Freyja keppti í 400 metra skriðsundi í dag og nældi í bronsverðlaun. Synti hún á tímanum 4:20,19 mínútum. Ekki amalegt fyrir sundkonu sem hefur aldrei áður tekið þátt á Norðurlandameistaramótinu.
Eva Margrét Falsdóttir synti 200 metra bringusund á tímanum 2.32. 94 mínútum og endaði í 4. sæti en það munaði aðeins 23 hundraðshlutum úr sekúndu á fjórða og þriðja sætinu.
Steingerður Hauksdóttir synti einnig í úrslitum í kvöld. Hún synti 50 metra baksund á tímanum 28.60 sekúndum og lauk því leik í 5. sæti. Hún synti einnig 50m skriðsund á tímanum 26:08 sekúndum og varð í 6. sæti.
Daði Björnsson synti 100 metra bringusund á tímanum 1.02.38 mínútu og kom 5. í mark. Simon Elías Statkevicius synti 50 m skriðsund á tímanum 22.94 sekúndur.
Birnir Freyr Hálfdánarson synti 100 metra flugsund á tímanum 55.86 sekúndum og varð í 7. sæti. Veigar Hrafn Sigþórsson synti einnig í úrslitum í 400 metra skriðsundi og varð í 8. sæti á tímanum 4:02.93 mínútur.
Stúlkurnar enduðu daginn á 4x 200 metra skriðsundi á tímanum 8:37.93 mínútum. Mótið heldur áfram í fyrramálið með undanrásum og síðan eru úrslit eftir hádegi