Þungavigtin um Arnór Smára: „Hann vann ekki fyrir einni krónu af þeim peningum síðasta sumar“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2021 23:30 Rikki G spurði þá Kristján Óla og Mikael um endurkomu Arnórs Smárasonar í íslenska boltann. Þungavigtin Í síðasta þætti Þungavigtarinnar velti Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, þeirri spurningu hvort kaup Vals á Arnóri Smárasyni væru einhver verstu kaup síðari ára. Að venju voru þeir Kristján Óli Sigurðsson og Mikael Nikulásson með Rikka. „Ég kíkti aðeins á Víking – Val og velti fyrir mér hvort Arnór Smárason sé að spila með blautt sement í skónum sínum því maðurinn haggast ekki. Hann er ekki í góðu standi og því spyr ég: Er Arnór Smárason pund fyrir pund ein verstu og misheppnuðustu kaup í íslenskum fótbolta, það er að segja í deild,“ spurði Ríkharð Óskar. „Frábær spurning. Hann kom í fyrra og spilaði nánast ekki neitt. Hann var ekki að koma heim til að fá 200 þúsund krónur á mánuði og græna kortið frá Val. Ég get alveg lofað þér því. Áður en hann kom í Val var hann eiginlega ekkert búinn að spila í tvö ár þó hann sé ekki það gamall, fæddur 1989 eða 1988,“ svaraði Kristján Óli um hæl. „Hann haggaðist ekki, hann hreyfðist ekki,“ bætti Ríkharð Óskar við en samkvæmt honum lék Arnór á miðri miðju Valsmanna í leiknum gegn Íslandsmeisturum Víkings. „Ég held að Stjáni fari alveg með rétt mál að tékkinn hans sé örugglega hærri en 200 þúsund krónur á mánuði, örugglega mun hærri. Hann vann ekki fyrir einni krónu af þeim peningum síðasta sumar. Ekki er þetta þá að byrja vel núna en eigum við ekki að gefa honum smá breik, það er nú bara nóvember,“ sagði Mikael Nikulásson að endingu. Þáttinn í heild sem og aðra þætti Þungavigtarinnar má finna á tal.is/vigtin. Arnór Smárason (til vinstri) í leik með Val gegn Dinamo Zagreb síðasta sumar.Vísir/Bára Dröfn Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
„Ég kíkti aðeins á Víking – Val og velti fyrir mér hvort Arnór Smárason sé að spila með blautt sement í skónum sínum því maðurinn haggast ekki. Hann er ekki í góðu standi og því spyr ég: Er Arnór Smárason pund fyrir pund ein verstu og misheppnuðustu kaup í íslenskum fótbolta, það er að segja í deild,“ spurði Ríkharð Óskar. „Frábær spurning. Hann kom í fyrra og spilaði nánast ekki neitt. Hann var ekki að koma heim til að fá 200 þúsund krónur á mánuði og græna kortið frá Val. Ég get alveg lofað þér því. Áður en hann kom í Val var hann eiginlega ekkert búinn að spila í tvö ár þó hann sé ekki það gamall, fæddur 1989 eða 1988,“ svaraði Kristján Óli um hæl. „Hann haggaðist ekki, hann hreyfðist ekki,“ bætti Ríkharð Óskar við en samkvæmt honum lék Arnór á miðri miðju Valsmanna í leiknum gegn Íslandsmeisturum Víkings. „Ég held að Stjáni fari alveg með rétt mál að tékkinn hans sé örugglega hærri en 200 þúsund krónur á mánuði, örugglega mun hærri. Hann vann ekki fyrir einni krónu af þeim peningum síðasta sumar. Ekki er þetta þá að byrja vel núna en eigum við ekki að gefa honum smá breik, það er nú bara nóvember,“ sagði Mikael Nikulásson að endingu. Þáttinn í heild sem og aðra þætti Þungavigtarinnar má finna á tal.is/vigtin. Arnór Smárason (til vinstri) í leik með Val gegn Dinamo Zagreb síðasta sumar.Vísir/Bára Dröfn
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira