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs á níunda tímanum í morgun varð fyrir strætisvagni. Þetta fékk fréttastofa staðfest frá Strætó bs. 25. nóvember 2021 18:39 Ökumaður rafhlaupahjólsins látinn og hinn á gjörgæslu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa til rannsóknar hvort átt hafi verið við innsigli á rafhlaupahjóli og vespu, sem rákust á í morgun, svo hægt væri að aka hraðar á þeim. 10. nóvember 2021 15:52 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
Nokkuð hefur verið um slys í umferðinni undanfarið og skemmst að minnast tveggja banaslysa í Reykjavík í nóvember þar sem gangandi vegfarandi annars vegar og ökumaður rafhlaupahjóls létu lífið í umferðarslysi snemma dags. Rétt fyrir klukkan þrjú var tilkynnt um umferðarslys á Arnarnesvegi sem skilur að Kópavog og Garðabæ. Draga þurfi tvær bifreiðar af vettvangi og flytja þurfti einn einstakling á slysadeild til skoðunar vegna minniháttar eymsla. Á fjórða tímanum varð aftanákeyrsla á Reykjanesbraut við Kaldárselsveg. Ástæðuna má meðal annars, samkvæmt skeyti lögreglu, rekja til skyndilegrar bilunar í annarri bifreiðinni. Ökumaður bifreiðarinnar sem ók aftan á hina náði ekki að stöðva bifreiðina í tæka tíð. Á rafhlaupahjóli í Kópavogi Um klukkan hálf fjögur var ekið á aðila sem var á rafhlaupahjóli á Digranesvegi í Kópavogi. Viðkomandi var á eða við gangbraut þegar atvikið átti sér stað. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en lögregla hefur ekki upplýsingar um líðan eða meiðsli viðkomandi. Lögregla minnir á mikilvægi endurskinsmerkja í skeyti sínu.Samgöngustofa Á sjöunda tímanum í kvöld var ekið á gangandi vegfarandi í Hlíðarbergi í Hafnarfirði. Hinn slasaði var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. „Þarna skorti endurskinsmerki hjá hinum gangandi en ökumaður sá ekki viðkomandi fyrr en hann hafnaði á bifreiðinni. Mjög slæm birtuskilyrði og veðuraðstæður voru á vettvangi,“ segir í skeyti lögreglu. Þá varð minniháttar umferðaróhapp á Flókagötu í Reykjavík á níunda tímanum. Lítið tjón varð á bifreiðum og enginn slasaðist. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá löggæslusviði lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að óvenjumörg, og of mörg, alvarleg slys hafi orðið í umdæmi lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á stuttum tíma. Veistu meira um slysin sem urðu í umferðinni í dag? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Veistu meira um slysin sem urðu í umferðinni í dag? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Samgönguslys Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Konan lést eftir að hafa orðið fyrir strætisvagni Konan sem lést í umferðarslysinu á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs á níunda tímanum í morgun varð fyrir strætisvagni. Þetta fékk fréttastofa staðfest frá Strætó bs. 25. nóvember 2021 18:39 Ökumaður rafhlaupahjólsins látinn og hinn á gjörgæslu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa til rannsóknar hvort átt hafi verið við innsigli á rafhlaupahjóli og vespu, sem rákust á í morgun, svo hægt væri að aka hraðar á þeim. 10. nóvember 2021 15:52 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
Konan lést eftir að hafa orðið fyrir strætisvagni Konan sem lést í umferðarslysinu á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs á níunda tímanum í morgun varð fyrir strætisvagni. Þetta fékk fréttastofa staðfest frá Strætó bs. 25. nóvember 2021 18:39
Ökumaður rafhlaupahjólsins látinn og hinn á gjörgæslu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa til rannsóknar hvort átt hafi verið við innsigli á rafhlaupahjóli og vespu, sem rákust á í morgun, svo hægt væri að aka hraðar á þeim. 10. nóvember 2021 15:52