Farþegar fastir í vélinni síðan á hádegi: „Fólk er orðið alveg grænt í framan“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. desember 2021 17:40 Vélin kom frá London um hádegi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Massimo Insabato/Getty Farþegar í flugvél British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á hádegi í dag hafa setið fastir í vélinni síðan þá, vegna slæmra veðurskilyrða. Farþegi í vélinni segir stemninguna um borð nokkuð góða, miðað við aðstæður. Farþegar aftast í vélinni hafi þó fengið að finna fyrir veðurofsanum. Í samtali við fréttastofu staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að vegna slæmra veðurskilyrða hafi allar landgöngubrýr verið teknar úr notkun á milli klukkan sjö og átta í morgun. Vélin sem um ræðir lenti á Keflavíkurflugvelli um hádegi og er eina vélin sem lenti á vellinum fyrri partinn í dag. Vélin var að koma frá London. Minnstu munaði að lent yrði í Skotlandi Páll Ríkharðsson er á meðal farþega sem setið hafa fastir í vélinni, sem hefur beðið í stæði í um fimm klukkutíma. Hann segir stemninguna um borð nokkuð góða miðað við allt, en hann á langt ferðalag að baki. „Ég og kollegi minn erum að klára 26 tíma ferðalag frá Mexíkó, þannig okkur langar bara að komast heim,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segir flugmann vélarinnar hafa tjáð honum að miðað við þau veðurskilyrði sem miðað er við hafi minnstu munað að ekki hafi verið hægt að lenda á Keflavíkurflugvelli. Þá hefði stefnan verið sett á Inverness í Skotlandi. Páll er ánægður að vera kominn heim þrátt fyrir að sitja fastur í vélinni sem stendur. „Þeir reikna með að geta hleypt okkur út eitthvað um sjö.“ Skrautleg lending Páll segir þá að lendingin á flugvellinum hafi verið skrautlegri en flugferðalangar megi almennt venjast, vegna veðursins. „Þetta var svolítið skemmtileg lending, allt á hlið og upp og niður, hingað og þangað.“ Þá segist Páll finna nokkuð til með áhöfninni, sem hafi átt að fara heim eftir að til Íslands væri komið. „Það er búið að koma hérna nokkrum sinnum með kaffi- og bjórvagninn.“ Vélin hristist nokkuð vegna vindsins, en Páll segir það verst fyrir farþegana aftast í vélinni, þar sem stélið taki á sig meiri vind en aðrir hlutar vélarinnar. „Aftast er alveg svakalegur hristingur. Fólk er orðið alveg grænt í framan,“ segir Páll, sem þrátt fyrir að hafa verið á ferðalagi síðasta sólarhringinn virðist taka málinu af æðruleysi. „Þetta er bara Ísland.“ Farþegar í vélum Icelandair sem lentu síðdegis í dag þurftu að bíða. Þar var þó um mínútur og korter að ræða, en ekki klukkustundir.Vísir/Aðsend Uppfært klukkan 18:45: Farþegar þeirra véla sem frestað var í dag og lentu á Keflavíkurflugvelli síðdegis þurftu líka að bíða um borð vegna veður, en þó heldur skemur en farþegar British Airways. Fjórtán vélar sem lenda áttu á ýmsum tímum í dag lentu nú á sjötta og sjöunda tímanum. Farþegar vélanna þurftu að bíða eftir því að vera hleypt frá borði en um klukkan hálf sjö fékk fréttastofa þær upplýsingar að landgöngubrýr hefðu verið teknar aftur í notkun og því hægt að hefjast handa við að hleypa úr vélunum. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Töluverðar raskanir á flugsamgöngum vegna óveðursins Óveðrið í dag hefur haft töluverð áhrif á flugsamgöngur en aðeins ein vél lenti á Keflavíkurflugvelli frá því í morgun og þar til seinnipartinn í dag. 5. desember 2021 16:50 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Í samtali við fréttastofu staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að vegna slæmra veðurskilyrða hafi allar landgöngubrýr verið teknar úr notkun á milli klukkan sjö og átta í morgun. Vélin sem um ræðir lenti á Keflavíkurflugvelli um hádegi og er eina vélin sem lenti á vellinum fyrri partinn í dag. Vélin var að koma frá London. Minnstu munaði að lent yrði í Skotlandi Páll Ríkharðsson er á meðal farþega sem setið hafa fastir í vélinni, sem hefur beðið í stæði í um fimm klukkutíma. Hann segir stemninguna um borð nokkuð góða miðað við allt, en hann á langt ferðalag að baki. „Ég og kollegi minn erum að klára 26 tíma ferðalag frá Mexíkó, þannig okkur langar bara að komast heim,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segir flugmann vélarinnar hafa tjáð honum að miðað við þau veðurskilyrði sem miðað er við hafi minnstu munað að ekki hafi verið hægt að lenda á Keflavíkurflugvelli. Þá hefði stefnan verið sett á Inverness í Skotlandi. Páll er ánægður að vera kominn heim þrátt fyrir að sitja fastur í vélinni sem stendur. „Þeir reikna með að geta hleypt okkur út eitthvað um sjö.“ Skrautleg lending Páll segir þá að lendingin á flugvellinum hafi verið skrautlegri en flugferðalangar megi almennt venjast, vegna veðursins. „Þetta var svolítið skemmtileg lending, allt á hlið og upp og niður, hingað og þangað.“ Þá segist Páll finna nokkuð til með áhöfninni, sem hafi átt að fara heim eftir að til Íslands væri komið. „Það er búið að koma hérna nokkrum sinnum með kaffi- og bjórvagninn.“ Vélin hristist nokkuð vegna vindsins, en Páll segir það verst fyrir farþegana aftast í vélinni, þar sem stélið taki á sig meiri vind en aðrir hlutar vélarinnar. „Aftast er alveg svakalegur hristingur. Fólk er orðið alveg grænt í framan,“ segir Páll, sem þrátt fyrir að hafa verið á ferðalagi síðasta sólarhringinn virðist taka málinu af æðruleysi. „Þetta er bara Ísland.“ Farþegar í vélum Icelandair sem lentu síðdegis í dag þurftu að bíða. Þar var þó um mínútur og korter að ræða, en ekki klukkustundir.Vísir/Aðsend Uppfært klukkan 18:45: Farþegar þeirra véla sem frestað var í dag og lentu á Keflavíkurflugvelli síðdegis þurftu líka að bíða um borð vegna veður, en þó heldur skemur en farþegar British Airways. Fjórtán vélar sem lenda áttu á ýmsum tímum í dag lentu nú á sjötta og sjöunda tímanum. Farþegar vélanna þurftu að bíða eftir því að vera hleypt frá borði en um klukkan hálf sjö fékk fréttastofa þær upplýsingar að landgöngubrýr hefðu verið teknar aftur í notkun og því hægt að hefjast handa við að hleypa úr vélunum.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Töluverðar raskanir á flugsamgöngum vegna óveðursins Óveðrið í dag hefur haft töluverð áhrif á flugsamgöngur en aðeins ein vél lenti á Keflavíkurflugvelli frá því í morgun og þar til seinnipartinn í dag. 5. desember 2021 16:50 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Töluverðar raskanir á flugsamgöngum vegna óveðursins Óveðrið í dag hefur haft töluverð áhrif á flugsamgöngur en aðeins ein vél lenti á Keflavíkurflugvelli frá því í morgun og þar til seinnipartinn í dag. 5. desember 2021 16:50