Goðsögnin Origi: Stígur upp þegar mest á reynir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 16:31 Þegar allt annað þrýtur er gott að eiga einn Divock Origi á bekknum. Robbie Jay Barratt/Getty Images Það virðist sem Divock Origi skori einungis þegar stórstjörnur Liverpool-liðsins eru heillum hornfar og það stefnir í að liðið tapi stigum. Það gerðist um helgina er Liverpool vann 1-0 sigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni. Það voru komnar fjórar mínútur fram yfir venjulegan leiktíma í leik Wolves og Liverpool þegar Mohamed Salah gaf á Divock Origi inn í vítateig Úlfanna. Origi – með bakið í markið – náði að snúa með boltann og renna honum í netið framhjá varnarlausum José Sá í marki heimamanna. Liverpool vann leikinn 1-0 og er nú aðeins stigi á eftir toppliði Manchester City. Origi hefur nú skorað 39 mörk í 166 leikjum fyrir Liverpool en það breytti því ekki að hann er goðsögn hjá félaginu. Spyrjið bara Jürgen Klopp. „Farðu út á völl og vertu bara Divock,“ voru skilaboðin sem sóknarmaðurinn fékk örskömmu áður en hann var sendur á vettvang til að bjarga málunum enn á ný. Liverpool keypti Origi á 10 milljónir punda frá franska félaginu Lille árið 2014. Hann skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir félagið, gegn Southampton í deildarbikarnum. Síðan Klopp tókst að búa til þetta ógnarsterka Liverpool-lið sem við þekkjum í dag hefur Origi mestmegnis setið á bekknum. Few boast such a remarkable collection of spine-tingling moments. Few have been responsible for so many splayed limbs. Divock Origi s ratio of goals that resonate is truly unprecedented. #LFC #Origi https://t.co/BoJaiPgNgc— James Pearce (@JamesPearceLFC) December 5, 2021 Hann hefur hins vegar verið duglegur að koma inn á þegar liðinu nauðsynlega vantar mark. Ásamt mörkunum frægu gegn Barcelona þá skoraði hann jöfnunarmark gegn West Bromwich Albion í uppbótartíma þegar Klopp var nýtekinn við. Tímabilið 2018-2019 skoraði hann sigurmark gegn Everton eftir skelfileg mistök Jordan Pickford þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Það var hans fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni í 19 mánuði. Hann skoraði einnig mark gegn Newcastle United sem sá til þess að titilbaráttan var enn galopin í lokaleik tímabilsins 2018-2019. Hann kom inn af bekknum í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og tryggði Liverpool 2-0 sigur á Tottenham Hotspur. Af þeim 39 mörkum sem Origi hefur skorað fyrir Liverpool hafa 11 komið eftir að hann kom inn á sem varamaður. Jafn mörg hefur hann skorað á 83. mínútu eða síðar í leikjum sínum fyrir félagið. WOW! Unreal feeling. Was a scrap but that s why we always fight to the end P.s. I ll take my grandkids to visit the Divock Origi statue one day WHAT A MAN #YNWA pic.twitter.com/FYkUq7Yq61— Andy Robertson (@andrewrobertso5) December 4, 2021 Þó svo að Klopp óski þess að Origi finni sér þjálfara sem gefi honum meiri tíma inn á vellinum er ljóst að Liverpool mun sagna hans mikið ef hann ákveður að halda á vit nýrra ævintýra. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Origi hetja Liverpool Divock Origi var hetja Liverpool er liðið vann 1-0 útisigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. desember 2021 16:55 Klopp: „Origi er goðsögn“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Wolves í gær þar sem Divock Origi skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann segist vona að leikmaðurinn finni þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur í framtíðinni. 5. desember 2021 07:01 Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Í beinni: Man. City - Bournemouth | De Bruyne kveður Etihad Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Sjá meira
Það voru komnar fjórar mínútur fram yfir venjulegan leiktíma í leik Wolves og Liverpool þegar Mohamed Salah gaf á Divock Origi inn í vítateig Úlfanna. Origi – með bakið í markið – náði að snúa með boltann og renna honum í netið framhjá varnarlausum José Sá í marki heimamanna. Liverpool vann leikinn 1-0 og er nú aðeins stigi á eftir toppliði Manchester City. Origi hefur nú skorað 39 mörk í 166 leikjum fyrir Liverpool en það breytti því ekki að hann er goðsögn hjá félaginu. Spyrjið bara Jürgen Klopp. „Farðu út á völl og vertu bara Divock,“ voru skilaboðin sem sóknarmaðurinn fékk örskömmu áður en hann var sendur á vettvang til að bjarga málunum enn á ný. Liverpool keypti Origi á 10 milljónir punda frá franska félaginu Lille árið 2014. Hann skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir félagið, gegn Southampton í deildarbikarnum. Síðan Klopp tókst að búa til þetta ógnarsterka Liverpool-lið sem við þekkjum í dag hefur Origi mestmegnis setið á bekknum. Few boast such a remarkable collection of spine-tingling moments. Few have been responsible for so many splayed limbs. Divock Origi s ratio of goals that resonate is truly unprecedented. #LFC #Origi https://t.co/BoJaiPgNgc— James Pearce (@JamesPearceLFC) December 5, 2021 Hann hefur hins vegar verið duglegur að koma inn á þegar liðinu nauðsynlega vantar mark. Ásamt mörkunum frægu gegn Barcelona þá skoraði hann jöfnunarmark gegn West Bromwich Albion í uppbótartíma þegar Klopp var nýtekinn við. Tímabilið 2018-2019 skoraði hann sigurmark gegn Everton eftir skelfileg mistök Jordan Pickford þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Það var hans fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni í 19 mánuði. Hann skoraði einnig mark gegn Newcastle United sem sá til þess að titilbaráttan var enn galopin í lokaleik tímabilsins 2018-2019. Hann kom inn af bekknum í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og tryggði Liverpool 2-0 sigur á Tottenham Hotspur. Af þeim 39 mörkum sem Origi hefur skorað fyrir Liverpool hafa 11 komið eftir að hann kom inn á sem varamaður. Jafn mörg hefur hann skorað á 83. mínútu eða síðar í leikjum sínum fyrir félagið. WOW! Unreal feeling. Was a scrap but that s why we always fight to the end P.s. I ll take my grandkids to visit the Divock Origi statue one day WHAT A MAN #YNWA pic.twitter.com/FYkUq7Yq61— Andy Robertson (@andrewrobertso5) December 4, 2021 Þó svo að Klopp óski þess að Origi finni sér þjálfara sem gefi honum meiri tíma inn á vellinum er ljóst að Liverpool mun sagna hans mikið ef hann ákveður að halda á vit nýrra ævintýra.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Origi hetja Liverpool Divock Origi var hetja Liverpool er liðið vann 1-0 útisigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. desember 2021 16:55 Klopp: „Origi er goðsögn“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Wolves í gær þar sem Divock Origi skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann segist vona að leikmaðurinn finni þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur í framtíðinni. 5. desember 2021 07:01 Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Í beinni: Man. City - Bournemouth | De Bruyne kveður Etihad Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Sjá meira
Origi hetja Liverpool Divock Origi var hetja Liverpool er liðið vann 1-0 útisigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. desember 2021 16:55
Klopp: „Origi er goðsögn“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Wolves í gær þar sem Divock Origi skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann segist vona að leikmaðurinn finni þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur í framtíðinni. 5. desember 2021 07:01
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn