Ætlar að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstólinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. nóvember 2021 11:47 Magnús Norðdahl lögmaður hefur ákveðið að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Vísir/Sigurjón Magnús D. Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata í Alþingiskosningunum í haust, hefur ákveðið að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Magnús er ekki einn um að boða slíkt en Stjórnarskrárfélagið hefur einnig tilkynnt að það hyggist fara með málið fyrir dómstólinn. Magnús tilkynnir þetta í yfirlýsingu sem hann hefur sent á fjölmiðla og segir hann að Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands og einn eigenda lögmannsstofunnar Réttis, muni flytja málið fyrir hans hönd. Magnús lagði fram kæru vegna kosningamálsins í Norðvesturkjördæmi til Alþingis þann 1. október síðastliðinn og krafðist hann ógildinga kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Hann segir í yfirlýsingunni að allar málsástæður kærunnar hafi falið í sér ógildingarannmarka sem voru til þess fallnir að draga úr trúverðugleika talningarinnar, sama hvort litið hafi verið til þeirrar fyrri eða síðari. Talningarnar tvær á kjörseðlunum í kjördæminu segir Magnús hluta af meingölluð ferli þar sem hver ágallinn á fætur öðrum hafi komið í ljós. Vilji kjósenda hafi engan veginn legið fyrir enda hafi niðurstöður kosninganna breyst á milli talninga sem leitt hafi til breyttrar samsetningar þingsins. „Hefðu vörslur kjörgagna verið með fullnægjandi hætti mætti sannreynda hvor talningin hafi verið rétt en sá ómöguleiki er bein afleiðing af broti kjörstjórnar að hafa ekki farið að lögum varðandi varðveislu kjörgagna. Þingmenn, frambjóðendur og kjósendur í landinu vita því ekki hvort núverandi samsetning þingsins er rétt. Slíkt þing getur aldrei talist lögmætt,“ segir í yfirlýsingu Magnúsar. Hann segir ógildingu kosninga blasa við sama hvort almennum eða sértækum mælikvarða sé beitt. Þeir 42 þingmenn sem hafi lagt blessun sína yfir kosningarnar í Norðvesturkjördæmi þurfi þá að íhuga stöðu sína og framtíð í stjórnmálum fari svo að málið vinnist fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. „Enginn ætti að taka lýðræðinu sem gefnum hlut, sérstaklega þegar kjörnum fulltrúum er falið að úrskurða um gildi kosninga þar sem þeir náðu sjálfir kjöri. Ég trúi því að réttlætið muni sigra í þessu þó síðar verði.“ Lesa má yfirlýsingu Magnúsar í heild sinni hér að neðan: Eftir töluverða umhugsun hef ég ákveðið að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi til Mannréttindadómstóls Evrópu. Mun ég fela Sigurði Erni Hilmarssyni formanni Lögmannafélags Íslands og eiganda á lögmannsstofunni Rétti að gæta hagsmuna minna. Uppspretta valdsins í okkar samfélagi er í þingkosningum. Löggjafarvaldið velur hverjir fara með framkvæmdarvald sem síðan skipar þá sem fara með dómsvald. Heilindi kerfisins í heild eru því undir í þessu mikilvæga máli. Ég lagði fram kæru þann til Alþingis þann 1. október síðastliðinn og krafðist ógildingar kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Allar málsástæður kærunnar, hver um sig og eins allar saman, fólu í sér ógildingarannmarka sem voru til þess fallnir að draga úr trúverðugleika talningarinnar, sama hvort litið var til þeirrar fyrri eða síðari, lögbrota og starfa yfirkjörstjórnar í heild og þar með trúverðugleika kosninganna sem fram fóru í kjördæminu. Kjarni málsins er sá að fyrir lágu tvær talningar í meingölluðu ferli þar sem hver ágallinn á fætur öðrum hefur komið í ljós. Vilji kjósenda lá engan veginn fyrir enda breyttust niðurstöður á milli talninga sem leiddu til breyttrar samsetningar þingsins. Hefðu vörslur kjörgagna verið með fullnægjandi mætti sannreyna hvor talningin hafi verið rétt en sá ómöguleiki er bein afleiðing af broti kjörstjórnar að hafa ekki farið að lögum varðandi varðveislu kjörgagna. Þingmenn, frambjóðendur og kjósendur í landinu vita því ekki hvort núverandi samsetning þingsins er rétt. Slíkt þing getur aldrei talist lögmætt. Ógilding kosninganna blasir við sama hvort beitt er almennum eða sértækum mælikvarða. Þeir 42 þingmenn, sem lögðu blessun sína yfir kosningarnar í Norðvesturkjördæmi, þurfa að íhuga stöðu sína og framtíð í stjórnmálum fari svo að mál þetta vinnist fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Enginn ætti að taka lýðræðinu sem gefnum hlut, sérstaklega þegar kjörnum fulltrúum er falið að úrskurða um gildi kosninga þar sem þeir sjálfir náðu kjöri. Ég trúi því að réttlætið muni sigra í þessu máli þó síðar verði. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mannréttindadómstóll Evrópu Píratar Tengdar fréttir Skora á Katrínu að segja af sér og boða mál fyrir Mannréttindadómstólnum Stjórnarskrárfélagið hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra til að segja af sér vegna framgöngu Alþingis gagnvart lýðræði í landinu. Formaður félagsins segir Alþingi hafa höggið varanlegt skarð í traust kjósenda gagnvart löggjafarvaldinu. 29. nóvember 2021 10:37 Varð fyrir sérstökum vonbrigðum með forsætisráðherra Þrír frambjóðendur sem kærðu framkvæmd alþingiskosninganna segja það mikil vonbrigði að alþingi hafi staðfest kjörbréf allra þingmanna í gær. Það sé þó ákveðinn léttir að málinu sé lokið í bili. Einn kærenda segist sérstaklega vonsvikinn með afstöðu forsætisráðherra. 26. nóvember 2021 23:28 Traustið á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu Frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi segir traust sitt á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu eftir niðurstöðu kjörbréfamálsins. Hann sjái engan annan kost í stöðunni en að fara með málið alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu. 26. nóvember 2021 11:52 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Magnús er ekki einn um að boða slíkt en Stjórnarskrárfélagið hefur einnig tilkynnt að það hyggist fara með málið fyrir dómstólinn. Magnús tilkynnir þetta í yfirlýsingu sem hann hefur sent á fjölmiðla og segir hann að Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands og einn eigenda lögmannsstofunnar Réttis, muni flytja málið fyrir hans hönd. Magnús lagði fram kæru vegna kosningamálsins í Norðvesturkjördæmi til Alþingis þann 1. október síðastliðinn og krafðist hann ógildinga kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Hann segir í yfirlýsingunni að allar málsástæður kærunnar hafi falið í sér ógildingarannmarka sem voru til þess fallnir að draga úr trúverðugleika talningarinnar, sama hvort litið hafi verið til þeirrar fyrri eða síðari. Talningarnar tvær á kjörseðlunum í kjördæminu segir Magnús hluta af meingölluð ferli þar sem hver ágallinn á fætur öðrum hafi komið í ljós. Vilji kjósenda hafi engan veginn legið fyrir enda hafi niðurstöður kosninganna breyst á milli talninga sem leitt hafi til breyttrar samsetningar þingsins. „Hefðu vörslur kjörgagna verið með fullnægjandi hætti mætti sannreynda hvor talningin hafi verið rétt en sá ómöguleiki er bein afleiðing af broti kjörstjórnar að hafa ekki farið að lögum varðandi varðveislu kjörgagna. Þingmenn, frambjóðendur og kjósendur í landinu vita því ekki hvort núverandi samsetning þingsins er rétt. Slíkt þing getur aldrei talist lögmætt,“ segir í yfirlýsingu Magnúsar. Hann segir ógildingu kosninga blasa við sama hvort almennum eða sértækum mælikvarða sé beitt. Þeir 42 þingmenn sem hafi lagt blessun sína yfir kosningarnar í Norðvesturkjördæmi þurfi þá að íhuga stöðu sína og framtíð í stjórnmálum fari svo að málið vinnist fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. „Enginn ætti að taka lýðræðinu sem gefnum hlut, sérstaklega þegar kjörnum fulltrúum er falið að úrskurða um gildi kosninga þar sem þeir náðu sjálfir kjöri. Ég trúi því að réttlætið muni sigra í þessu þó síðar verði.“ Lesa má yfirlýsingu Magnúsar í heild sinni hér að neðan: Eftir töluverða umhugsun hef ég ákveðið að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi til Mannréttindadómstóls Evrópu. Mun ég fela Sigurði Erni Hilmarssyni formanni Lögmannafélags Íslands og eiganda á lögmannsstofunni Rétti að gæta hagsmuna minna. Uppspretta valdsins í okkar samfélagi er í þingkosningum. Löggjafarvaldið velur hverjir fara með framkvæmdarvald sem síðan skipar þá sem fara með dómsvald. Heilindi kerfisins í heild eru því undir í þessu mikilvæga máli. Ég lagði fram kæru þann til Alþingis þann 1. október síðastliðinn og krafðist ógildingar kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Allar málsástæður kærunnar, hver um sig og eins allar saman, fólu í sér ógildingarannmarka sem voru til þess fallnir að draga úr trúverðugleika talningarinnar, sama hvort litið var til þeirrar fyrri eða síðari, lögbrota og starfa yfirkjörstjórnar í heild og þar með trúverðugleika kosninganna sem fram fóru í kjördæminu. Kjarni málsins er sá að fyrir lágu tvær talningar í meingölluðu ferli þar sem hver ágallinn á fætur öðrum hefur komið í ljós. Vilji kjósenda lá engan veginn fyrir enda breyttust niðurstöður á milli talninga sem leiddu til breyttrar samsetningar þingsins. Hefðu vörslur kjörgagna verið með fullnægjandi mætti sannreyna hvor talningin hafi verið rétt en sá ómöguleiki er bein afleiðing af broti kjörstjórnar að hafa ekki farið að lögum varðandi varðveislu kjörgagna. Þingmenn, frambjóðendur og kjósendur í landinu vita því ekki hvort núverandi samsetning þingsins er rétt. Slíkt þing getur aldrei talist lögmætt. Ógilding kosninganna blasir við sama hvort beitt er almennum eða sértækum mælikvarða. Þeir 42 þingmenn, sem lögðu blessun sína yfir kosningarnar í Norðvesturkjördæmi, þurfa að íhuga stöðu sína og framtíð í stjórnmálum fari svo að mál þetta vinnist fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Enginn ætti að taka lýðræðinu sem gefnum hlut, sérstaklega þegar kjörnum fulltrúum er falið að úrskurða um gildi kosninga þar sem þeir sjálfir náðu kjöri. Ég trúi því að réttlætið muni sigra í þessu máli þó síðar verði.
Eftir töluverða umhugsun hef ég ákveðið að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi til Mannréttindadómstóls Evrópu. Mun ég fela Sigurði Erni Hilmarssyni formanni Lögmannafélags Íslands og eiganda á lögmannsstofunni Rétti að gæta hagsmuna minna. Uppspretta valdsins í okkar samfélagi er í þingkosningum. Löggjafarvaldið velur hverjir fara með framkvæmdarvald sem síðan skipar þá sem fara með dómsvald. Heilindi kerfisins í heild eru því undir í þessu mikilvæga máli. Ég lagði fram kæru þann til Alþingis þann 1. október síðastliðinn og krafðist ógildingar kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Allar málsástæður kærunnar, hver um sig og eins allar saman, fólu í sér ógildingarannmarka sem voru til þess fallnir að draga úr trúverðugleika talningarinnar, sama hvort litið var til þeirrar fyrri eða síðari, lögbrota og starfa yfirkjörstjórnar í heild og þar með trúverðugleika kosninganna sem fram fóru í kjördæminu. Kjarni málsins er sá að fyrir lágu tvær talningar í meingölluðu ferli þar sem hver ágallinn á fætur öðrum hefur komið í ljós. Vilji kjósenda lá engan veginn fyrir enda breyttust niðurstöður á milli talninga sem leiddu til breyttrar samsetningar þingsins. Hefðu vörslur kjörgagna verið með fullnægjandi mætti sannreyna hvor talningin hafi verið rétt en sá ómöguleiki er bein afleiðing af broti kjörstjórnar að hafa ekki farið að lögum varðandi varðveislu kjörgagna. Þingmenn, frambjóðendur og kjósendur í landinu vita því ekki hvort núverandi samsetning þingsins er rétt. Slíkt þing getur aldrei talist lögmætt. Ógilding kosninganna blasir við sama hvort beitt er almennum eða sértækum mælikvarða. Þeir 42 þingmenn, sem lögðu blessun sína yfir kosningarnar í Norðvesturkjördæmi, þurfa að íhuga stöðu sína og framtíð í stjórnmálum fari svo að mál þetta vinnist fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Enginn ætti að taka lýðræðinu sem gefnum hlut, sérstaklega þegar kjörnum fulltrúum er falið að úrskurða um gildi kosninga þar sem þeir sjálfir náðu kjöri. Ég trúi því að réttlætið muni sigra í þessu máli þó síðar verði.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mannréttindadómstóll Evrópu Píratar Tengdar fréttir Skora á Katrínu að segja af sér og boða mál fyrir Mannréttindadómstólnum Stjórnarskrárfélagið hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra til að segja af sér vegna framgöngu Alþingis gagnvart lýðræði í landinu. Formaður félagsins segir Alþingi hafa höggið varanlegt skarð í traust kjósenda gagnvart löggjafarvaldinu. 29. nóvember 2021 10:37 Varð fyrir sérstökum vonbrigðum með forsætisráðherra Þrír frambjóðendur sem kærðu framkvæmd alþingiskosninganna segja það mikil vonbrigði að alþingi hafi staðfest kjörbréf allra þingmanna í gær. Það sé þó ákveðinn léttir að málinu sé lokið í bili. Einn kærenda segist sérstaklega vonsvikinn með afstöðu forsætisráðherra. 26. nóvember 2021 23:28 Traustið á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu Frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi segir traust sitt á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu eftir niðurstöðu kjörbréfamálsins. Hann sjái engan annan kost í stöðunni en að fara með málið alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu. 26. nóvember 2021 11:52 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Skora á Katrínu að segja af sér og boða mál fyrir Mannréttindadómstólnum Stjórnarskrárfélagið hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra til að segja af sér vegna framgöngu Alþingis gagnvart lýðræði í landinu. Formaður félagsins segir Alþingi hafa höggið varanlegt skarð í traust kjósenda gagnvart löggjafarvaldinu. 29. nóvember 2021 10:37
Varð fyrir sérstökum vonbrigðum með forsætisráðherra Þrír frambjóðendur sem kærðu framkvæmd alþingiskosninganna segja það mikil vonbrigði að alþingi hafi staðfest kjörbréf allra þingmanna í gær. Það sé þó ákveðinn léttir að málinu sé lokið í bili. Einn kærenda segist sérstaklega vonsvikinn með afstöðu forsætisráðherra. 26. nóvember 2021 23:28
Traustið á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu Frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi segir traust sitt á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu eftir niðurstöðu kjörbréfamálsins. Hann sjái engan annan kost í stöðunni en að fara með málið alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu. 26. nóvember 2021 11:52