„Mér fannst skortur af hugrekki hjá okkur fara með leikinn. Þrátt fyrir að vera vel undirbúnir, náðum við engum fókus á leikinn.“
„Þó sjaldan sem við fengum góð færi þá skutum við í stöng eða varið. Það er ekki óheppni. Ég ætla vera heiðarlegur, við fórum á taugum,“ sagði Sebastian Alexandersson að væri ástæðan fyrir tapi kvöldsins.
HK var með stjórn á leiknum í fyrri hálfleik en Sebastian var afar svekktur með hvernig hans menn spiluðu þegar þeir voru tveimur mörkum yfir.
„Við vorum á tímabili tveimur mörkum yfir og með stjórn á leiknum. Alltaf þegar við þurfum að bæta í þá höfum við ekki hugrekki til þess að bæta í og viljum við frekar lenda aftur undir.“
Hjörtur Ingi Halldórsson fékk sitt annað rauða spjald á tímabilinu og fannst Basta rauða spjaldið í kvöld eiga meira rétt á sér heldur en gegn Selfossi.
„Mér fannst rauða spjaldið réttur dómur. Hjörtur tekur utan um Styrmi (Sigurðsson) það er enginn ásetningur í þessu broti en þó meira rautt spjald heldur en síðast gegn Selfossi.“
„Hjörtur Ingi er okkar besti leikmaður að fara maður á mann. Það var eins fyrir okkur að missa Hjört og hefði Hamza Kablouti fengið rautt hjá Víkingi.“
Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha kom í HK á láni frá Aftureldingu fyrir tímabilið. Hafsteinn hefur ekki fundið sig í HK og er orðinn þriðji valkostur í hægri skyttu HK.
„Hafsteinn kom til okkar meiddur og missti af undirbúnings tímabilinu. Hann kemur til okkar með lítið sjálfstraust, við erum að reyna vinna í því á hverjum einasta degi.“
„Hafsteinn er lánsmaður og ég er ekki að fara koma honum í frábært stand fyrir næsta lið. Ég er með leikmenn í hans stöðu og ef hann ætlar að hjálpa okkur þurfum við að halda áfram þeirri vinnu sem er í gangi. Ég bíð þolinmóður eftir deginum þar sem hann stígur upp og gerir það sem hann getur,“ sagði Sebastian Alexandersson að lokum.