Ýmsar heimildir benda til þess að alls hafi sex leikmenn liðsins og tveir úr starsliði Conte skilað jákvæðu kórónuveiruprófi í síðustu viku.
Eins og önnur lið í ensku úrvalsdeildinni er þétt leikjaprógramm framundan hjá Lundúnaliðinu, en Tottenham mætir Rennes í mikilvægum leik í Sambandsdeild Evrópu næsta fimmtudag. Tottenham er þar með bakið upp við vegg og þarf á sigri að halda til að tryggja sig upp úr riðlinum.
Tottenham leikur einnig gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni næsta sunnudag, áður en liðið mætir Leicester og Liverpool í næstu viku.
Leikmenn og starfsfólk liðsins þurfa að gangast undir PCR próf aftur seinna í dag og þeir sem greinast jákvæðir þurfa að fara í tíu daga einangrun samkvæmt sóttvarnarreglum í Bretlandi.
Í gær staðfesti enska úrvalsdeildin 12 smit meðal leikmanna og starfsfólks liðanna, en alls voru tekin 3.154 próf.