Meina óbólusettum aðgang að börum, kvikmyndahúsum og öðru Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2021 18:07 Angela Merkel og Olaf Scholz, sem er fyrir aftan hana, funduðu með forsætirsráðherrum Þýskalands í dag og komust þau að samkomulagi um harðar aðgerðir vegna hraðrar útbreiðslu Covid-19 þar í landi. AP/John Macdougal Ríkisstjórn Þýskalands hefur sett fjölmargar og stórar þúfur í veg óbólusettra Þjóðverja. Angela Merkel, fráfarandi kanslari, og Olaf Scholz, verðandi kanslari, ræddu við ríkisstjóra Þýskalands í dag og samþykktu þau harðar aðgerðir gegn mikilli útbreiðslu Covid-19 í Þýskalandi um þessar mundir. Meðal annars verður óbólusettum meinaður aðgangur að flestum fyrirtækjum, að matvöruverslunum og apótekum undanskildum. Þá verður knæpum lokað, fjöldi áhorfenda á fótboltaleikjum takmarkaður og þing Þýskalands mun greiða atkvæði um bólusetningarskyldu snemma á næsta ári. Ástandið hefur farið hratt versnandi í Þýskalandi og er sú bylgja (fjórða) sem gengur yfir landið núna sögð sú versta frá upphafi faraldursins. Samkvæmt frétt BBC dóu 388 Þjóðverjar í gær vegna Covid-19. Þá óttast sérfræðingar að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar muni gera vont ástand verra á næstu misserum en það er sagt smitast auðveldar manna á milli en delta-afbrigðið. Óttast er að allt að sex þúsund manns verði á gjörgæslu um jólin. Angela Merkel sagði í dag að heilbrigðiskerfi landsins væri undir gífurlegu álagi DW hefur eftir Olaf Scholz að fólk eigi að láta bólusetja sig og fá sér örvunarskammt. Þannig komist Þjóðverjar í gengum þessa krísu. 69 prósent þjóðarinnar eru bólusett en það er með því lægra í Vestur-Evrópu. Sérfræðingar í Þýskalandi segja umfang faraldursins í Þýskalandi vera eins mikið og það er vegna óbólusettra og hafa gagnrýnt ríkisstjórn landsins fyrir hægagang. Þær aðgerðir sem tilkynntar voru í dag eru samkvæmt DW eftirfarandi: -Óbólusettum meinaður aðgangur að ýmsum verslunum, börum, kvikmyndahúsum og öðrum stöðum. -Farið verður í frekari skimun meðal bólusettra. -Grímuskylda í skólum. -Þýska þingið mun greiða atkvæði um bólusetningarskyldu snemma á næsta ári. Mögulega í febrúar. -Börum, tónleikahúsum og öðrum stöðum þar sem margir koma saman verður lokað þar sem nýgengi smita fer yfir 350. -Mest fimmtán þúsund manns mega sækja fótboltaleiki. Á innanhúsviðburðum verður hámarksfjöldinn fimm þúsund. -Samkomur óbólusettra verða takmarkaðar við eina fjölskyldu. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjóðverjar takmarka fjölda áhorfenda á íþróttaviðburðum Hertar sóttvarnaraðgerðir í Þýskalandi kveða á um að takmarka verði fjölda áhorfenda á íþróttaviðburðum þar í landi. 2. desember 2021 17:45 Omíkron greinst í tólf löndum EES Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, omíkron, hefur greinst í tólf löndum Evrópska Efnahagssvæðisins. Fimmtíu og sjö einstaklingar hafa greinst smitaðir af veirunni en allir eru þeir með væg einkenni Covid-19. 1. desember 2021 12:55 Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Meðal annars verður óbólusettum meinaður aðgangur að flestum fyrirtækjum, að matvöruverslunum og apótekum undanskildum. Þá verður knæpum lokað, fjöldi áhorfenda á fótboltaleikjum takmarkaður og þing Þýskalands mun greiða atkvæði um bólusetningarskyldu snemma á næsta ári. Ástandið hefur farið hratt versnandi í Þýskalandi og er sú bylgja (fjórða) sem gengur yfir landið núna sögð sú versta frá upphafi faraldursins. Samkvæmt frétt BBC dóu 388 Þjóðverjar í gær vegna Covid-19. Þá óttast sérfræðingar að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar muni gera vont ástand verra á næstu misserum en það er sagt smitast auðveldar manna á milli en delta-afbrigðið. Óttast er að allt að sex þúsund manns verði á gjörgæslu um jólin. Angela Merkel sagði í dag að heilbrigðiskerfi landsins væri undir gífurlegu álagi DW hefur eftir Olaf Scholz að fólk eigi að láta bólusetja sig og fá sér örvunarskammt. Þannig komist Þjóðverjar í gengum þessa krísu. 69 prósent þjóðarinnar eru bólusett en það er með því lægra í Vestur-Evrópu. Sérfræðingar í Þýskalandi segja umfang faraldursins í Þýskalandi vera eins mikið og það er vegna óbólusettra og hafa gagnrýnt ríkisstjórn landsins fyrir hægagang. Þær aðgerðir sem tilkynntar voru í dag eru samkvæmt DW eftirfarandi: -Óbólusettum meinaður aðgangur að ýmsum verslunum, börum, kvikmyndahúsum og öðrum stöðum. -Farið verður í frekari skimun meðal bólusettra. -Grímuskylda í skólum. -Þýska þingið mun greiða atkvæði um bólusetningarskyldu snemma á næsta ári. Mögulega í febrúar. -Börum, tónleikahúsum og öðrum stöðum þar sem margir koma saman verður lokað þar sem nýgengi smita fer yfir 350. -Mest fimmtán þúsund manns mega sækja fótboltaleiki. Á innanhúsviðburðum verður hámarksfjöldinn fimm þúsund. -Samkomur óbólusettra verða takmarkaðar við eina fjölskyldu.
Þær aðgerðir sem tilkynntar voru í dag eru samkvæmt DW eftirfarandi: -Óbólusettum meinaður aðgangur að ýmsum verslunum, börum, kvikmyndahúsum og öðrum stöðum. -Farið verður í frekari skimun meðal bólusettra. -Grímuskylda í skólum. -Þýska þingið mun greiða atkvæði um bólusetningarskyldu snemma á næsta ári. Mögulega í febrúar. -Börum, tónleikahúsum og öðrum stöðum þar sem margir koma saman verður lokað þar sem nýgengi smita fer yfir 350. -Mest fimmtán þúsund manns mega sækja fótboltaleiki. Á innanhúsviðburðum verður hámarksfjöldinn fimm þúsund. -Samkomur óbólusettra verða takmarkaðar við eina fjölskyldu.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjóðverjar takmarka fjölda áhorfenda á íþróttaviðburðum Hertar sóttvarnaraðgerðir í Þýskalandi kveða á um að takmarka verði fjölda áhorfenda á íþróttaviðburðum þar í landi. 2. desember 2021 17:45 Omíkron greinst í tólf löndum EES Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, omíkron, hefur greinst í tólf löndum Evrópska Efnahagssvæðisins. Fimmtíu og sjö einstaklingar hafa greinst smitaðir af veirunni en allir eru þeir með væg einkenni Covid-19. 1. desember 2021 12:55 Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Þjóðverjar takmarka fjölda áhorfenda á íþróttaviðburðum Hertar sóttvarnaraðgerðir í Þýskalandi kveða á um að takmarka verði fjölda áhorfenda á íþróttaviðburðum þar í landi. 2. desember 2021 17:45
Omíkron greinst í tólf löndum EES Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, omíkron, hefur greinst í tólf löndum Evrópska Efnahagssvæðisins. Fimmtíu og sjö einstaklingar hafa greinst smitaðir af veirunni en allir eru þeir með væg einkenni Covid-19. 1. desember 2021 12:55
Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35