Omíkron greinst í tólf löndum EES Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. desember 2021 12:55 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki standa til að herða aðgerðir á landamærum Íslands eins og er. Vísir/Vilhelm Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, omíkron, hefur greinst í tólf löndum Evrópska Efnahagssvæðisins. Fimmtíu og sjö einstaklingar hafa greinst smitaðir af veirunni en allir eru þeir með væg einkenni Covid-19. Veiran hefur breiðst hratt út frá því að hún greindist fyrst. Í Evrópu hefur hún nú greinst í Austurríki, Belgíu, Tékklandi, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Noregi, Portúgal, Spáni og Svíþjóð að því er fram kemur í nýjum pistli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á covid.is. Auk þessara ríkja var grunur um að tveir einstaklingar væru smitaðir af omíkron í Finnlandi en svo reyndist ekki vera. Þá hefur fólk í Skotlandi greinst smitað af veirunni, en nokkur tilfelli þar hafa greinst meðal einstkalinga sem engin tengsl hafa haft við Afríku, annað en þeir sem greinst hafa á Evrópska Efnahagssvæðinu, sem flestir höfðu verið á ferð í Afríku. Margir hinna smituðu eru fullbólusettir og eru með tiltölulega væg einkenni. Engin dauðsföll hafa verið tilkynnt vegna þessa afbrigðis veirunnar. Sóttvarnalæknir segir í pistlinum að enn sé margt á huldu um eiginleika omíkron, til dæmis hvort afbrigðið dreifi sér auðveldar en önnur afbrigði, hvort veikindin séu annars konar eða hvork fyrri sýking eða bólusetning verndi gegn smiti eða alvarlegum veikindum sökum omíkron. „Í mörgum löndum Evrópu hefur verið ákveðið að grípa til hertra sóttvarnaaðgerða á landamærum sem eru breytilegar milli landa. Fólk sem hyggur á ferðalög til útlanda er hvatt til að kynna sér vel takmarkanir á landamærum viðkomandi landa,“ segir í pistli Þórólfs. Hann skrifar að engar breytingar séu fyrirhugaðar á landamærum Íslands eins og staðan er núna en það gæti breyst hratt í ljósi nýrra upplýsinga um omíkron afbrigðið. „Allir sem hingað koma og eru með tengsl innanlands eru hvattir til að fara í PCR sýnatöku sem fyrst við eða eftir komu og fara í frekari sýnatöku ef sjúkdómseinkenni gera vart við sig á fyrstu viku eftir heimkomu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Tengdar fréttir Elstu tilvik Omíkron í sýnum í Hollandi Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar dreifist nú hratt um heimsbyggðina en í morgun var tilkynnt um að fyrstu tilfellin hefðu verið staðfest í Brasilíu og Japan. 1. desember 2021 07:44 Býr nýjan ráðherra undir að grípa þurfi til aðgerða á landamærum og innanlands Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að vera undir það búin að nýtt afbrigði kórónuveirunnar geti borist hingað til lands. Reynist veiran skeinuhættari en talið hefur verið þurfi að undirbúa að grípa til hertari aðgerða bæði á landamærum og jafnvel innanlands. Slíkar tillögur séu ekki á borðinu sem stendur en það kunni að breytast fljótt. 30. nóvember 2021 14:29 Framtíð sóttvarnaaðgerða: Hversu langt á að ganga? Sóttvarnaaðgerðir, bólusetningarskylda og bólusetningarpassar verða á meðal þess sem verður til umræðu í pallborðinu á Vísi í dag, sem hefst klukkan 14. 30. nóvember 2021 12:05 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Veiran hefur breiðst hratt út frá því að hún greindist fyrst. Í Evrópu hefur hún nú greinst í Austurríki, Belgíu, Tékklandi, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Noregi, Portúgal, Spáni og Svíþjóð að því er fram kemur í nýjum pistli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á covid.is. Auk þessara ríkja var grunur um að tveir einstaklingar væru smitaðir af omíkron í Finnlandi en svo reyndist ekki vera. Þá hefur fólk í Skotlandi greinst smitað af veirunni, en nokkur tilfelli þar hafa greinst meðal einstkalinga sem engin tengsl hafa haft við Afríku, annað en þeir sem greinst hafa á Evrópska Efnahagssvæðinu, sem flestir höfðu verið á ferð í Afríku. Margir hinna smituðu eru fullbólusettir og eru með tiltölulega væg einkenni. Engin dauðsföll hafa verið tilkynnt vegna þessa afbrigðis veirunnar. Sóttvarnalæknir segir í pistlinum að enn sé margt á huldu um eiginleika omíkron, til dæmis hvort afbrigðið dreifi sér auðveldar en önnur afbrigði, hvort veikindin séu annars konar eða hvork fyrri sýking eða bólusetning verndi gegn smiti eða alvarlegum veikindum sökum omíkron. „Í mörgum löndum Evrópu hefur verið ákveðið að grípa til hertra sóttvarnaaðgerða á landamærum sem eru breytilegar milli landa. Fólk sem hyggur á ferðalög til útlanda er hvatt til að kynna sér vel takmarkanir á landamærum viðkomandi landa,“ segir í pistli Þórólfs. Hann skrifar að engar breytingar séu fyrirhugaðar á landamærum Íslands eins og staðan er núna en það gæti breyst hratt í ljósi nýrra upplýsinga um omíkron afbrigðið. „Allir sem hingað koma og eru með tengsl innanlands eru hvattir til að fara í PCR sýnatöku sem fyrst við eða eftir komu og fara í frekari sýnatöku ef sjúkdómseinkenni gera vart við sig á fyrstu viku eftir heimkomu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Tengdar fréttir Elstu tilvik Omíkron í sýnum í Hollandi Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar dreifist nú hratt um heimsbyggðina en í morgun var tilkynnt um að fyrstu tilfellin hefðu verið staðfest í Brasilíu og Japan. 1. desember 2021 07:44 Býr nýjan ráðherra undir að grípa þurfi til aðgerða á landamærum og innanlands Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að vera undir það búin að nýtt afbrigði kórónuveirunnar geti borist hingað til lands. Reynist veiran skeinuhættari en talið hefur verið þurfi að undirbúa að grípa til hertari aðgerða bæði á landamærum og jafnvel innanlands. Slíkar tillögur séu ekki á borðinu sem stendur en það kunni að breytast fljótt. 30. nóvember 2021 14:29 Framtíð sóttvarnaaðgerða: Hversu langt á að ganga? Sóttvarnaaðgerðir, bólusetningarskylda og bólusetningarpassar verða á meðal þess sem verður til umræðu í pallborðinu á Vísi í dag, sem hefst klukkan 14. 30. nóvember 2021 12:05 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Elstu tilvik Omíkron í sýnum í Hollandi Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar dreifist nú hratt um heimsbyggðina en í morgun var tilkynnt um að fyrstu tilfellin hefðu verið staðfest í Brasilíu og Japan. 1. desember 2021 07:44
Býr nýjan ráðherra undir að grípa þurfi til aðgerða á landamærum og innanlands Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að vera undir það búin að nýtt afbrigði kórónuveirunnar geti borist hingað til lands. Reynist veiran skeinuhættari en talið hefur verið þurfi að undirbúa að grípa til hertari aðgerða bæði á landamærum og jafnvel innanlands. Slíkar tillögur séu ekki á borðinu sem stendur en það kunni að breytast fljótt. 30. nóvember 2021 14:29
Framtíð sóttvarnaaðgerða: Hversu langt á að ganga? Sóttvarnaaðgerðir, bólusetningarskylda og bólusetningarpassar verða á meðal þess sem verður til umræðu í pallborðinu á Vísi í dag, sem hefst klukkan 14. 30. nóvember 2021 12:05