Áætla að áfengis- og tóbaksgjöld verði hærri en fjármagnstekjuskattur í ár Eiður Þór Árnason skrifar 30. nóvember 2021 14:12 Meira hefur selst af áfengi innanlands. Vísir/Vilhelm Tekjur af áfengisgjaldi hafa aukist mikið milli ára og skýrist meðal annars af aukinni einkaneyslu og samdrætti í ferðalögum Íslendinga erlendis. Gert er ráð fyrir að ríkissjóður fái hærri tekjur af áfengis- og tóbaksgjaldi í ár en af fjármagnstekjuskatti. Ríkisstjórnin hyggst hækka áfengis- og tóbaksgjald um 2,5% eftir áramót. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Áfengi sem Íslendingar geta keypt í fríhöfnum ber einungis 10% áfengisgjald og aukast því tekjur ríkissjóðs ef áfengi er keypt innanlands þó magnið sé það sama. Minni ferðalög Íslendinga erlendis gætu einnig skýrt aukna sölu á áfengi en met voru slegin í áfengissölu í Vínbúðinni í júlí og ágúst síðastliðnum. Tæplega sextán prósenta aukning Í fjárlögum fyrir árið 2021 var gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af áfengisgjaldi yrðu 20,25 milljarðar króna á árinu. Nú er áætlað að tekjur af gjaldinu muni nema 23,40 milljörðum króna sem samsvarar um 15,56% aukningu. Tekjur af tóbaksgjaldi hafa verið minni en gert var ráð fyrir við gerð síðustu fjárlaga. Eru áætlaðar tekjur nú 5,85 milljarðar árið 2021 í stað 6,05 milljarða. Samanlagt er áætlað að áfengis- og tóbaksgjald skili 29,25 milljörðum í ríkiskassann á þessu ári en til samanburðar er gert ráð fyrir að fjármagnstekjuskattur skili 27,90 milljörðum. Í fjárlagaáætlun er áætlað er að áfengisgjald verði um 23,8 milljarðar króna árið 2022 sem er ögn hærra en áætlað er fyrir 2021. Gert er ráð fyrir að tóbaksgjald lækki um 100 milljónir. Hyggjast hækka fleiri gjöld eftir áramót Líkt og undanfarin ár er gert ráð fyrir að hin ýmsu krónutölugjöld hækki milli ára. Miðað er við að gjöldin hækki ekki meira en um 2,5% í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans en hækkunin nær til vörugjalda á áfengi, tóbaki og eldsneyti ásamt bifreiða- og kílómetragjaldi. Gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra, útvarpsgjald og fjárhæðir kolefnisgjalds hækka einnig um 2,5%. Áætlað er að þessi breyting skili ríkissjóði 1,9 milljarða króna í tekjur á næsta ári. Hækkuðu gjöldin um sömu hlutfallstölu í fyrra. Þá hyggst ríkisstjórnin festa fjárhæð sóknargjalda við 985 krónur á einstakling á mánuði en samkvæmt því mun ákvörðuð hækkun sóknargjaldsins nema um hálfu prósenti. Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Áfengi og tóbak Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst hækka áfengis- og tóbaksgjald um 2,5% eftir áramót. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Áfengi sem Íslendingar geta keypt í fríhöfnum ber einungis 10% áfengisgjald og aukast því tekjur ríkissjóðs ef áfengi er keypt innanlands þó magnið sé það sama. Minni ferðalög Íslendinga erlendis gætu einnig skýrt aukna sölu á áfengi en met voru slegin í áfengissölu í Vínbúðinni í júlí og ágúst síðastliðnum. Tæplega sextán prósenta aukning Í fjárlögum fyrir árið 2021 var gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af áfengisgjaldi yrðu 20,25 milljarðar króna á árinu. Nú er áætlað að tekjur af gjaldinu muni nema 23,40 milljörðum króna sem samsvarar um 15,56% aukningu. Tekjur af tóbaksgjaldi hafa verið minni en gert var ráð fyrir við gerð síðustu fjárlaga. Eru áætlaðar tekjur nú 5,85 milljarðar árið 2021 í stað 6,05 milljarða. Samanlagt er áætlað að áfengis- og tóbaksgjald skili 29,25 milljörðum í ríkiskassann á þessu ári en til samanburðar er gert ráð fyrir að fjármagnstekjuskattur skili 27,90 milljörðum. Í fjárlagaáætlun er áætlað er að áfengisgjald verði um 23,8 milljarðar króna árið 2022 sem er ögn hærra en áætlað er fyrir 2021. Gert er ráð fyrir að tóbaksgjald lækki um 100 milljónir. Hyggjast hækka fleiri gjöld eftir áramót Líkt og undanfarin ár er gert ráð fyrir að hin ýmsu krónutölugjöld hækki milli ára. Miðað er við að gjöldin hækki ekki meira en um 2,5% í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans en hækkunin nær til vörugjalda á áfengi, tóbaki og eldsneyti ásamt bifreiða- og kílómetragjaldi. Gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra, útvarpsgjald og fjárhæðir kolefnisgjalds hækka einnig um 2,5%. Áætlað er að þessi breyting skili ríkissjóði 1,9 milljarða króna í tekjur á næsta ári. Hækkuðu gjöldin um sömu hlutfallstölu í fyrra. Þá hyggst ríkisstjórnin festa fjárhæð sóknargjalda við 985 krónur á einstakling á mánuði en samkvæmt því mun ákvörðuð hækkun sóknargjaldsins nema um hálfu prósenti.
Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Áfengi og tóbak Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira