Frá því að Peng Shuai ásakaði Zhang Gaoli, fyrrverandi varaforseta Kína, um að hafa nauðgað sér heyrðist ekkert í tenniskonunni í þrjár vikur.
Á endanum fengu forsvarsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar að ræða við hana í gegnum myndbandssímtal en síðan þá hefur ekkert spurst til hennar.
Því hefur Steve Simon, formaður WTA, ákveðið að aflýsa öllum mótum sambandsins sem fram áttu að fara í Kína.
„Því miður hafa yfirvöld í Kína ekki tekið á þessu alvarlega máli á sannfærandi hátt. Þó við vitum hvar Peng sé þá efast ég um að hún sé frjáls ferða sinna eða örugg,“ sagði Simon í yfirlýsingu sem birtist í kvöld.
BREAKING: Women's Tennis Association chief executive Steve Simon has announced an immediate suspension of tournaments in China and Hong Kong due to the ongoing situation involving Peng Shuai.
— Sky News (@SkyNews) December 1, 2021
Today's top stories: https://t.co/iOm40vn1kt pic.twitter.com/dYsiFAEX24