Keane og Carra rifust um Cristiano Ronaldo en Neville skellihló Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 08:01 Cristiano Ronaldo var mjög pirraður í leiknum á Stamford Bridge í gær enda ósáttur að þurfa að byrja þennan stórleik á bekknum. AP/Kirsty Wigglesworth Það var fjör í sjónvarpssalnum hjá Sky Sports eftir leik Chelsea og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Ástæðan var Cristiano Ronaldo og það að sérfræðingarnir Roy Keane og Jamie Carragher voru mjög ósammála um hann og hans hlutskipti á Brúnni í gær. Cristiano Ronaldo var nefnilega settur á bekkinn fyrir stórleikinn á móti Chelsea en fékk að spila síðustu 26 mínútur leiksins. Staðan var 1-0 fyrir United þegar hann kom inn á völlinn en Chelsea náði að jafna með marki úr vítaspyrnu. Ronaldo rauk af velli í leikslok án þess að þakka leikmönnum Chelsea yfir og það fengu allir að sjá hversu ósáttur hann var.Jamie Carragher var samt á því að það væri alveg eðlilegt að Ronaldo fá ekki að byrja leik sem þennan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Cristiano Ronaldo er enn að skila mörkum en hann er ekki sá leikmaður sem hann var. Það á ekki að vera stórfrétt þótt að Cristiano Ronaldo byrji ekki alla leiki eða verði tekin af velli,“ sagði Jamie Carragher. Roy Keane var ekki sammála enda ekki hvaða leikur sem er sem fór fram á Stamford Bridge enda United að mæta þar toppliði Chelsea. Keane var harður á því að Ronaldo ætti að spila leikinn. „Þetta var stórleikur fyrir Manchester United. Ég fyrirgef það þótt að hann missi af einhverjum leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem United mun alltaf komast áfram. Ég skil það en Ronaldo hefur unnið allt sem hægt að vinna í fótboltanum og hann er kominn aftur til lyfta félaginu. Auðvitað vill hann spila svona leik,“ sagði Roy Keane. Keane segir að Ronaldo hafi greinilega áhuga á að vera hjá félaginu og það ætti að skila honum sæti í svona leik en þeir voru samt sammála um það Ronaldo sé ekki að gera mikið í pressunni. „Ronaldo hefur ekki pressað í fjögur, fimm til sex ár en Ronaldo mun ekki laga vandamál United. Þú kemur samt ekki með Ronaldo til Manchester United til að láta hann sitja á bekknum,“ sagði Keane. Umræðurnar hitnuðu í kjölfarið en það má sjá þá félaga rífast um Cristiano Ronaldo hér fyrir ofan. Jimmy Floyd Hasselbaink sat á milli þeirra á meðan allt fór í rugl og þeir rifust og hlustuðu lítið á rök hvors annars. Sá sem hafði mjög gaman af öllum saman var Gary Neville sem sat heima hjá sér í þetta skiptið. Hér fyrir neðan má sjá hans viðbrögð. Looks like @GNev2 enjoyed that one pic.twitter.com/SPbQTNK6bQ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 28, 2021 Enski boltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo var nefnilega settur á bekkinn fyrir stórleikinn á móti Chelsea en fékk að spila síðustu 26 mínútur leiksins. Staðan var 1-0 fyrir United þegar hann kom inn á völlinn en Chelsea náði að jafna með marki úr vítaspyrnu. Ronaldo rauk af velli í leikslok án þess að þakka leikmönnum Chelsea yfir og það fengu allir að sjá hversu ósáttur hann var.Jamie Carragher var samt á því að það væri alveg eðlilegt að Ronaldo fá ekki að byrja leik sem þennan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Cristiano Ronaldo er enn að skila mörkum en hann er ekki sá leikmaður sem hann var. Það á ekki að vera stórfrétt þótt að Cristiano Ronaldo byrji ekki alla leiki eða verði tekin af velli,“ sagði Jamie Carragher. Roy Keane var ekki sammála enda ekki hvaða leikur sem er sem fór fram á Stamford Bridge enda United að mæta þar toppliði Chelsea. Keane var harður á því að Ronaldo ætti að spila leikinn. „Þetta var stórleikur fyrir Manchester United. Ég fyrirgef það þótt að hann missi af einhverjum leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem United mun alltaf komast áfram. Ég skil það en Ronaldo hefur unnið allt sem hægt að vinna í fótboltanum og hann er kominn aftur til lyfta félaginu. Auðvitað vill hann spila svona leik,“ sagði Roy Keane. Keane segir að Ronaldo hafi greinilega áhuga á að vera hjá félaginu og það ætti að skila honum sæti í svona leik en þeir voru samt sammála um það Ronaldo sé ekki að gera mikið í pressunni. „Ronaldo hefur ekki pressað í fjögur, fimm til sex ár en Ronaldo mun ekki laga vandamál United. Þú kemur samt ekki með Ronaldo til Manchester United til að láta hann sitja á bekknum,“ sagði Keane. Umræðurnar hitnuðu í kjölfarið en það má sjá þá félaga rífast um Cristiano Ronaldo hér fyrir ofan. Jimmy Floyd Hasselbaink sat á milli þeirra á meðan allt fór í rugl og þeir rifust og hlustuðu lítið á rök hvors annars. Sá sem hafði mjög gaman af öllum saman var Gary Neville sem sat heima hjá sér í þetta skiptið. Hér fyrir neðan má sjá hans viðbrögð. Looks like @GNev2 enjoyed that one pic.twitter.com/SPbQTNK6bQ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 28, 2021
Enski boltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Sjá meira