Bjóða stuðningsmönnum sínum upp á ókeypis húðflúr til að fagna titlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 12:30 Dylan Borrero og M.Zaracho fagna titli Atletico Mineiro. Getty/Buda Mendes Atletico Mineiro varð brasilískur meistari í fótbolta á dögunum og það er óhætt að segja að félagið ætli að halda upp á þennan árangur með sérstökum hætti. Brasilíska félagið ætlar nefnilega að bjóða stuðningsmönnum sínum ókeypis húðflúr til að halda upp á langþráðan titil. New Brazilian soccer champions Atletico Mineiro are to treat fans with free tattoos to celebrate their first title win in half a century, a radio station in the club's home city of Belo Horizonte said on Thursday. https://t.co/EuPU3J8MMt— Reuters Sports (@ReutersSports) December 3, 2021 Útvarpsstöð í heimaborginni Belo Horizonte tilkynnti þetta í gær. Það er reyndar ekki félagið sjálft sem mun borgar fyrir þessa fjöldaframleiðslu á Atletico Mineiro húðflúrum heldur einn styrktaraðili félagsins. Það fylgdi ekki sögunni um hversu stór þessi húðflúr megi vera eða hvað má setja á sig og hvað ekki en það er verktakafyrirtækið MRV sem ætlar að borga fyrir ósköpin. Útvarpsstöðin Radio Itatiaia sagði að fjörið myndi byrja klukkan níu um morguninn og svo væri það bara fyrstir koma, fyrstir fá. FORTE, VINGADOR & CAMPEÃO! O @Atletico é o campeão brasileiro de 2021! Parabéns, Galo! pic.twitter.com/TIje0hqVeT— CBF Futebol (@CBF_Futebol) December 2, 2021 Atletico Mineiro var þarna að vinna sinn fyrsta meistaratitil í fimmtíu ár eða síðan 1971. Hulk og Diego Costa spila báðir með liðinu en liðið er búið að vinna titilinn þrátt fyrir að það séu enn tvær umferðir eftir. Costa, sem er fyrrum leikmaður Chelsea og Atletico Madrid, kom til félagsins í ágúst síðastliðnum. Atletico Mineiro tryggði sér titilinn með 3-2 sigri á Bahia á útivelli en fjöldi fólks mætti á höfuðstöðvar félagsins sem og í miðborg Belo Horizonte til að horfa á leikinn á stórum skjám og svo fagna titlinum í leikslok. „Það eru fimmtíu ár síðan við unnum titilinn og það er langur tími. Núna verðum við að fanga,“ sagði Keno sem skoraði tvö mörk í þessum endurkomusigri en liðið lenti 2-0 undir eftir 66 mínútna leik. Un larga espera de ¡5 DÉCADAS! Atlético Mineiro es el equipo que más años tardó en volver a conquistar un título del #Brasileirao. pic.twitter.com/vEIwVBAkTr— SportsCenter (@SC_ESPN) December 2, 2021 Brasilía Fótbolti Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira
Brasilíska félagið ætlar nefnilega að bjóða stuðningsmönnum sínum ókeypis húðflúr til að halda upp á langþráðan titil. New Brazilian soccer champions Atletico Mineiro are to treat fans with free tattoos to celebrate their first title win in half a century, a radio station in the club's home city of Belo Horizonte said on Thursday. https://t.co/EuPU3J8MMt— Reuters Sports (@ReutersSports) December 3, 2021 Útvarpsstöð í heimaborginni Belo Horizonte tilkynnti þetta í gær. Það er reyndar ekki félagið sjálft sem mun borgar fyrir þessa fjöldaframleiðslu á Atletico Mineiro húðflúrum heldur einn styrktaraðili félagsins. Það fylgdi ekki sögunni um hversu stór þessi húðflúr megi vera eða hvað má setja á sig og hvað ekki en það er verktakafyrirtækið MRV sem ætlar að borga fyrir ósköpin. Útvarpsstöðin Radio Itatiaia sagði að fjörið myndi byrja klukkan níu um morguninn og svo væri það bara fyrstir koma, fyrstir fá. FORTE, VINGADOR & CAMPEÃO! O @Atletico é o campeão brasileiro de 2021! Parabéns, Galo! pic.twitter.com/TIje0hqVeT— CBF Futebol (@CBF_Futebol) December 2, 2021 Atletico Mineiro var þarna að vinna sinn fyrsta meistaratitil í fimmtíu ár eða síðan 1971. Hulk og Diego Costa spila báðir með liðinu en liðið er búið að vinna titilinn þrátt fyrir að það séu enn tvær umferðir eftir. Costa, sem er fyrrum leikmaður Chelsea og Atletico Madrid, kom til félagsins í ágúst síðastliðnum. Atletico Mineiro tryggði sér titilinn með 3-2 sigri á Bahia á útivelli en fjöldi fólks mætti á höfuðstöðvar félagsins sem og í miðborg Belo Horizonte til að horfa á leikinn á stórum skjám og svo fagna titlinum í leikslok. „Það eru fimmtíu ár síðan við unnum titilinn og það er langur tími. Núna verðum við að fanga,“ sagði Keno sem skoraði tvö mörk í þessum endurkomusigri en liðið lenti 2-0 undir eftir 66 mínútna leik. Un larga espera de ¡5 DÉCADAS! Atlético Mineiro es el equipo que más años tardó en volver a conquistar un título del #Brasileirao. pic.twitter.com/vEIwVBAkTr— SportsCenter (@SC_ESPN) December 2, 2021
Brasilía Fótbolti Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira